Færsluflokkur: Dægurmál

Skelfilegt ástand þarna

Var að skoða myndband á CNN vefnum af hjálparstarfinu í Bangladesh, ástandið er alveg hræðilegt, það er þannig að þyrlur sem notaðar eru til að fær fólkinu mat geta ekki lent heldur verður að fleygja matvælunum til fólksins, sem sést síðan í átökum um matvælin.

Aðstæður eru afar slæmar vegna þess að svæðið sem varð hvað harðast úti er í raun óshólmar stórfljóts, og í óveðrinu sem gekk yfir hækkaði sjór fyrir minni þess og vatnsmagn í fljótinu hækkaði vegna úrhellis, svo vatn flæddi um mörg þúsund ferkílómetra, einna næst kæmi að líkja því við það að nær allt suðurland færi undir vatn og væri svoleiðis dögum saman, því flóðin hrifsa með sér jarðveg og tré, ásamt heilu húsunum og stífla farveg Stórfljótsins, vegir eru allir undir vatni eða ófærir vegna bleytu, ekkert ferst vatn eða rafmagn er að hafa, og fólksfjöldin alveg ótrúlegur,  sennilega tugir miljóna manna sem búa á óshólmum þessum, þar sem jarðvegur er allajafna mjög frjósamur vegna framburðar stórfljóta. 

Manni hreinlega fallast hendur að sjá svona fréttir af hörmungum sem geta fylgt náttúruhamförum, en það er nú samt eðli stórfljóta að flæða yfir bakka sína reglulega, þó ekki sé nema vegna framburðar sem sest til í botni þeirra, það sem kemur mér hinsvegar á óvart er hve grandalaust fólk sem býr á slíkum stöðum er gagnvart nátrúnni sem er alltaf að breyta sér, Bangladesh, Mexíkó, eru nýlegustu dæmin um slíkt eins má segja um mörg Evrópulönd, sem þrengt hafa að sínum stórfljótum svo að til vandræða kemur á nær hverju einasta ári þegar rignir hressilega, það er eins og menn geti ekki skilið að náttúran er söm við sig, nátúrinn er sama um okkur mennina ef við erum fyrir þar sem náttúran fer sínu fram, þá fer eins og í Bangladesh og Mexíkó, og það er örstutt bil milli siðmenningarinnar og barbarismans eins og sést ef myndbönd að svona svæðum eru skoðuð.  

   


mbl.is Tvö þúsund látnir; milljónir misstu heimili sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi hætta allir við að kaupa

Það gagnast lítið að heimta hærri vaxtabætur, eða hærra fasteignalán sama frá hverjum það kemur, fólk má ekki gleyma því að kaupandinn ræður verðinu sem hann kaupir á ekki öfugt.

Ef enginn kaupir getur enginn selt svo einfalt er það, ef vextir eru of háir að mati þess sem íhugar að taka lán þá á hann einfaldlega ekki að taka lán, bæjarstjórnir gætu hæglega lækkað íbúðaverð með því einfaldlega að lækka okurverð sitt á lóðum undir íbúðir, það safnast þegar saman kemur.

Það ber að fagna því að fólk hættir við að láta hafa sig að féþúfu braskara hverju nafni sem þeir nefnast, fateignasalar, lánastofnanir og bæjarfélög eru þar meðtalin. 


mbl.is Margir hafa orðið að hætta við íbúðakaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borga meira til að spara hvað?

Ef öll heimili á landinu keyptu svokallaðar sparperur, hver væri sparnaðurinn fyrir þá sem keyptu, svarið við því er einfalt, enginn sparnaður heldur alveg það gagnstæða eða meiri kostnaður.

Sparperur kosta margfalt meira í innkaupum heldur en glóperur,og endast ekki nálægt því nógu lengi til að vega upp mismuninn í innkaupum, og ef sparpera er þar sem sífalt er verið að kveikja og slökkva þá minkar endingartími þeirra verulega, það er því miður langt í land að neitendum raforku standi til boða að spara aurana til lýsingar, en við gætum sparað rafmagn en ekki nóg til ð það teldi í buddunni okkar.

 


mbl.is Sparperur gætu sparað 180 gígavattstundir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að misnota félag

Halda mæti að haldin hafi verið félagsfundur hjá FÍH, en ekki að nokkrir stjórnarmen sest niður og tekið ákvörðun um yfirlýsingu fyrir hönd heillar starfsstéttar. Enstaklingar geta haft skoðanir og reifað þær að vild , en þegar stjórnir félaga taka sér það hlutverk að hafa skoðanir er nokkuð langt gengið, og má þá einu gilda hve tengt málefnið er félagsmönnum. Brambolt af þessum toga er varla boðlegt frá FÍH, nema félagið ætli að beita sér gegn íþróttum næst það slasast margir í íþróttum og alskins sporti líka, félagsfundur getur áliktað en stjórn á ekki að gera það að félögum óforspurðum.  
mbl.is Skora á þingmenn að greiða atkvæði gegn áfengisfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snati játar.....

Snati sagði við yfirheyrslur hjá lögreglunni: ég bara þoldi þetta ekki lengur, Snati náðu í þetta og Snati náðu í hitt, svo ég bara skaut karl ugluna og hana nú.......   


mbl.is Hundar skutu veiðimann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið að birta svona rusl

Hvernig væri nú að blöðin hættu einfaldlega að kaupa svona sorp efni, menn verða að hafa það hugfast að það er mogginn okkar og fréttablaðið, sem eru að borga papparasiunum fyrir að leggja fólk í einelti eins og gert var við Hjartadrottninganna Díönu og er í gangi með Britney Spears, fjölmiðlar eru að leggja líf fólks í rúst með því að kaupa myndir af því eins og þá sem fylgir þessari "frétt", ég reyndar ekki fréttagildið með þessari myndbirtingu, sé reyndar ekki neina ástæðu fyrir fjölmiðil á borð við morgunblaðið að vera að lítillækka sig með þessum hætti. 
mbl.is Britney ók yfir fótinn á ljósmyndara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímabært og þó fyrr hefði verið.

Það er ekki seinna vænna að talað verði yfir hausamótunum á sumum Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, áður en að gasprið í þeim veldur flokknum varanlegum skaða.

Sú umræða sem spunnist hefur útaf misgerðum Vilhjálms, er vægast sagt komin út í öfgar, halda mætti að Vilhjálmur hefði gerst sekur um þjófnað eða mansmorð, ef dæma á eftir skrifum sumra manna, það sem karl garmurinn gerði var tvennt, í fyrsta lagi að vera önnum kafin við of margt og honum láðist að upplýsa sitt fólk um stöðu mála í tilteknu máli, í öðru lagi skrifaði hann undir plagg sem hann hafði ekki lesið til fullnustu, samanlagt má kalla þetta slæm mistök, en viðbrögðin hjá hans eigin félögum eru með eindæmum, það virðist gleymast í þessu máli að Vilhjálmur er bara maður eins og við hin, og öll gerum við mistök öðru hvoru, ég sé ekki að mistök Vilhjálms séu mikið verri en önnur sem fréttist gjarnan af, og ekki eru menn höggnir eins af eigin liðsmönnum og virðist vera í uppsiglingu með Vilhjálm.     


mbl.is Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins funda með stjórnum Sjálfstæðisfélaganna á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galdurinn að muna

Ekki efa ég að Vilhjálmur er að segja satt þegar hann segist ekki muna eftir þessum 20 ára einkarétti þann 23 september, en var þessi 20 ár klausa ekki í samningnum sem hann og Björn Ingi síðan skrifuðu undir? , það sem mér fannst samt stand eftir, var að Vilhjálmur virtist telja að REI myndi sæta sig við að OR seldi öðrum aðgang að sinni þekkingu eftir að hafa fengið 10 miljarða hlutafé fyrir þessa sömu þekkingu frá REI, lítið hlýtur að fara fyrir hlutafélagsþekkingu hjá mönnum sem telja að félag á borð við REI vilji ekki tryggja sína stöðu á markaði með einkarétti til einhvers tiltekins árafjölda, og það verður að teljast barnalegt ef menn halda að hægt sé að selja sama hlutinn aftur og aftur eins og Vilhjálmur virtist halda í Kastljósinu í kvöld. 


mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klaufaskapur

Það verður að teljast klaufaskapur í besta falli, hvernig ungu fulltrúarnir í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna tókst að koma sjálfum sé úr stjórnarsetu í borgarstjórn Reykjavíkur, í vikunni sem nú er að líða.Hvert upphlaupið á fætur öðru hefur dunið yfir, en það sem stendur uppúr er að reynsluleysi kjörinna fulltrúa yngri sjálfstæðismanna kom þeim sjálfum í koll, og þess vegna glutruðu þeir niður meirihlutasamstarfiðnu í borgarstjórn.Málefni Orkuveitu Reykjavíkur eru búinn að vera svo mikið á milli tannanna á fólki að ekki er á það bætandi, en það verður að segja eins og er að allur gjörningurinn í kringum sameiningu REI og GGE er meira og minn á skjön við vandaða stjórnunarhætti, flýtimeðferð, óðagot og það sem mætti kalla virðingarleysi við lýðræðisleg vinnubrögð, eru meðal hugsana sem upp koma, að því viðbættu að sumt af því sem menn hafa látið bendla sig við í þessum samruna stenst ekki lög um hlutafélög, hvað þá reglugerðir um stjórnhætti opinberra aðila.Andstæðingar okkar Sjálfstæðismanna hafa hvað eftir annað ásakað flokksmenn um að stuðla að græðgisvæðinu fyrirtækja í eigu Ríkis og Bæja, með gerðum sínum í málefni REI hafa fulltrúar okkar í Borgarstjórnarflokkinum, nánast staðfest þann áróður, eða með öðrum orðum sá ávinningur sem er mögulega í tæknikunnáttu OR á ekki að skila sér nema að litlum hluta til OR, hann á að selja nánast fyrir smáaura núna strax, í upphafi einnar mestu útrásar sem um getur Íslandssögunni ef vel tekst til.Til að kóróna kunnáttuleysið þá róta þeir upp slíku moldviðri í kringum sameiningu tveggja hlutafélaga, að á erlendum markaði hefði slíkt þítt riftun á samningum, og rúið fyrirtækið trausti hins almenna hluthafa, þannig að alvarlegt verðfall hefði verið afleiðingin í bestafalli.Því ekki má gleyma því að REI stendur í samningaumleitunum um allan heim núna og er sennilega á hvað viðkvæmasta stigi hvað traust varðar, tímasetning og klaufaskapur er það sem einkennir allt þetta mál allt frá a-til-ö og það að keyra pólitíska valdabaráttu áfram á því gönuhlaupi sem Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna varð uppvís að er því miður í bestafalli klaufaskapur.        

Kaldar mótökur

Fulltrúi kanínubanana fékk frekar kaldar mótökur við komuna til Vestmannaeyja, menn með alvæpni sátu fyrir útsendaranum sem sá sér þan kost vænlegastan að henda sér fyrir borð og reina að bjarga sér á sundi í ísköldum sjónum, skotið var á fulltrúann á sundinu og hefur ekkert til hans spurst síðan.........


mbl.is Minkur um borð í skipi í Vestmannaeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband