Skelfilegt ástand þarna

Var að skoða myndband á CNN vefnum af hjálparstarfinu í Bangladesh, ástandið er alveg hræðilegt, það er þannig að þyrlur sem notaðar eru til að fær fólkinu mat geta ekki lent heldur verður að fleygja matvælunum til fólksins, sem sést síðan í átökum um matvælin.

Aðstæður eru afar slæmar vegna þess að svæðið sem varð hvað harðast úti er í raun óshólmar stórfljóts, og í óveðrinu sem gekk yfir hækkaði sjór fyrir minni þess og vatnsmagn í fljótinu hækkaði vegna úrhellis, svo vatn flæddi um mörg þúsund ferkílómetra, einna næst kæmi að líkja því við það að nær allt suðurland færi undir vatn og væri svoleiðis dögum saman, því flóðin hrifsa með sér jarðveg og tré, ásamt heilu húsunum og stífla farveg Stórfljótsins, vegir eru allir undir vatni eða ófærir vegna bleytu, ekkert ferst vatn eða rafmagn er að hafa, og fólksfjöldin alveg ótrúlegur,  sennilega tugir miljóna manna sem búa á óshólmum þessum, þar sem jarðvegur er allajafna mjög frjósamur vegna framburðar stórfljóta. 

Manni hreinlega fallast hendur að sjá svona fréttir af hörmungum sem geta fylgt náttúruhamförum, en það er nú samt eðli stórfljóta að flæða yfir bakka sína reglulega, þó ekki sé nema vegna framburðar sem sest til í botni þeirra, það sem kemur mér hinsvegar á óvart er hve grandalaust fólk sem býr á slíkum stöðum er gagnvart nátrúnni sem er alltaf að breyta sér, Bangladesh, Mexíkó, eru nýlegustu dæmin um slíkt eins má segja um mörg Evrópulönd, sem þrengt hafa að sínum stórfljótum svo að til vandræða kemur á nær hverju einasta ári þegar rignir hressilega, það er eins og menn geti ekki skilið að náttúran er söm við sig, nátúrinn er sama um okkur mennina ef við erum fyrir þar sem náttúran fer sínu fram, þá fer eins og í Bangladesh og Mexíkó, og það er örstutt bil milli siðmenningarinnar og barbarismans eins og sést ef myndbönd að svona svæðum eru skoðuð.  

   


mbl.is Tvö þúsund látnir; milljónir misstu heimili sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 59524

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband