Ríkið það er ég og þú

Er það virkilega það sem skiptir mestu að ríkið ráði við Icesave?, skuld sem men eru ekki á eini máli um að við skuldum til að byrja með, talað er um að það myndi spilla fyrir ESB samningum að neita að borga?, hverfur þessi Icesave skuld við það að fara inn í ESB?, sagt er að ríkið muni skulda um 3.000 milljarða árið 2010, er þá verið að tala um Icsave og 2.000 milljarðana sem ASG lánaði okkur, og ekki stendur til að nota að því er mér skilst?, það væri fróðlegt að almenningur fengi að sjá samantekt á því sem ríkið telst koma til með að skulda 2010 í heild, en ekki þennan glundroða, af tölum sem helt hefur verið yfir landsmen, í smáskömmtum að undanförnu, það að hækka virðisaukaskatt væri einfaldasta leiðin til að setja allt á annan endann, hvað kjarasamninga varðar, "verjum lægstu launin" krafa verkalýðsins væri þá fótumtroðinn.  


mbl.is Ríkið ræður við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litað klúður.

Misnotkun á litaðri olíu var alltaf það sem vitað var að mundi gerast, ríkið var búið að velta þessu fram og til baka árum saman, olíufélögin neituðu að blanda á eigin kostnað olíuna, og sögðu ekki hægt að flytja annað en litaða olíu í bílum sem það gerðu án sér greiðslu vegna kostnaðar við að þrífa litin úr tönkunum, sú fullyrðing að vinnuvélar sem nota olíuafgreiðslur taki jafnan meira en 100 lítra er kjaftæði, ég gerði út traktorsgröfu hér á höfuðborgarsvæðinu í 30 ár og það var sárasjaldan sem ég tók yfir 100 lítra, flestar traktorsgröfur hafa um 100 til 130 lítra tanka, og þurfa að taka olíu nánast daglega vegna þess að í vinnu dugir áfyllingin ekki 2 daga, aðgengi að litaðri olíu hefur verið að versna hér á höfuðborgarsvæðinu undan farin ár, það var ráðherra Framsóknarflokksins sem keyrði vegagjöld inn í olíuverðið án þess að ígrunda málið, olíufélöginn eru ekki fulltrúar ríkisvalsins, og kemur ekkert við í hvað men nota olíu sem keypt er svo lengi sem greit er fyrir hana.

 


mbl.is Milljónasvindl með litaða olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stígið varlega til jarðar

Langt er síðan aðrar eins aðstæður hafa verið í Íslensku þjóðfélagi, líkt og eru í dag, okkar fremstu stjórnmála men, hvar í flokk þeir standa hafa orðið að fara alveg í hring í sinni stefnu, það sendur ekki eftir stokkur né steinn af fyrri yfirlýsingum, um vanhæfni og getuleysi andstæðinganna, enginn af fjórflokkunum hefur getað sagt neitt af viti eptir kosningar, sáralítil endurnýjun varð í prófkjörum fjórflokkana, fólk er almennt óánægt, þeir stjórnmálamen sem nú sitja á alþingi virðast ekki skilja að þeir eru ekki fulltrúar fólksins þeir sitja frekar sem fulltrúar flokka, fólkið vil breytingu frá þessu, mönnum ofbíður það men  geti verið þingmen í 20 til 30 ár, slíkt á ekki að líðast, breyta þarf stjórnarskrá og lögfesta starfsreglur þing og bæjarfulltrúa, en þar meiga þing men og bæjarfulltrúar als ekki koma að lagasetningu um störf sín, og stjórnlagaþing er það eina sem gæti komið til greina, með tilheyrandi atkvæðagreiðslu, reglur þyrfti einnig að setja um kosningar til stjórnlagaþings sem tyggðu að ekki kæmist pólitík að, til dæmis væri sýsludráttur úr kennitölum sýslunar til þingsins staðfestur. Hvað fyrnst ykkur er ekki komin tími til að breita til á Íslandi.

    


Skortur á spennu tefur Brúarsmíð?

þetta er alveg nýtt, hefur aldrei fyrr seinkað brúarsmíð á Íslandi, en eitt sinn verður allt fyrst, vona að þeir geti steypt brúargólfið án fyrirtíðarspennu, sem mér skilst að sé frekar hvimleið, en ekki langvin, bíð spenntur eftir fréttum að öllum þessum spenningi sem er víst í kringum þessa brú, hugsanlega eru of fáar konur í hópi brúarsmiða og það veldur spennunni, eða þær eru of margar og spennan myndast þess vegna, vona að spennustillirinn enski, sé hvorukins svo hann-hún valdi hvorki yfirspennu né spennufalli, sem er alvarlegt mál hjá Landsnet en það kemur þessu ekkert við .............. 


mbl.is Biðin á enda fyrir vestan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálf neyðarleg yfirlýsing

Enn einu sinni ákveða þessir háu herrar að minka mengun í heiminum, sum af þessum G8 ríkjum hafa aldrei brennt meira af brúnkolum en síðustu 10 ár eða svo og eru en að bæta í, en það er allt í lagi þau ætla að minka notkunina árið 2050 um helming, þau verða sem sagt búin með meiripartin  af því sem þau eiga af kolum um það leitið, sum af þessum ríkjum hafa stundað það að stund hernað og varpa sprengjum á þorp og orkulindir, með tilheyrandi mengun á svo kallaðar óvinaþjóðir, þessar óvinaþjóðir hafa síðan getað verslað vopn hjá einhverjum að G8 þjóðunum til að stunda skæruhernað og sprengja upp olíuleiðslur og önnur mengandi manvirki, þessi sömu ríki ætla  að  bera þungan af þeim aðgerðum sem þarf til að minka mengun??, hver annar getur það, þau eru mestu mangarar af öllum, það er ekki langt síðan að USA til að mynda notaði um 1/3 af allir olíu sem brennt var á jörðinni, hin g8 löndin eru reyndar búin að ná álíka góðum árangri í brennslu á olíu og kolum, svo ég segi standið við það sem þið segið og minnkið mengun, en ekki árið 2050, heldur á morgun, þið eruð vandamálið leysið það og það ekki seinna en strax.

   


mbl.is Ætla að draga mjög úr losun gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrein snilld

Stundum ber snilldin men ofurliði, á sínum tíma þegar Hvalfjarðargöngin voru hönnuð, var eitt af því sem men deildu um það í hvora áttina göngin skildu sveigjast undir Hvalfirði, mig minnir að munnurinn Reykjavík- Borgarnes sé 1,5 -2 km lengri en þyrfti, vegna þess að göngin voru sveigð til Vesturs en ekki til austurs, það var gert til að stytta leiðina Reykjavík-Akranes, nú eru uppi hugmyndir um að stytta leiðina Reykjavík-Borgarnes um 1 km, og leiðina Akranes - Borgarnes um 1 km, í mínum huga er hér verið að leysa vandamál sem búið var til af ásettu ráði á sínum tíma, með heimsku að leiðarljósi og fátt annað því miður.


mbl.is Kanna þverun Grunnafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaskapur Steingríms

Steingrímur segir að Davíð hafi samþykkt að standa við skuldbindingar í Október með undirskrift sinni, ja hérna þessa þvælu lætur Steingrímur út úr sér vitandi vits, að undirskrift embættismannsins Davíðs í umræddu tilfelli er undirskrift Seðlabankastjóra, fyrir hönd Seðlabankans sem aðal peningamálastofnun landsins, en ekki persónunnar Davíðs Oddsonar, og gerð að undirlægi ríkisstjórnar Íslands, auðvitað veit Steingrímur að hann er þarna að fara með fleipur og gerast sekur um slíkan barnaskap að fá dæmi eru um slíkt, hann gerir því skóna að sá sem kvittar fyrir mótöku á sendingu, hafi pantað umrædda vöru og beri að greiða hana eða því sem næst, ég er hissa, af nógu er að taka þegar Davíð talar, en Steingrímur bullar bara svona kjaftæði og telur það í lagi, ég spyr er ekki allt í lagi hjá honum karlgarminum. 


mbl.is Fréttaskýring: „Einhver barnaskapur sem nær bara engri átt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísukorn

Við ellina glímir Torfhildur/ nýtir tækninnar tólin.

ef þreyttur verður brosmildur/ hún býður honum stólinn.


mbl.is Með soninn í „kerru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með Samgönguráðherra

Maðurinn virðist ekki skilja það að hann er samgönguráðherra þjóðarinnar, ekki bara fyrir norðurlands kjördæmin, brýnustu verkefnin í vegamálum eru tvöföldun vega frá höfuðborginni, bæði til austurs og norðurs, það sanna alvarleg umferðarslys undanfarinna ára á þessum leiðum, og ef göng vantar þá ættu göng sem legðu af Hrafnseyrarheiði að vera fremst, og athuga mætti að bora eins og ein tvöföld göng gegnum Hellisheiði þar sem hún er hæst, það þarf að auka skilning stjórnmálamanna á raunveruleika þjóðarinnar, og kjósendur eiga að velja menn til þingsetu sem bera hag þjóðarinnar í heild fyrir brjósti, en ekki einstaka kjördæma eins og núverandi samgönguráðherra hefur margsinnið orðið uppvís af.


mbl.is Tvöföldun aftar í röðinni en jarðgöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver var ráðgjafi þeirra í Landsbankanum?

Frétt þessi er með þeim sorglegri sem ég hef lesið um fjármáll, dómgreindinni hefur verið hent út um gluggann, ráðgjöf verið af verstu sort, og gæðgin leit men á glapstigu, ég þekki ekki neitt til þessa fyrirtækis, en það blasir við að þarna fer fyrirtæki í þrot, fyrirtæki sem að þessu slepptu hefði líklegst staðið í blóma núna, ef ekki væri fyrir þetta fjárhættuspil, því fjárglæfrar hafa það vissulega verið og ekkert annað.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Milljarða skuldir umfram eignir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband