Hvalveiði þjóð mótmælir hvalveiðum?

Bandaríki norður Ameríku hafa veitt meira en 50 hvali á hverju ári, áratugum saman og senda síðan sendiherra sinn til að mótmæla því að við ætlum að veiða hvali, þessar veiðar stunda þeir í Alaska að eigin sögn eru þetta indíánar sem veiða um 50 stykki af hval sem þeir kalla ( 50 Bowheades og nokkra Mink hvali ekki skilgreint frekar) segjast svo vera á móti hvalveiðum blóðugir upp að öxlum.

Finnar, Bretar, Svíar, Frakkar og Hollendingar, eða réttara sagt þeir sem þessar þjóðir hafa valið til forystu, opinbera síðan þekkingarleisi sitt á þessum veiðum með því að hóa með Bandarísku hvalveiðiþjóðinni að við megum ekki veiða hval, heimska tekur á sig furðulegar birtingar myndir þykir mér.

 


mbl.is Sendiherrar mótmæla hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Munurinn er kannski að í Alaska er um að ræða frumbyggja sem veiða til eigin nota.  Við viljum jú mörg ekki snerta þetta kjöt þar sem það er alltaf einhver lýsiskeimur af því.

Mink whale það eur hrefnur og Bowhead er Grænlandssléttbakur.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.2.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Magnús: Heyrðu nafni minn erum við ekki frumbyggjar????, Kaninn veiðir hvali og kemur svo froðufellandi af réttsýni sinn og skammar okkur fyrir að vilja veiða líka, hræsni á háum skalla, veltu fyrir þér hve stutt er á Japansmarkað frá Alaska, og hvað Kaninn segir alltaf satt og rétt frá .

Magnús Jónsson, 13.2.2009 kl. 21:25

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Magnús Helgi. þú getur talað fyrir sjálfan þig. það er ennþá ófylltur gat í markaðinum hér á Íslandi fyrir hvalkjöt. það er ekki fáanlegt nema yfir sumartímann og þá ekki nema í örfáum búðum og þegar það kemur er það uppselt um leið.

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 02:46

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

auk þess er engin munur á hvölum og elgum nema að annað syndir á meðan hitt gengur.

hvalir eru bara beljur hafsins. 

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 02:46

5 Smámynd: Sigurjón

Mikið fagna ég því þegar hægt er að fá hval í búðum.  Eitthvað bezta kjöt sem ég fæ og fyrir ekki meiri pening en raun ber vitni...

Sigurjón, 14.2.2009 kl. 03:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 59479

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband