Veltið aðeins fyrir ykkur 34 milljarðar $.....

Björgunarpakki alþjóða gjaldeyrissjóðsins til handa Íslendingum er 2 milljarðar+3 eitthvað frá öðrum, samtals um 5,3milljarðar $, þarna fara þrír bílaframleiðendur í USA fram á , 34 milljarða $ í aðstoð? ekki lán nei þeir vilja þessa upphæð sem styrk, við borgum til baka með vöxtum, en þeir fara fram á styrk sem er 7 sinnum heildarþörf okkar, ímyndið ykkur stærðinni á þessum fyrirtækjum, miðað við okkur.


mbl.is Framtíð bílarisa á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pældu í hvað það vinna margir hjá þessum fyrirtækjum..

GM = 266 þúsund manns
Ford = 88 þúsund manns
Chrysler = 130 þúsund manns.

Samtals eru starfsmennirnir bara hjá þessum 3 fyrirækjum rúmlega 150 þúsund manns fleiri en ALLIR Íslendingar !

Og heildar veltan hjá þessum fyrirtækjum er margfalt meiri en Verg Landsframleiðsla Íslands !

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:02

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Jóhannes: jú þeir eru stórir, en þeir eru ekki að fara fram á lán sko.....

Magnús Jónsson, 6.12.2008 kl. 01:07

3 identicon

Veit það alveg,  en pældu í domínó áhrifunum ef þessi fyrirtæki fara á hausinn.

Það eru 480 þúsund manns sem vinna þarna, og myndu missa vinnuna á einu bretti ef þessi 3 fyrirtæki færu á hausinn,  það er næstum jafn mikið af fólki og missti vinnuna í ÖLLUM Bandaríkjunum á 1 mánuði.  Svo eru örugglega hellingur af öðrum minni fyrirtækjum sem reiða sig á að selja þessum fyrirtækjum þjónustu/vörur, og það má búast við að eitthvað af þeim myndi fara á hausinn líka.  Þessi fyrirtæki kaupa líklegast andskoti mikið af hráefnum,  t.d. málmum, til að nota við framleiðslu á bílum og ef þau alltíeinu detta útaf markaðnum þá gæti það haft áhrif á markaðinn með þessi hráefni.

  Veit ekki hvernig þetta er þegar bílframleiðslufyrirtæki fara á hausinn en þá defaultast allir þjónustusamningar út held ég, það var allavega mikið vesen með þjónustuaðila þegar Daewoo lenti í veseni í BNA fyrir einhverjum árum en ef þessir framleiðendur fara á hausinn myndi það allavega hafa áhrif á sjálfstæð þjónustuverkstæði sem reiða sig á samninga við þessi fyrirtæki og svona mætti lengi halda áfram.

GM er 4ja stærsta fyrirtæki í öllum Bandaríkjunum og Ford það 7. stærsta.  Þetta eru ágætlega stórir dómínó kubbar og áhrifin á efnahagslífið, ef þessi fyrirtæki fara undir, eru alveg gríðarleg og spurning hvort kostnaður við eftirskjálftann vegi ekki þungt á móti þeim björgunarpakka sem þeir eru að biðja um.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 01:36

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Jóhannes: alveg rétt hjá þér, hér ekki um neina smámuni að ræða, ef þeir færu í þrot yrðu áhrifin miklu víðtækari en bara í USA, hætt er við að  nokkuð mörg fyrirtæki í Kína og öðrum Asíulöndum, gætu lent illa í slíkum hremmingum, þar eru margir af byrgjum bílaverksmiðjanna í USA, er hugsanlegt að gengisbarátta Bush við Asíuveldin ráði einhverju um tregðu USA til að bjarga risunum Þremur.

Magnús Jónsson, 6.12.2008 kl. 02:00

5 Smámynd: Egill Jóhannsson

Forsendan sem þú setur fyrir þínum vangaveltum er röng enda fréttin á mbl.is villandi. Beiðni bílaframleiðandanna GM og Chrysler er tvíþætt. Í fyrsta lagi beint lán strax og í öðru lagi að opnuð verði lánalína sem megi draga á ef á þarf að halda. Hvorutveggja þarf að greiða til baka. Í raun nákvæmlega sama útfærsla og Ísland fékk frá IMF.

Beiðni Ford er eingöngu um lánalínu sem þeir hafa sagt að þeir telja ólíklegt að þeir þurfi að nota.

Egill Jóhannsson, 6.12.2008 kl. 07:27

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Egill: Þakka þér fyrir leiðréttinguna, mér skildist að um styrk væri að ræða, leiðréttist hér með, maður verður að fara að lesa fréttir af svona á frummálinu, til að rugla ekki svona.

Magnús Jónsson, 6.12.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband