Færsluflokkur: Dægurmál
24.10.2008 | 23:28
Undarleg fyrirsögn
Undarleg segi ég vegna þess að norðmaður sem þekktur er fyrir kúk og piss húmor, gerir grín að Íslendingum, hann hæðist að því hvar við búum og hvaðan við komum, og svo hljómar fréttin eins og að allir norðmen séu að gera grín að okkur.
í fyrstalagi er um einstakling að ræða, og maðurinn vinnur fyrir sér með þessum hætti.
Í öðru lagi eru Íslendingar meir en minna Norðmen og einu gæslumenn Norskunar upprunalegu, sem enginn talar lengur í Noregi ef frá eru taldir þeir sem en tala Gammmel-norsk, sem er ekki ólík íslensku-Norskunni, ekki bara það heldur voru það þeir Norðmenn sem ekki vildu láta skera úr sér tungunni, sem hingað komu, hinir sem héldu tungunni en glötuðu sjálfsvirðingu sinni og frelsi urðu eftir í Noregi og iðrast þess greinilega enn.
Í þriðjalagi er alveg í lagi að gera grín að okkur hér, við erum af orðum annars stjórnmálafloksins sem er í stjórn landsins, á heljarþröm ,á hausnum, gjaldþrota þurfalingar sem eigum að ganga betliveginn til allra sem sparka stanslaust í okkur.
Svo hneykslast smáborgarinn og heimtar að Davíð sé krossfestur, og að Norskur háðfugl sé öll Norska þjóðin að hæða okkur, en ekki Norsk útgáfa af spaugstofunni, heimakrydduð.
![]() |
Norðmenn draga Íslendinga sundur og saman í háði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 23:17
Þarna fara hugsanlega fram samningar um gjaldmiðill
Hvaða gjaldmiðill verður notaður, ef heldur sem horfir að Dollar verði aflagður, og þjóðir norður Ameríku búa til nýjan gjaldmiðil, hvað verður þá um Evruna sem ESB reynir nú með öllum ráðum að verja, nánast af hugsjón frekar en getu, hvað gera Kínverjar ef Dollar verður aflagður, þeir eiga ekki miljarða heldur triljarða af Dollurum, Rússar bíða glottandi og ætla að lána litla dvergginnum sem átti að knésetja, það verður spennandi a fylgjast með.....
![]() |
Bush boðar ráðstefnu helstu leiðtoga heimsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.10.2008 | 19:08
Hvurslags nornaveiðar eru þetta?
Heldur þetta fólk sem er að mótmæla að Davíð sé eini starfsmaður Seðlabankans?, eru forsvarsmen mótmælana svo einfaldir að halda að Davíð ákveði bara upp á sit einsdæmi hvað bankkinn gerir?, halda menn að hagfræðimenntun sé ávísun á gáfur jafnvel ofurgáfur?, telja menn að það séu engir hagfræðingar að störfum hjá Seðlabankanum?, telja mótmælendur að Davíð hafi valdið alheims lausafjárkreppu?, er það Davíð að kenna að auðmenn Íslenskir fóru of geyst?.
Í alvöru talað Davíð er ekki fullkomin, Seðlabankkinn sem verkfæri ríkisstjórnarinnar virkaði ekki, ekki vegna þess að Davíð var þar heldur vegna þess, að löggjöf um bankastarfsemi var ekki nógu vönduð, ekki er margt sem hefði getað komið í veg fyrir alheims lausafjárskort, allavegana hefðum við smáríki í öllum skilningi ekki getað breitt því neitt, hvað varðar það að Davíð hafi sagt eitthvað sem ögraði Bretum, þá verður að segjast eins og er, Bretar ákváðu að misskilja og mistúlka Það sem sagt var, þeir Brown og Darling ákváðu að slá sjálfa sig til riddara á kostnað okkar hér á klakanum, og tókst það með afdrifaríkum afleiðingum fyrir okkur því miður.
![]() |
Mótmæla Davíð Oddssyni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.10.2008 | 05:55
Vonda veröld
Alltaf þegar maður heldur að ljótari verði fréttir ekki, þá kemur eitthvað svona, manvonskan er ótrúleg, sjö ára barn svelt og barið til bana, og það sem verra var það vissu margir af þessu, af því er kemur fram í fréttinni.
![]() |
Dæmd fyrir aðild að andláti dóttur sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 17:30
Góður leikur hjá Forsætisráðherra
Ásmundur Stefánsson og Einar Oddur heitin áttu heiðurinn af þjóðarsáttinni forðum, þegar stefndi í mörg hundruð prósent verðbólgu, það er sterkur leikur hjá Geir að ráða Ásmund sér til trausts og halds til að höndla vandan, því nú er aftur þörf á þjóðarsátt og engum treysti ég betur til þess en Ásmundi, hann hefur sýnt það aftur og aftur að honum er treystandi fyrir því sem honum er falið.
![]() |
Ásmundur Stefánsson til starfa fyrir forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 05:06
Frábært
![]() |
Fá hluta sjónar á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 20:51
Hvers vegna er bréfið ólæsilegt á frummálinu
það er mynd af bréfinu en hún er ólæsileg með öllu á netinu alla vegana, af fréttum að dæma þá er breski forsætisráðherrar nánast genginn af göflunum, varla verður annað talið koma til greina en að slíta stjórnmálasambandi við Breta ef þeir flokka okkur hérna sem "terrorista" , ekkert annað en afsökunarbeiðni frá Gordon Brown kemur til greina, ef ekki þá á að senda sendiherra Bretlands til síns heima og biðja þess að hann og breska þjóðinn haldi sig þar.
![]() |
Brown sendi Geir Haarde bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 19:59
Þetta er rosalegt
Ástandið í ESB er ekki glæsilegt núna, lánalínur þær sem bjarga áttu málunum hér heima voru í ESB, það er farið að hrikta í stoðum bandalagsins og fallið verður stórt mikið stærra en fallið hér hjá okkur, men mega ekki gleyma að nýlega bættust í bandalagið nánast gjaldþrota þjóðir úr fyrrum sovét, og engin samstaða virðist vera þarna um neitt nema setningu reglugerða, öllum til tjóns, atvinnuleysi er núna meira en 10% þarna almennt og hvað ef kreppir að, við getum bjargað okkur hérna heima, hér eru hæg heimatökin ,en fólk í borgum miljónaþjóða hefur takmarkaðan aðgang að nauðþurftum ef enginn er vinnan, svo vilja forustumenn verkalýðshreyfinganna hérna heima ganga í þessa hörmung, hvaða hagsmuni telja þeir að þeir séu að gæta mér er spurn.
![]() |
Fréttaskýring: Öll samstaða brostin meðal Evrópuþjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2008 | 19:46
Þjóðstjórn Davíðs?
Líklegast finnst mér að ef Davíð hefur minnst á þjóðstjórn, að þá hafi vakað fyrir honum þetta, að þagga niður í sumum þingmönnum og formönnum þingflokka sem virðast ekki gera sér grein fyrir afleiðingum eigin orða, það er að ef þeir væru sjálfir í þjóðstjórn þá sæju þeir ef til vill eitthvað jákvætt við það að vera Íslendingur og versla með krónu, og létu hugsanlega af þeim ósið að æsa upp ótta fólks eins og þeir hafa gert að undanförnu eins og að allt væri að far fjandans til.
![]() |
Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 18:43
Það þarf að Bjarga bönkum í ESB
Fyndið ekki satt ESB ætlar ekki að bjarga Bönkum en aðildarþjóðir ESB eiga að gera það, hverslags skrípaleikur er það? Leiðtogar standa saman ?, atvinnuleysi er nánast 10% og nú eiga þeir sem greiða skatta til ESB að greiða bönkum skaðabætur og allt er í þessu fína innan ESB fyndið ekki finnst mér það frekar neyðarlegt því er miður.
Frakkar og Þjóðverjar hafa einir ESB ríkja komist upp með það að falsa 3% regluna, aðrir hafa verið sektaðir, og ætla nú líklega að leifa fleirum að gera það, það er frekar pínlegt líka svo ekki sé meira sagt
![]() |
ESB leiðtogar standa saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
-
nilli
-
widar
-
vigfuspalsson
-
bjarnihardar
-
gthg
-
gudni-is
-
reykur
-
runarsv
-
lonewolf
-
fridjon
-
agbjarn
-
dullur
-
gudbjornj
-
fannarh
-
jenfo
-
valgeirb
-
hallibjarna
-
lillo
-
kristinnjon
-
brahim
-
tilveran-i-esb
-
fhg
-
baldvinj
-
vinaminni
-
bofs
-
sjonsson
-
vala
-
kolbrunerin
-
askja
-
jonmagnusson
-
joiragnars
-
jonvalurjensson
-
vilhjalmurarnason
-
halldorjonsson
-
minos
-
einarbb
-
juliusbearsson
-
aury
-
totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar