Ekki kaupa fasteig núna.

Það eitt að framkvæmdastjóri félags fasteignasala fagni, nýjum lánum frá bönkunum ætti að hringja öllum viðvörunarbjöllum sem til eru hjá fólki í fasteignakaupahugleiðingum, fasteignasalin er nefnilega ekki vinur þeirra sem eru að leita að fasteign handa sér og sínum.

Bankarnir eiga megnið af þeim íbúðum sem eru til sölu, og hafa eignast margar þeirra á nánast spottprís í nauðungaruppboðum, og ætla nú að keyra upp en eina fateignabóluna með hjálp fasteignasala, sem lifa eins og allir vita á prósentum af sölu verði, og eins og framkvæmdastjórinn segir þá stefna fasteignasalar að því, að fífla kaupendur til þess að hækka fasteignaverð um 10 prósent á árinu?.

Ef þú ert að hugsa um að kaupa fasteign þá skaltu sleppa því í svona eins og eitt til 2 ár, og sjá til, því þrátt fyrir verðfall á íbúðum þá er íbúðarverð enn of hátt, málaðu herbergið sem mamma þín á og þú notar, ekki láta fasteignasalana keyra verðið upp aftur eins og þeir og bankarnir gerðu á árunum uppúr 2004 til 2008, það má bara ekki gerast aftur.

 


mbl.is Fagnar nýjum fasteignalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála

Gisli (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 06:59

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Magnús. Mikið er ég sammála þér.

 Fólk má ekki láta glepjast af að kaupa þýfi, sem það missir svo í næsta hruni, og þarf að borga margfalt verð íbúðar-láns til bankaræningjanna, og missir aleiguna í kjölfarið! Það er ráns-mafía í lausagöngu í Íslenskum bönkum!!!

 Varla trúir því nokkur maður að hægt sé að treysta einhverjum lánasamningum við Íslensku bankana, þegar ekki hefur enn verið leiðrétt ránið, og forsendu-bresturinn sem átti sér stað í hruninu!

 Í almættis bænum, farið frekar úr landi og kaupið ykkur íbúð í landi þar sem lánasamningar við banka eru gildir og lögum samkvæmir, í réttarríki!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.5.2011 kl. 00:19

3 identicon

Algert rugl, allar tölur benda til þess að nú fari verðið hækkandi. Kaupið núna áður en það hækkar aftur segi ég nú bara.

Ari (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 12:01

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Ari: þú fellur algerlega á prófinu, þú gleypir það hrátt sem fasteignasalarnir segja, þú og þeir sem eru að hugsa um að versla sér fasteign-þið ráðið verðinu, enginn annar, þetta er það sem kaupendur fasteigna þurfa að gera sér grein fyrir, hvernig vexti viltu greiða, hvað viltu gera það sem eftir er ævinnar, viltu vinna fyrir vöxtum banka eða, vöxtum betra lífs??

Magnús Jónsson, 10.5.2011 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband