Að vera Sumarhúsa Bjartur.

 Að undanförnu hafa margir verið að tjá sig um Bjart í Sumarhúsum, og samlíkingu sögunar um Bjart og Icesave málsins, undarlega margir virðast ekki skilja söguna um Bjart eða hafa ekki lesið hana. Bjartur sem holdgerfingur Icesave, er maður sem vill einfalt líf, basl er það eina sem hann þekkir, fyrir honum sjálfum er skortur á lífsgæðum ekki vandamál, og hann skilur ekki að hans niðjar og samferðarmen eru ekki samála honum, svelta frekar en að betla (fá lánað), það er að vera sjálfstæður maður að mati Bjarts, slíkur maður borgar ekki skuld sem hann stofnar ekki til. Helstu vandamál Bjarts eru eins og  Icsave, þau að hann er ginntur af  yfirvaldinu, fyrst til að taka sér landsvæði sem er nánast óbyggilegt, svo til að giftast konu sem er ófrísk eftir Yfirvaldið, Yfirvaldið þröngvar uppá hann búskaparhætti sem Bjarti er lítt að skapi, Yfirvaldið fær Bjart til að leysa fyrir sig félagsmálapakka,Yfirvaldið ginnir hann til húsbygginga, með tilheyrandi fjárútlátum sem verða honum um megn. Uppreisn Bjarts birtist í því formi að gefast aldrei upp, hann hættir að hlusta á Yfirvaldið, hann flyst búferlum frá vandamálum sem Yfirvaldið skóp honum, með hjálpsemi sinni, sem Bjartur vildi raunar aldrei, og bað aldrei um, hann byggir aftur yfir sig og sína áhangendur. Bjartur er bæði þrjóskur og þver, en hans líkar bjuggu ekki til þá blekkingarveröld sem olli hruninu, en það voru menn eins og Bjartur í Sumarhúsum, sem héldu landinu okkar í byggð öldum saman, og því má aldrei gleyma.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnús hreint frábært að lesa:

Mig langar samt til að vita meira um Bjart í sumarhúsum, ég hef verið að leita logandi ljósi af leikritinu sem sett var upp fyrir sjónvarp sem ku vís hafa verið rétt fyrir aldamótinn síðustu. Veist þú um einhvern sem á efnið um Bjart í sumarhúsum á video eða dvd og vildi leiga eða lána mér það. ( er les latur maður )

Ég yrði þér afar þakklátur ef þú gætir upplýst mig um það...

e-mailið mitt er h34@simnet.is

Kristinn Jónsson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband