Færsluflokkur: Dægurmál
4.12.2008 | 21:52
það vantar greinilega úrræði,
til að fást við svona menn, það þyrfti að vera hægt að koma þeim í gæsluvarðhald til langs tíma, í sumum fylkjum bandaríkjanna er svo kölluð 3 brota regla notuð, hún er þannig að ef maður brýtur af sér 3 og er dæmdur þá fer sá maður sjálfkrafa í 25 ára fangelsi, það þykir fullreynt að hann sé ekki hæfur innanum annað fólk, sá galli er hinsvegar á að brotamen verða hættulegri og líklegri til að fela glæpinn en ella og jafnvel myrða fórnarlambið.
Önnur aðferð sem reynd hefur verið er stofufangelsi, sem felst í að sakamaðurinn þarf að bera ökklaband, sem gefur merki fari hann útfyrir ákveðið svæði, þessi aðferð hefur marga kosti, hægt er að fylgjast með ferðum hans, og sækja hann nánast strax ef hann yfirgefur fyrirfram ákveðið svæði.
Það gefur auga leið að sú aðferð dómstóla að sleppa svona mönnum lausum, aftur og aftur gengur ekki, það að láta þá sitja í fangelsi í eitthver tíma læknar ekki það sem að þeim er, spurningin er hvernig viljum við taka á vandamálinu sem þessir men eru, það þarf að hafa þá undir eftirliti á meðan þeir eru á lífi.
![]() |
Framdi kynferðisbrot gegn barni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 20:37
Misnotkun á verkalýðsfélögum eykst...
og nú er ASÍ komið í einkaeign eins og BSRB, eða hvað gengur manninum til, hví fer hann ekki í framboð ef honum langar á þing, það er orðið frekar þreytandi hvernig sumir svokallaðir leiðtogar verkalýðsforustunnar, eru að misnota félög þau sem þeir eru í forsvari fyrir í pólitísku áróðursskyni, ég læt nægja að benda í því sambandi á RSÍ, BSRB og ÁSÍ, félagsmen ættu að huga betur að því hverja þeir kjósa sem sína talsmen, og að sömu men skuli geta setið í stjórnum verkalýðsfélaga ævilangt nær engri átt heldur.
![]() |
Frumvarpið vottur um uppgjöf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2008 | 13:30
Hvenær líkur þessum stríðslátum
Er ekki komið nóg af afskiptum annarra ríkja af þessum þjóðum, hvenær ætla stórveldin að átta sig á því, að það er hægt að hertaka þessi lönd en ekki hersetja þau, hverju þykjast USA vera að bjarga þarna, meira að segja Rússar gátu ekki haldi friðinn þarna fyrir þrjátíu árum, hví æti USA að geta það nú, best væri að allur erlendur her færi frá miðausturlöndum, og leifði fólkinu þarna að sjá sjálft um að halda friðinn eða ófriðinn, þessi þrákelkni USA er lítið annað en vonlaus barátta til einskis, þeir geta ekki einisinni fundið einn Bin-Laden hvað þá annað, ópíum rækt hefur aldrei verið meiri í Afganistan heldur en nú undir vermd USA, Talibanarnir héldu ópíum framleiðslunni þó niðri, og þeim vex ásmegin sama hvað USA gerir, það sínir sig að vestrænum gildum er ekki hægt að þröngva upp á þessar þjóðir, hversvegna geta men ekki skilið það.
![]() |
Obama heitir Afghanistan hjálp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.11.2008 | 18:46
Er Ingibjörg eitthvað lasin....
Man ekki eftir að hafa séð á prenti yfirlýsingu frá hæstvirtum utanríkisráðherra, án þess að hamrað væri á að við þyrftum að ganga í ESB, og reyndar hefur ekki vantað heldur að undanförnu að hún rakkað niður Krónugarminn ef opnað hefur munninn, hvað er að Ingibjörgu, ætli Geir viti af þessu, getur hugsast að af utanríkisráðherra sé kannski að renna ESB-sóttin, og raunveruleikaskinið sé að vakna af mjög löngum dvala......
![]() |
Von um niðurstöðu í IceSave-deilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.11.2008 | 00:25
Sjaldan er gömul vís of oft kveðinn.
Báta kerrur eru sennileg það sem men ofmeta hvað mest, og þá líkleg vegna þess hve sjaldan þær eru "notaðar" þær eru keyrðar í sjóðinn undir bátinn á haustin, og og svo standa þær á bakkanum fram á vor, og er þá aftur ekið í sjóinn undan bátnum, mönnum hættir til að gleyma því hve mikill tæringar öfl eru í söltum sjó, það sem endist áratugi á landi verður að rusli á örfáum árum komist það í snertingu við sjó, meira að segja hjólbarðar undir slíkum kerrum endast illa ,þó aldrei sé langt farið, því er mjög varasamt að fara með slíkar kerrur í langflutninga, án þess að skoða vandlega áður.
![]() |
Bátur skemmdist þegar kerra gaf sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2008 | 22:55
Blaður Eddu Rósar, gert að frétt.
Edda Rós er víst hagfræðingur, sem af fyrri afrekum að dæma kann ekki baun í hagfræði, en það verður að segja henni til hrós að hún virðist þekkja rétta men-manneskjur, annars væri hún atvinnulaus núna, ég hélt alveg þangað til að ég sá á prenti hverjir hefðu verið valdir til að stjórna, nýu bönkunum, að nú yrði ráðið fólk með vit á peningum, eins og tildæmis hagsýn húsmóðir úr Vestmanaeyjum eða Gulli öskukarl, en nei það var fyrrum próf svindlari úr lögfræði og svo þessi Edda, sem fyrir örstuttu síðan átti varla orð til að lýsa hrifningu sinni á forstjórum og nú gjaldþrota fyrirtækjum sem stjórnvöld völdu, hvað er ríkisstjórnin að hugsa eða hugsar engin á þeim bæ lengur, svona gera menn ekki .
![]() |
Koma krónulufsunni" í gang á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2008 | 23:56
Stöðvið hraðahindrana framleiðslu
Spara má gríðarlegar fárhæðir af skattfé, með því einu að hætta við að setja upp hraðahindranir á götum, hvert stykki kostar á bilinu 2 til 4 milljónir, svo eftir einhverju er að slægjast, fyrir svo utan að um óþarfa er að ræða, skora á bæjar og borgarfulltrúa að stöðva framleiðslu á hraðahindrunum hið snarasta og spara stórfé.
![]() |
Stjórnendur lækka launin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.10.2008 | 23:28
Undarleg fyrirsögn
Undarleg segi ég vegna þess að norðmaður sem þekktur er fyrir kúk og piss húmor, gerir grín að Íslendingum, hann hæðist að því hvar við búum og hvaðan við komum, og svo hljómar fréttin eins og að allir norðmen séu að gera grín að okkur.
í fyrstalagi er um einstakling að ræða, og maðurinn vinnur fyrir sér með þessum hætti.
Í öðru lagi eru Íslendingar meir en minna Norðmen og einu gæslumenn Norskunar upprunalegu, sem enginn talar lengur í Noregi ef frá eru taldir þeir sem en tala Gammmel-norsk, sem er ekki ólík íslensku-Norskunni, ekki bara það heldur voru það þeir Norðmenn sem ekki vildu láta skera úr sér tungunni, sem hingað komu, hinir sem héldu tungunni en glötuðu sjálfsvirðingu sinni og frelsi urðu eftir í Noregi og iðrast þess greinilega enn.
Í þriðjalagi er alveg í lagi að gera grín að okkur hér, við erum af orðum annars stjórnmálafloksins sem er í stjórn landsins, á heljarþröm ,á hausnum, gjaldþrota þurfalingar sem eigum að ganga betliveginn til allra sem sparka stanslaust í okkur.
Svo hneykslast smáborgarinn og heimtar að Davíð sé krossfestur, og að Norskur háðfugl sé öll Norska þjóðin að hæða okkur, en ekki Norsk útgáfa af spaugstofunni, heimakrydduð.
![]() |
Norðmenn draga Íslendinga sundur og saman í háði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 23:17
Þarna fara hugsanlega fram samningar um gjaldmiðill
Hvaða gjaldmiðill verður notaður, ef heldur sem horfir að Dollar verði aflagður, og þjóðir norður Ameríku búa til nýjan gjaldmiðil, hvað verður þá um Evruna sem ESB reynir nú með öllum ráðum að verja, nánast af hugsjón frekar en getu, hvað gera Kínverjar ef Dollar verður aflagður, þeir eiga ekki miljarða heldur triljarða af Dollurum, Rússar bíða glottandi og ætla að lána litla dvergginnum sem átti að knésetja, það verður spennandi a fylgjast með.....
![]() |
Bush boðar ráðstefnu helstu leiðtoga heimsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.10.2008 | 19:08
Hvurslags nornaveiðar eru þetta?
Heldur þetta fólk sem er að mótmæla að Davíð sé eini starfsmaður Seðlabankans?, eru forsvarsmen mótmælana svo einfaldir að halda að Davíð ákveði bara upp á sit einsdæmi hvað bankkinn gerir?, halda menn að hagfræðimenntun sé ávísun á gáfur jafnvel ofurgáfur?, telja menn að það séu engir hagfræðingar að störfum hjá Seðlabankanum?, telja mótmælendur að Davíð hafi valdið alheims lausafjárkreppu?, er það Davíð að kenna að auðmenn Íslenskir fóru of geyst?.
Í alvöru talað Davíð er ekki fullkomin, Seðlabankkinn sem verkfæri ríkisstjórnarinnar virkaði ekki, ekki vegna þess að Davíð var þar heldur vegna þess, að löggjöf um bankastarfsemi var ekki nógu vönduð, ekki er margt sem hefði getað komið í veg fyrir alheims lausafjárskort, allavegana hefðum við smáríki í öllum skilningi ekki getað breitt því neitt, hvað varðar það að Davíð hafi sagt eitthvað sem ögraði Bretum, þá verður að segjast eins og er, Bretar ákváðu að misskilja og mistúlka Það sem sagt var, þeir Brown og Darling ákváðu að slá sjálfa sig til riddara á kostnað okkar hér á klakanum, og tókst það með afdrifaríkum afleiðingum fyrir okkur því miður.
![]() |
Mótmæla Davíð Oddssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
-
nilli
-
widar
-
vigfuspalsson
-
bjarnihardar
-
gthg
-
gudni-is
-
reykur
-
runarsv
-
lonewolf
-
fridjon
-
agbjarn
-
dullur
-
gudbjornj
-
fannarh
-
jenfo
-
valgeirb
-
hallibjarna
-
lillo
-
kristinnjon
-
brahim
-
tilveran-i-esb
-
fhg
-
baldvinj
-
vinaminni
-
bofs
-
sjonsson
-
vala
-
kolbrunerin
-
askja
-
jonmagnusson
-
joiragnars
-
jonvalurjensson
-
vilhjalmurarnason
-
halldorjonsson
-
minos
-
einarbb
-
juliusbearsson
-
aury
-
totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar