Færsluflokkur: Dægurmál
18.10.2008 | 05:55
Vonda veröld
Alltaf þegar maður heldur að ljótari verði fréttir ekki, þá kemur eitthvað svona, manvonskan er ótrúleg, sjö ára barn svelt og barið til bana, og það sem verra var það vissu margir af þessu, af því er kemur fram í fréttinni.
![]() |
Dæmd fyrir aðild að andláti dóttur sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2008 | 17:30
Góður leikur hjá Forsætisráðherra
Ásmundur Stefánsson og Einar Oddur heitin áttu heiðurinn af þjóðarsáttinni forðum, þegar stefndi í mörg hundruð prósent verðbólgu, það er sterkur leikur hjá Geir að ráða Ásmund sér til trausts og halds til að höndla vandan, því nú er aftur þörf á þjóðarsátt og engum treysti ég betur til þess en Ásmundi, hann hefur sýnt það aftur og aftur að honum er treystandi fyrir því sem honum er falið.
![]() |
Ásmundur Stefánsson til starfa fyrir forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 05:06
Frábært
![]() |
Fá hluta sjónar á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 20:51
Hvers vegna er bréfið ólæsilegt á frummálinu
það er mynd af bréfinu en hún er ólæsileg með öllu á netinu alla vegana, af fréttum að dæma þá er breski forsætisráðherrar nánast genginn af göflunum, varla verður annað talið koma til greina en að slíta stjórnmálasambandi við Breta ef þeir flokka okkur hérna sem "terrorista" , ekkert annað en afsökunarbeiðni frá Gordon Brown kemur til greina, ef ekki þá á að senda sendiherra Bretlands til síns heima og biðja þess að hann og breska þjóðinn haldi sig þar.
![]() |
Brown sendi Geir Haarde bréf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2008 | 19:59
Þetta er rosalegt
Ástandið í ESB er ekki glæsilegt núna, lánalínur þær sem bjarga áttu málunum hér heima voru í ESB, það er farið að hrikta í stoðum bandalagsins og fallið verður stórt mikið stærra en fallið hér hjá okkur, men mega ekki gleyma að nýlega bættust í bandalagið nánast gjaldþrota þjóðir úr fyrrum sovét, og engin samstaða virðist vera þarna um neitt nema setningu reglugerða, öllum til tjóns, atvinnuleysi er núna meira en 10% þarna almennt og hvað ef kreppir að, við getum bjargað okkur hérna heima, hér eru hæg heimatökin ,en fólk í borgum miljónaþjóða hefur takmarkaðan aðgang að nauðþurftum ef enginn er vinnan, svo vilja forustumenn verkalýðshreyfinganna hérna heima ganga í þessa hörmung, hvaða hagsmuni telja þeir að þeir séu að gæta mér er spurn.
![]() |
Fréttaskýring: Öll samstaða brostin meðal Evrópuþjóða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2008 | 19:46
Þjóðstjórn Davíðs?
Líklegast finnst mér að ef Davíð hefur minnst á þjóðstjórn, að þá hafi vakað fyrir honum þetta, að þagga niður í sumum þingmönnum og formönnum þingflokka sem virðast ekki gera sér grein fyrir afleiðingum eigin orða, það er að ef þeir væru sjálfir í þjóðstjórn þá sæju þeir ef til vill eitthvað jákvætt við það að vera Íslendingur og versla með krónu, og létu hugsanlega af þeim ósið að æsa upp ótta fólks eins og þeir hafa gert að undanförnu eins og að allt væri að far fjandans til.
![]() |
Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 18:43
Það þarf að Bjarga bönkum í ESB
Fyndið ekki satt ESB ætlar ekki að bjarga Bönkum en aðildarþjóðir ESB eiga að gera það, hverslags skrípaleikur er það? Leiðtogar standa saman ?, atvinnuleysi er nánast 10% og nú eiga þeir sem greiða skatta til ESB að greiða bönkum skaðabætur og allt er í þessu fína innan ESB fyndið ekki finnst mér það frekar neyðarlegt því er miður.
Frakkar og Þjóðverjar hafa einir ESB ríkja komist upp með það að falsa 3% regluna, aðrir hafa verið sektaðir, og ætla nú líklega að leifa fleirum að gera það, það er frekar pínlegt líka svo ekki sé meira sagt
![]() |
ESB leiðtogar standa saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2008 | 17:47
Nú hefst fall Evrunnar
Hví er fyrirsögn fréttarinnar ekki, Neyðarfundur um aðgerðir til að bjarga Evrunni, má ekki segja frá því að allt bókstaflega allt sé að fara fjandans til á svæði Evrunnar, það er rúmt ár síðan að þjóðverjar, Ítalir og Frakkar hótuðu að taka upp sínar gömlu gjaldmiðla vegna þess að Evran væri þeim fjötur um fót, Holenska ríkið var að kaupa banka á 16 miljarða Evra eftir að neyðar hjálp í formi láns uppá 11 miljarða evra lán mistókst, Hvers vegna telur Gordon Brovn forsætisráðherra Bretlands að verja þurfi stóra baka, sennilega telja flestir Evrusinnar íslenskir að það sé Davíð Oddssinni að kenna.
Telja men að það sé tilviljun að þeir séu að funda þessir menn Þjóðverjar,Ítalir, Frakkar og Englendingar, Gengi Evrunnar og Pundsins eru fyrir löngu orðinn hamlandi á viðskipti þeirra út á við á heimsvísu, Kínverjar halda sínu gengi langt undir því sem eðlilegt ætti að teljast, og Bandaríkjamenn voru að taka ákvörðun um að prenta 700 miljarða dollara í viðbót við það sem þeir eiga ekki fyrir fyrir, svo vilja menn taka upp Evru hérna á klakanum á meðan hún stendur sem hæst eins og það leysi eitthvað, hvað svo þegar hún fellur eins og nánast óumflýjanlegt er, ætla men þá að berja sér jafnvel á brjóst og tala eins og að við hérna 300 þúsund hræður á skérinu í miðju hafinnu höfum eitthvað að segja í alþjóðaviðskiptum.
![]() |
Brown: Ber að verja stóra banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2008 | 11:21
Löngu tímabært að raða virkjanakostum
þó ekki væri til annars en að tími gæfist til að ræða kosti og galla við þau virkjunaráform sem hugsanlega má ráðast í. það hefur viljað brenna við að staðsetningar virkjanna sé frekar vegna pólitískra strauma en hagkvæmi, Blönduvirkjun var þannig virkjuð og var nánast ónotuð á annan áratug, vegna skorts á kaupanda að orkunni.
Umræðan hefur til skamms tíma varla snúist um annað en að verið sé að eyðileggja þessa eða hina náttúruperluna, eða þá að menn hafa grafið víg grafir um virkjanaáform og sagt að andstæðingar virkjanna vilji atvinnuleysi og afturhald, þessu þarf að breyta og því væri óskandi að upptalning á virkjanakostum og uppröðun eftir hagkvæmni, fórnarkostnaði, og hugsanlegri nálægð við kaupanda, því ekki má gleyma þeim kostnaði og náttúruspjöllum sem er samfara orkuflutningum, sem í sumum tilfellum getur verið jafnmikill og kostnaður við að virkja ef um langa leið er að fara.
![]() |
Krafturinn í fórum þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2008 | 23:55
Hvað er að þarna fyrir norðan?
Hví reina heimamenn ekki að hrekja dýrin út úr firðinum, Andanefjur þessar eru greinilega villtar, þær eru á leiðinni suður og villtust inn í Eyjafjörð, þær munu allar deyja þarna ef þær verða ekki reknar út úr firðinum, fyrnst fólki sem aðhlinnist náttúruskoðun gaman að horfa á dýr verða hungurmorða mér er það til efs en það er það sem er að gerast þarna á pollinum, farið út á bátum og skjótið dýrin, eða hrekið þau burt með einhverjum ráðum, ekki efna til söfnunar um að grafa göng til suðurlands fyrir dýrin því þau geta ekki beðið svo lengi, þeirra náttúrufæði er í djúpsjó, þeirra bíður ekkert nema hungurdauði ef ekkert verður að gert annað en að taka af þeim myndir.
![]() |
Dauð andarnefja í Höfðahverfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
-
nilli
-
widar
-
vigfuspalsson
-
bjarnihardar
-
gthg
-
gudni-is
-
reykur
-
runarsv
-
lonewolf
-
fridjon
-
agbjarn
-
dullur
-
gudbjornj
-
fannarh
-
jenfo
-
valgeirb
-
hallibjarna
-
lillo
-
kristinnjon
-
brahim
-
tilveran-i-esb
-
fhg
-
baldvinj
-
vinaminni
-
bofs
-
sjonsson
-
vala
-
kolbrunerin
-
askja
-
jonmagnusson
-
joiragnars
-
jonvalurjensson
-
vilhjalmurarnason
-
halldorjonsson
-
minos
-
einarbb
-
juliusbearsson
-
aury
-
totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar