Færsluflokkur: Dægurmál
1.10.2007 | 19:40
Dýsvitaus hundeigandi.
Það er alveg á hreinu að lóga þarf hundi sem bítur fólk á förnum vegi, enn hvað á að gera við eiganda skepnunnar, ef hann hefur í hótunum við dýraeftirlits mann á staðnum ? ég tel að slíkum manni sé ekki treystandi til að stunda hundahald og ætti að skoða kollin á honum gaumgæfilega af þar til vits hafandi mönnum.
![]() |
Hundur hefur ráðist á fólk á Akranesi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.9.2007 | 01:30
Burma- hunsum Ólimpíuleikanna í Kína
Væri það ekki alveg við hæfi að hunsa Ólimpíuleikanna í Kína vegna stuðnings stjórnvalda við herforingjastjórnina í Burma, sem fótumtreður manréttindi fólksins í landinu og heldur lýðræðislega kosinni ríkisstjórn í stofufangelsi, eða eru hagsmunir íslenskra útrásarfyrirtækja of miklir í Kína til þess að við megum tjá okkur á alþjóðavettvangi eins og Ingu Sólu langar núna en máski aðeins vegna Íraks en ekki vegna Burma?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2007 | 00:37
Birgissons aðferðinn
Enn einu sinni hefur Gunnar Birgisson haft betur í viðskiptum sínum við íbúa Kópavogs, Birgissons aðferðin felst í því að ákveða hvað menn vilja gera og margfalda svo með 2 og samþykkja síðan á fundi þar sem vantar nokkra fulltrúar minnihlutans, það vekur athygli og gefur minnihlutanum færi á að æsa íbúanna upp þannig að háværar mótmæla raddir heyrast, svo setjast menn niður og samþykkja að minka allt um helming og allir eru ánægðir= sem sagt Birgisson aðferðin.
Hálf fyndið að hugsa til þess að íbúa samtökin telja sig hafa unnið sigur í þessu hafnarmáli, hafa íbúasamtökin ekki tekið eftir því að skipaafgreiðsla Atlastsskipa er farinn úr kópavogi og höfnin fína ásamt nýu bryggjunni er hægt og rólega að fyllast af drasli, gömlum bátum og dóti sem men ætla að gera eitthvað við kannski einhvern tíman seinna sko...
![]() |
Mótmæli íbúa báru árangur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2007 | 22:58
Hvað gerðist þarna?
Hvernig vildi þetta til? hver voru tildrög þess sem gerðist, af hverju er réttinn svona snubbótt?
![]() |
Ekið á dreng á reiðhjóli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2007 | 21:30
Á hvaða lifjum er aðstoðarmaður ráðherra
Horfði á kastljós sjónvarpsins og er ekki alveg viss um að heyrnin hafi ekki svikið mig að eins meira en venjulega. Tveir landsþekktir menn voru þar mættir annar nýbakaður þingmaður hinn uppgjafa blaðamaður, sem fór í framboð en hafði ekki erindi sem erfiði og virtist vera alveg að fara á límingunum, ef hann er ekki var stór móðgaður útí nýja þingmanninn, sem hann sjálfur kallar naut og tudda í nýlegri morgunblaðsgrein , og ef mig hefur ekki misheyrst sakaði hann þingmanninn um dónaskap, og gaf svo í skin að þingmaðurinn hefði nú geta skipt um fött fyrir sjónvarpsviðtal eins og hann sjálfur, þingmaðurinn var í þessari líka flottu prjónapeisu, aðstoðarmaður ráðherra sat sjálfur í jakkafötum og hneykslunarsvipurinn sagði meira en nokkur orð, það kann að vera að mér hafi misheyrst en sjaldan hef ég séð mann segja eða gefa í skin án þess að segja það beint " ég er bjáni " á jafn greinilegan hátt og gerðist í umræddum kastljósþætti.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.9.2007 | 20:54
Rétt hjá Birni Bjarna
Það þarf ekki sérstakt hlið fyrir Saga-clas( VIP ) á Íslandi, nóg er snobbið samt þó ekki bætist það við.
ég er reyndar undrandi á þessu saga-clas rugli allir sitja í sömu flugvélinni, flestir sem ferðast með saga-clas eru opinberir starfsmen? í vinnu hjá þér og mér hvað gerir þá svona spes ég bara spir ?
![]() |
Sérstakt öryggishlið fyrir Saga-classfarþega ónauðsynlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.8.2007 | 21:55
Vonda veröld
Ljótasta frétt sem ég hef lesið lengi, hvað þarf til að stöðva svona lagað, eitthvað hlýtur að vera hægt að gera, tilögur óskast.
![]() |
Jarðsprengja verður sex börnum að bana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.8.2007 | 02:00
Námsbóka ruglið.
Hvernig stendur á því að það þarf að kaupa nýa útgáfu af stærðfræði, landafræði og stafsetningu á nær hverju einasta ári, og hvers vegna er verið að skilda foreldra til að kaupa Íslenskar bókmenntir í gegnum mentakerfið sem námsefni ?
Hvað hefur til að mynda breyst frá gömlu stærðfræðibókinni 103 til þeirra nýu 103?, er búið að finna upp eitthvað nýtt í reikningi, eru gruntökin ekki þau sömu, mér vitanlega er reikningur ekki flóknari en það að sá sem kann plús, mínus, margföldun og deilingu, honum eru allir vegir færir í stærðfræði, og á því hefur enginn breyting orðið eftir að tugakerfið var fundið upp ( mörg þúsund ár ), hversvegna þarf aftur og aftur að kaupa nýjar útgáfur af reiknibókum?, voru þær eldri svona lélegar?
Landafræði það þarf að versla nýa bók fyrir þá námsgrein þetta árið, sú sem notuð var í fyrra er sennilega ógild, það kom nefnilega í ljós að Hvannadalshnjúkur var örlítið lægri við síðust mælingu, og það hlýtur að hafa ógilda allar landafræðibækur sem út hafa verið gefnar, eða hvað haldið þið ?
Stafsetning er erfið ein og sér þó, og sennilega hefur fundist ný aðferð við hanna á um 5 ára fresti, síðan hún var fundinn upp í kringum aldamótin hin, því ekki er gerlegt að nota eldri námsbækur en það eða hvað, það þarf að kaupa nýa kenslubók fyrir önnina sem er að hefjast núna.
Fá stjórnendur mentakerfissins prósentur frá bókaútgefendum fyrir að troða bókmenntum ákveðinna manna inn í námsskrá?, er sama uppá teningnum varðandi nýjar námsbækur um námsefni sem hefur verið margsinnis ( uppfært ), er unnið skipulega gegn því að fjölskildur geti ekki samnítt námsbækur með því að vera stanslaust að standa með óþarfa námsbókahræringi ég bara spyr?
Svona í lokin meðalverð námsbóka er í kringum 4.000 krónur, var að versla fyrir 50.000 krónur vegna tveggja yngstu barna minna, svona hefur þetta verið allan námstíma minna barna (á 4 ) ekki hafa þau yngri getað notað nein námsgögn þeirra eldri og það er ekkert annað en sorglegt, svona fara alltof margir aurarnir okkar í súginn af óþörfu finnst mér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 22:58
Enn einu sinni ná hestarnir fram hefndum.
þeir eru greinilega búnir að fá nóg af því að bera fólk á bakinu, og bitlinginn er hafinn, búnir að fá sig fullsadda af því a vera geymdir í illa hirtum húsum, látnir húka margir saman innan rafmagnsgirðinga þar sem varla sprettur neitt sem að gagni kemur.
Og síðan þrælað út við það að bera misþungt fólk á bakinu út um allar trissur, nei hingað og ekki lengra tími hinna frjálsu hesta er að renna upp, svo segja þessir fréttamenn frá því að einhver hafi dottið af hestbaki" " móðgum við byltinguna, nei sko honum var kastað af uppreisnarhest sko.
![]() |
Flutt á sjúkrahús eftir að hafa dottið af hestbaki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2007 | 22:05
Bönnum fólki að vera ungt
það gengur bara ekki lengur að ungt fólk sé broddborgurum til vandræða, til að mynda með því að vera að mæta á opinberar skemmtanir og skemmta sér-það gengur bara ekki sko, þetta pakk ( ungt fólk ) heldur áfram að skemmta sér þegar opinberum skemmtiatriðum er lokið og það með háreisti og ólátum ( hlær hátt og er að syngja þegar aðrir eru að reina að sofa ). BANNA, BANNA ,þetta getur náttúrulega ekki gengið svona mikið lengur , við sem aldrei vorum ung og gerðum aldrei neitt sem neinn gat kvartað undan eigum rétt á því að fá að vera í friði fyrir þessu ólátabelgjum sem kunna ekki að skemmta sér eftir settum reglum. Svo drekkur þetta lið eins og það kunni ekki að drekka sko, verður drullu fullt og rífur kjaft við okkur vitiborna fólkið sem aldrei var ungt, og svo ælir það auðvitað út um allan bæ sko kann sig ekki eins og við hinn sem ælum bara í klósetið heima þegar við erum búinn að innbyrða eitrað áfengi eða eittverjan annan ólyfjan. Leysum vandan í eitt skipti fyrir öll bönnum ungt fólk.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
-
nilli
-
widar
-
vigfuspalsson
-
bjarnihardar
-
gthg
-
gudni-is
-
reykur
-
runarsv
-
lonewolf
-
fridjon
-
agbjarn
-
dullur
-
gudbjornj
-
fannarh
-
jenfo
-
valgeirb
-
hallibjarna
-
lillo
-
kristinnjon
-
brahim
-
tilveran-i-esb
-
fhg
-
baldvinj
-
vinaminni
-
bofs
-
sjonsson
-
vala
-
kolbrunerin
-
askja
-
jonmagnusson
-
joiragnars
-
jonvalurjensson
-
vilhjalmurarnason
-
halldorjonsson
-
minos
-
einarbb
-
juliusbearsson
-
aury
-
totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar