Færsluflokkur: Dægurmál
13.2.2009 | 20:57
Viðbragðstíminn þarna er alveg frábær
Þeir eru byrjaðir að leita skipulega nánast strax að piltunum, sínir enn einu sinni hvað það er mikilvægt að hafa Björgunarsveitir, og að þær séu eins og þessi þarna á Húsavík, vel að verki staðið þarna.
![]() |
Þetta var óþægileg tilfinning" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2009 | 20:42
Hvalveiði þjóð mótmælir hvalveiðum?
Bandaríki norður Ameríku hafa veitt meira en 50 hvali á hverju ári, áratugum saman og senda síðan sendiherra sinn til að mótmæla því að við ætlum að veiða hvali, þessar veiðar stunda þeir í Alaska að eigin sögn eru þetta indíánar sem veiða um 50 stykki af hval sem þeir kalla ( 50 Bowheades og nokkra Mink hvali ekki skilgreint frekar) segjast svo vera á móti hvalveiðum blóðugir upp að öxlum.
Finnar, Bretar, Svíar, Frakkar og Hollendingar, eða réttara sagt þeir sem þessar þjóðir hafa valið til forystu, opinbera síðan þekkingarleisi sitt á þessum veiðum með því að hóa með Bandarísku hvalveiðiþjóðinni að við megum ekki veiða hval, heimska tekur á sig furðulegar birtingar myndir þykir mér.
![]() |
Sendiherrar mótmæla hvalveiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.1.2009 | 20:16
Vonda veröld
Alltaf þegar maður telur að heyrst hafi verstu fréttir sem hugsast getur af athæfi manna þá,,,, kemur eitthvað svona upp, hvers vegna spyrja flestir en fá enginn svör, það brestur eitthvað í einstakling og afleiðingin er skelfileg, fórnarlömbin eru alltaf saklaus, en það breytir ekki því sem gerist, mér finnst ég vanmátugur þegar ég les frétt um svona lagað.
![]() |
Árásarmaðurinn aðeins tvítugur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2009 | 00:21
Reiðir menn
Það hefur greinilega eitthvað farið fyrir brjóst þeirra bræðra þarna, vonandi hafa þeir bara verið við skál, en ef svo er ættu þeir að sína þann mandóm að biðjast afsökunar á framferði sínu, ella eiga þeir við alvarlegt hegðunarvandamála að stríða, samt tel ég að ekki sé öll sagan sögð með myndbandi því sem sýnt er á mbl.is, enda mennirnir greinilega mjög æstir, það ekki got ef men fara að haga sér svona þar sem mótmæli fara fram og æsingur er í fólki, telja má að þeir hafi sloppið nokkuð vel frá þessu, miðað við hve dólgslega annar þeirra hefur sig í frammi við ungu konuna þarna, og má þá næstum einu gilda hvað hún hefur sagt, fyrir hvaða dómstól sem er væri aðförin talin árás og ekkert annað, lágmarkið frá þessum manni ætti að vera opinber afsökunarbeiðni.
![]() |
Taldi sér ógnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2008 | 14:08
Þyngdar sinnar virði í gulli
Enn einu sinni sannast hversu góð björgunartæki þyrlur eru, og hve gott er að eiga öflugar björgunarsveitir, sem fara þegar kallið berst og bjarga þeim sem á því þurfa að halda, munið eftir sveitunum þegar kallið kemur frá þeim um fjárframlög.
![]() |
Göngumaður útskrifaður af slysadeild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2008 | 10:05
Hvar á landinu er skíðasvæði Tindastóls?
Hef heyrt um UMF Tindatól en man ekki hvar þeir eru, er svona lagað frétt í raun og veru, mér finnst eins og um auglýsingu sé að ræða, og endilega láta fylgja með hvað fjallið heitir sem Tindastóll er að auglýsa skíðasnjó í, hélt reyndar að það hefði ekki farið framhjá neinum að það hefur snjóað undanfarna daga?.
![]() |
Gott skíðafæri í Tindastóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.12.2008 | 08:50
Og svo kvörtum við Íslendingar
Og svo kvörtum við Íslendingar, og teljum að allt sé að fara fjandans til, vegna bankakreppunnar, margt er skrítið í kýrhausnum þykir mér.
í Simbabve er raunveruleg neyð hjá þorra fólks, hungur er eitthvað sem núlifandi Íslendingar hafa nánast enga reynslu af, verðbólga í miljónum prósenta er eitthvað sem hugurinn grípur ekki- tvöföldun á verði daglega?, og svo ódrykkjarhæft vatn, kólerufaraldur og nánast ekkert heilbrigðiskerfi, og það sem verst er, þetta er allt af mannavöldum, þarna sitja men í valdastöðum sem kunna fátt annað en að hrifsa til sín völd með ofbeldi, stjórnunarhæfileikar eru nánast engir, það er þyngra en tárum tekur að horfa á Mugabe halda ræður um að allt sé í þessu fína í Simbabve, veruleika firringin er alger á þeim bænum, og svo vælum við hérna í landi alsnægtanna vegna smá peningavandræða.
![]() |
Milljarðamæringar svelta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2008 | 21:53
Peningasóun
Halda men að það borgi sig að endurvinna pappír?, er ekki í allt ílagi hérna hjá sumum, það er ódýrara að framleiða pappír til að byrja með-heldur en að endurvinna, mengun er gríðarleg af nauðsynlegri hreinsum á prentsvertu og slíku, allt að helmingi meiri en með framleiðslu úr trjágróðri.
Hver á svo að borga reksturinn á þessari verksmiðju, verður Sænska aðferðin ofaná, það er að segja að skattgreiðendur niðurgreiði reksturinn, það er frekar fyndið að hugsa til þess að Sænskir skattgreiðendur skuli í dag niðurgreiða salernispappír sem íslendingar nota, og ekki bara það heldur greiða Sænskir skattgreiðendur formúlu fyrir pappír frá íslandi til endurvinnslu, og gera þar með arðbært að flytja út úr landinu pappír frá Sorpu, hlutirnir gerast varla vitlausari.
![]() |
Pappírsverksmiðjan þarf ekki í umhverfismat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.12.2008 | 00:05
Veltið aðeins fyrir ykkur 34 milljarðar $.....
Björgunarpakki alþjóða gjaldeyrissjóðsins til handa Íslendingum er 2 milljarðar+3 eitthvað frá öðrum, samtals um 5,3milljarðar $, þarna fara þrír bílaframleiðendur í USA fram á , 34 milljarða $ í aðstoð? ekki lán nei þeir vilja þessa upphæð sem styrk, við borgum til baka með vöxtum, en þeir fara fram á styrk sem er 7 sinnum heildarþörf okkar, ímyndið ykkur stærðinni á þessum fyrirtækjum, miðað við okkur.
![]() |
Framtíð bílarisa á bláþræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.12.2008 | 23:35
Fimm þúsund mans....
Og það á þessu ári, hafa látið lífið í glæpum tengdum fíkniefnum í Mexíkó, og nú síðast 13 mans tekin af lífi stillt upp og myrt, hvað er það sem gerir men svona grimma, fara lyfin svona illa með samvisku þess fólks sem þeirra neitir, verður veruleikafyrringin alsráðandi hjá fíklum, eða eru sölumen fíkniefna svo grimmir og hjartalausir, að þeir fremja slík yllivirki án þess að finna neitt.
Sagt hefur verið að fíkniefni drepi, greinilegt er að þau drepa samvisku fólks, um það eru til mýmörg dæmi, en að fólk sé murkað niður í hópum, hlýtur að teljast til hryðjuverka.
Baráta við fíkniefnasala virðist litlum árangri hafa skilað, ef eitthvað er að marka fréttir af sífalt fleiri neitendum, og æ harðari heimi neitendanna, fer ekki að verða komin tími til að taka fíkniefnin af götusölunum og selja þetta í apótekinu, taka peningana út úr dæminu, og hugsanlega losna við bófana úr þessum bransa.
![]() |
13 unglingar myrtir í Mexíkó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
-
nilli
-
widar
-
vigfuspalsson
-
bjarnihardar
-
gthg
-
gudni-is
-
reykur
-
runarsv
-
lonewolf
-
fridjon
-
agbjarn
-
dullur
-
gudbjornj
-
fannarh
-
jenfo
-
valgeirb
-
hallibjarna
-
lillo
-
kristinnjon
-
brahim
-
tilveran-i-esb
-
fhg
-
baldvinj
-
vinaminni
-
bofs
-
sjonsson
-
vala
-
kolbrunerin
-
askja
-
jonmagnusson
-
joiragnars
-
jonvalurjensson
-
vilhjalmurarnason
-
halldorjonsson
-
minos
-
einarbb
-
juliusbearsson
-
aury
-
totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar