Færsluflokkur: Dægurmál

Hvar á landinu er skíðasvæði Tindastóls?

Hef heyrt um UMF Tindatól en man ekki hvar þeir eru, er svona lagað frétt í raun og veru, mér finnst eins og um auglýsingu sé að ræða, og endilega láta fylgja með hvað fjallið heitir sem Tindastóll er að auglýsa skíðasnjó í, hélt reyndar að það hefði ekki farið framhjá neinum að það hefur snjóað undanfarna daga?.


mbl.is Gott skíðafæri í Tindastóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og svo kvörtum við Íslendingar

Og svo kvörtum við Íslendingar, og teljum að allt sé að fara fjandans til, vegna bankakreppunnar, margt er skrítið í kýrhausnum þykir mér.

 í Simbabve er raunveruleg neyð hjá þorra fólks, hungur er eitthvað sem núlifandi Íslendingar hafa nánast enga reynslu af, verðbólga í miljónum prósenta er eitthvað sem hugurinn grípur ekki- tvöföldun á verði daglega?, og svo ódrykkjarhæft vatn, kólerufaraldur og nánast ekkert heilbrigðiskerfi, og það sem verst er, þetta er allt af mannavöldum, þarna sitja men í valdastöðum sem kunna fátt annað en að hrifsa til sín völd með ofbeldi, stjórnunarhæfileikar eru nánast engir, það er þyngra en tárum tekur að horfa á Mugabe halda ræður um að allt sé í þessu fína í Simbabve, veruleika firringin er alger á þeim bænum, og svo vælum við hérna í landi alsnægtanna vegna smá peningavandræða.

 


mbl.is Milljarðamæringar svelta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningasóun

Halda men að það borgi sig að endurvinna pappír?, er ekki í allt ílagi hérna hjá sumum, það er ódýrara að framleiða pappír til að byrja með-heldur en að endurvinna, mengun er gríðarleg af nauðsynlegri hreinsum á prentsvertu og slíku, allt að helmingi meiri en með framleiðslu úr trjágróðri.

Hver á svo að borga reksturinn á þessari verksmiðju, verður Sænska aðferðin ofaná, það er að segja að skattgreiðendur niðurgreiði reksturinn, það er frekar fyndið að hugsa til þess að Sænskir skattgreiðendur skuli í dag niðurgreiða salernispappír sem íslendingar nota, og ekki bara það heldur greiða Sænskir skattgreiðendur formúlu fyrir pappír frá íslandi til endurvinnslu, og gera þar með arðbært að flytja út úr landinu pappír frá Sorpu, hlutirnir gerast varla vitlausari.

 


mbl.is Pappírsverksmiðjan þarf ekki í umhverfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veltið aðeins fyrir ykkur 34 milljarðar $.....

Björgunarpakki alþjóða gjaldeyrissjóðsins til handa Íslendingum er 2 milljarðar+3 eitthvað frá öðrum, samtals um 5,3milljarðar $, þarna fara þrír bílaframleiðendur í USA fram á , 34 milljarða $ í aðstoð? ekki lán nei þeir vilja þessa upphæð sem styrk, við borgum til baka með vöxtum, en þeir fara fram á styrk sem er 7 sinnum heildarþörf okkar, ímyndið ykkur stærðinni á þessum fyrirtækjum, miðað við okkur.


mbl.is Framtíð bílarisa á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm þúsund mans....

Og það á þessu ári, hafa látið lífið í glæpum tengdum fíkniefnum í Mexíkó, og nú síðast 13 mans tekin af lífi stillt upp og myrt, hvað er það sem gerir men svona grimma, fara lyfin svona illa með samvisku þess fólks sem þeirra neitir, verður veruleikafyrringin alsráðandi hjá fíklum, eða eru sölumen fíkniefna svo grimmir og hjartalausir, að þeir fremja slík yllivirki án þess að finna neitt.

Sagt hefur verið að fíkniefni drepi, greinilegt er að þau drepa samvisku fólks, um það eru til mýmörg dæmi, en að fólk sé murkað niður í hópum, hlýtur að teljast til hryðjuverka.

Baráta við fíkniefnasala virðist litlum árangri hafa skilað, ef eitthvað er að marka fréttir af sífalt fleiri neitendum, og æ harðari heimi neitendanna, fer ekki að verða komin tími til að taka fíkniefnin af götusölunum og selja þetta í apótekinu, taka peningana út úr dæminu, og hugsanlega losna við bófana úr þessum bransa.

 


mbl.is 13 unglingar myrtir í Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

það vantar greinilega úrræði,

til að fást við svona menn, það þyrfti að vera hægt að koma þeim í gæsluvarðhald til langs tíma, í sumum fylkjum bandaríkjanna er svo kölluð 3 brota regla notuð, hún er þannig að ef maður brýtur af sér 3 og er dæmdur þá fer sá maður sjálfkrafa í 25 ára fangelsi, það þykir fullreynt að hann sé ekki hæfur innanum annað fólk, sá galli er hinsvegar á að brotamen verða hættulegri og líklegri til að fela glæpinn en ella og jafnvel myrða fórnarlambið. 

Önnur aðferð sem reynd hefur verið er stofufangelsi, sem felst í að sakamaðurinn þarf að bera ökklaband, sem gefur merki fari hann útfyrir ákveðið svæði, þessi aðferð hefur marga kosti, hægt er að fylgjast með ferðum hans, og sækja hann nánast strax ef hann yfirgefur fyrirfram ákveðið svæði.

Það gefur auga leið að sú aðferð dómstóla að sleppa svona mönnum lausum, aftur og aftur gengur ekki, það að láta þá sitja í fangelsi í eitthver tíma læknar ekki það sem að þeim er, spurningin er hvernig viljum við taka á vandamálinu sem þessir men eru, það þarf að hafa þá undir eftirliti á meðan þeir eru á lífi. 


mbl.is Framdi kynferðisbrot gegn barni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misnotkun á verkalýðsfélögum eykst...

og nú er ASÍ komið í einkaeign eins og BSRB, eða hvað gengur manninum til, hví fer hann ekki í framboð ef honum langar á þing, það er orðið frekar þreytandi hvernig sumir svokallaðir leiðtogar verkalýðsforustunnar, eru að misnota félög þau sem þeir eru í forsvari fyrir í pólitísku áróðursskyni, ég læt nægja að benda í því sambandi á RSÍ, BSRB og ÁSÍ, félagsmen ættu að huga betur að því hverja þeir kjósa sem sína talsmen, og að sömu men skuli geta setið í stjórnum verkalýðsfélaga ævilangt nær engri átt heldur.


mbl.is Frumvarpið vottur um uppgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær líkur þessum stríðslátum

Er ekki komið nóg af afskiptum annarra ríkja af þessum þjóðum, hvenær ætla stórveldin að átta sig á því, að það er hægt að hertaka þessi lönd en ekki hersetja þau, hverju þykjast USA vera að bjarga þarna, meira að segja Rússar gátu ekki haldi friðinn þarna fyrir þrjátíu árum, hví æti USA að geta það nú, best væri að allur erlendur her færi frá miðausturlöndum, og leifði fólkinu þarna að sjá sjálft um að halda friðinn eða ófriðinn, þessi þrákelkni USA er lítið annað en vonlaus barátta til einskis, þeir geta ekki einisinni fundið einn Bin-Laden hvað þá annað, ópíum rækt hefur aldrei verið meiri í Afganistan heldur en nú undir vermd USA, Talibanarnir héldu ópíum framleiðslunni þó niðri, og þeim vex ásmegin sama hvað USA gerir, það sínir sig að vestrænum gildum er ekki hægt að þröngva upp á þessar þjóðir, hversvegna geta men ekki skilið það. 


mbl.is Obama heitir Afghanistan hjálp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ingibjörg eitthvað lasin....

Man ekki eftir að hafa séð á prenti yfirlýsingu frá hæstvirtum utanríkisráðherra, án þess að hamrað væri á að við þyrftum að ganga í ESB, og reyndar hefur ekki vantað heldur að undanförnu að hún rakkað niður Krónugarminn ef opnað hefur munninn, hvað er að Ingibjörgu, ætli Geir viti af þessu, getur hugsast að af utanríkisráðherra sé kannski að renna ESB-sóttin, og raunveruleikaskinið sé að vakna af mjög löngum dvala...... 


mbl.is Von um niðurstöðu í IceSave-deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldan er gömul vís of oft kveðinn.

Báta kerrur eru sennileg það sem men  ofmeta hvað mest, og þá líkleg vegna þess hve sjaldan þær eru "notaðar" þær eru keyrðar í sjóðinn undir bátinn á haustin, og og svo standa þær á bakkanum fram á vor, og er þá aftur ekið í sjóinn undan bátnum, mönnum hættir til að gleyma því hve mikill tæringar öfl eru í söltum sjó, það sem endist áratugi á landi verður að rusli á örfáum árum komist það í snertingu við sjó, meira að segja hjólbarðar undir slíkum kerrum endast illa ,þó aldrei sé langt farið, því er mjög varasamt að fara með slíkar kerrur í langflutninga, án þess að skoða vandlega áður.


mbl.is Bátur skemmdist þegar kerra gaf sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband