Stöðvið hraðahindrana framleiðslu

Spara má gríðarlegar fárhæðir af skattfé, með því einu að hætta við að setja upp hraðahindranir á götum, hvert stykki kostar á bilinu 2 til 4 milljónir, svo eftir einhverju er að slægjast, fyrir svo utan að um óþarfa er að ræða, skora á bæjar og borgarfulltrúa að stöðva framleiðslu á hraðahindrunum hið snarasta og spara stórfé. 


mbl.is Stjórnendur lækka launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er það yfir margar akreinar? 1 hraðahindrun kostar u.þ.b. 150 þúsund krónur, sel það ekki dýrara en að hafa það frá vegagerðinni, finnst þú selja það soldið dýrt.

Endilega leiðréttu mig.

valur (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 00:12

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Valur: margar gerðir til af þessum hraðahindrunum, þær sem ég á við eru yfir 2 akreinar, þær eu þetta dýrar vegna þess að byrjað er á því að skera burt um það bil 20 til 30 fermetra af malbiki ( malbik kostar um 4000 krónur á femetran), síðan er ráðist í að færa niðurföll til að hindra pollamyndanir við upphækunnina, síðan er hafist handa við að helluleggja óskapnaðinn með mislitum hellum, líklega kostar hver fermetri af hellum ákomnum um 6 til 8000 krónur, setja þarf upp viðvörunarskilti beggja vegna við hraðahindrun, og síðast en ekki síst þarf að helluleggja aftur á um 2 til 4 ára fresti vegna þess að hellur skemmast hratt í hjólförunum.   

Magnús Jónsson, 26.10.2008 kl. 00:26

3 Smámynd: Skaz

Það er nú líka hægt að gera hraðahindranir með malbikshaug og ég held að það sé 150 þús. talan hjá Val. Og þær endast bara nokkuð vel. Alveg óþarfi að vera að spandera hellum á þetta.

Áhugavert samt, hvort að þú hafir pælt í því Magnús að hver einstaklingur skilar til samfélagsins u.þ.b 150 milljónum í hagnað eftir að allur kostnaður er dreginn frá. Þetta er eðlileg, vinnandi, meðal manneskja, hvað ef keyrt er á hana vegna þess að spara var verið á bilinu 2-4 milljónir eins og þú segir? Manneskjan deyr eða verður öryrki. Þá förum við í a.m.k. mínus 150 milljónir plús örorkubætur, læknakostnað, tryggingabætur o.s.frv. 

Þannig að sparnaður er ekki endilega sparnaður. Maður þarf að hugsa sig um og spyrja afhverju er verið að eyða peningum í þessar aðgerðir til að byrja með.

Skaz, 26.10.2008 kl. 02:47

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Skaz: samkvæmt þínum rökum ætti að reisa tvegga metra háa manhelda girðingu, hringinn í kringum allt sem gæti verið hættulegt, tildæmis þyrfti þá að girða alla strandlengjuna eins og hún leggur sig, ásamt bökkum allra stórfljóta að ógleymdum stöðuvötnum og klettabrúnum.

Á undanförnum árum hafa bæjarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eitt milljörðum í það að tefja fyrir umferð, með hraðahindrunum, þrengingum á akreinum ásamt því a drita niður umferðarljósum tvist og bast nánast tilviljunarkennt, allt hefur verið gert til að hamla umferð, samhliða hefur fé til löggæslu minkað þannig að varla sést Lögregla á götum lengur, svo rammt kveður að með fjölda hraðahindrana að strætisvagnabílstjórar hafa kvartað undan opinberlega, og telja bakeymsli sumra þeirra vera vegna þeirra.

það kaldranalegasta við hraðahindrana framleiðslu er þó það að þær gera ekkert gagn því miður, þær eru í besta falli falskt öryggi eins og þú virðist telja, því fólkið sem situr undir stýrinu á bílunum er eftir sem áður það hættulegasta í umferðinni, ekki gatan sem það ekur á, það er einfaldlega sóun á fjármunum að gera hraðahindranir. 

Magnús Jónsson, 26.10.2008 kl. 08:24

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér magnús, burt með þessar hraðahindranir, ekki bara vegna kostnaðar sveitarfélga við þær, heldur vegna kostnaðar ökumanna og mengunar. Hraðahindranir gera það að verkum að þú þarft að draga úr ferð og auka hana aftur á eftir, sem þýðir aukna eldsneytisnotkun. Sem sagt ekki umhverfisvæn fyrirbæri. Auk þess eru þær slæmar á vetrum eins og hér á Akureyri, þar sem erfitt er að greina þær í snjónum.

Haraldur Bjarnason, 26.10.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband