Var ekkert pláss í tukthúsinu fyrir hann eða hvað??

Hvers vegna var skipstjórinn ekki settur í klefa og látið renna af honum, var ekki pláss vegna erlendra stórkrimma? eða er það viðtekin venja, að drukknir skipstjórar megi sigla um fiskimið þar sem smábátasjómen stunda sína vinu, án þess að eiga á hættu neitt annað en að vers teknir í blóðprufu?, var strandsigling í bókstaflegri merkingu orðsins á skipinu Wilson Mugaba við Sandgerði ekki nóg, þar svaf áhöfnin með sjálfstýringuna á, og aðeins forsjónin olli því að þeir sigldu engan fiskibát niður áður en þeir strönduðu í fjörunni suður af Sandgerði, hvenær ætlar Landhelgisgæslan að taka á svona filliríissiglurum, þarf bátur að farast með mani og mús, eftir ásiglingu sofandi eða drukkinna skipstjórnarmanna á mörg þúsund tonna skipi til að koma til, til að men vakni hjá gæslunni?.

 


mbl.is Drukkinn skipstjóri handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er heldur vera að vera meðvitundarlítill við stjórnvölinn á þjóðarskútunni

Sigurður Þórðarson, 20.11.2009 kl. 23:43

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Sigurður: Ekki líku saman að jafna, þeir sem stunda sjómennsku leggja allt undir, og drukkin skipstjóri er eitthvað sem ég vil ekki mæta um miðja nótt, pólitíkus get ég tekið fyrir í prófkjöri eða kosningunum, fulli skipstjórinn er Dauðans alvara fyrir það sem fyrir verður, ekki gleyma því að því stærri sem skipin eru því hraðar fara þau, meðal hraði slýkara skipa er um og yfir 15 mílur -eða um 27 km á klukkustund, 10 til 20.000 tonn sofandi áhöfn eða drukkin fer Faxaflán á rúmum klukkutíma með fjarstýringuna á, ekki til að grínast með.

Magnús Jónsson, 20.11.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Sæll Magnús,

Ég skil nú ekki af hverju þú ert að reyna að drulla á Landhelgisgæsluna í þessu máli. Ef það hefur farið fram hjá þér þá skal ég fræða þig á því að LHG er gjörsamlega fjársvelt og undirmönnuð stofnun og hefur engin tök á því að framkvæma eftirlit um borð í hverju einasta skipi sem siglir við strendur landsins.

Annars tel ég miklar líkur á því að þessi skipstjóri verði sýknaður þar sem að skipið var væntanlega kyrfilega bundið við bryggju þegar að tollararnir komu um borð.

Því er allt eins líklegt að 1. stýrimaður hafi verið við stjórn þegar skipinu var lagt að bryggju sbr. svipað mál þar sem að skipstjóri var sýknaður eftir að hafa reynst vera ölvaður við komu til Reykjavíkur. Þar báru vitni fyrir dómi að stýrimaður hafi verið við stjórn.

Það er nefnilega ekki óheimilt að skipstjóri sé ölvaður um borð, amk. í íslenskum skipum, sbr. fyrrgreindan dóm, heldur er það einungis lögbrot ef að skipstjóri sé ölvaður við stjórn skips.

Jakob Jörunds Jónsson, 21.11.2009 kl. 00:41

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Jakob: Hver fer með löggæslu á Sjó við Ísland?, engin að reyna að dr.... fir neinn, LHG er ekki meira fjársvelt en aðrar ríkisstofnanir, á lögreglan að hætta að stöðva ökumen sem hún grunar um ölvunarakstur vegna fjárskorts?, þú gerir því skóna að LHG sé að standa sig vel eða hvað, ég er að gagnrýna það að drukknir sjófarendur séu að sigla um fiskimið, finnst þér eitthvað athugavert við það, samlíking í landi væri að hafa eftirlit í nágreni skóla óþarfi ekki satt, margsinnis hafa drukknir ökumenn sagt að þeir hafi helt í sig heilum líter af áfengi á innan við mínútu eftir að þeir stöðvuðu bílinn sitjandi undir stýri, ekki gleyma því að skipstjórinn er ábyrgur "alltaf "hann getur afsalað stjórn en aldrei ábyrgð og þar af leiðandi getur hann aldrei leift ssér að var drukkin um borð í raun.

Magnús Jónsson, 21.11.2009 kl. 01:00

5 identicon

Já sæll herra ritari ofangreindrar "greinar"...... heldurðu virkilega að eitthvað löggu"fífl" á íslandi hafi eitthvað roð í billjóna samsteypu utan úr heimi ?

Annars eins og fram hefur komið þá má skipstjóri alveg afhenda stjórn skipisins til annars manns, og fá sér aðeins smá í tána án þess að það varði við lög.

Hrappur Ófeigsson (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 02:52

6 identicon

Magnús: Þeir fóru með hann beint í skipið þar sem verið er að losa það og það tekur amk 2 sólarhringa, þannig að hann var ekkert að fara neitt fyrr en þá. Þetta eru skip frá Wilson félaginu og eru að koma með ýmislegt fyrir verksmiðjuna þarna, eins og kol og kvars. Síðan eru súrálsskipin sem eru miklu stærri.

Arngrímur (IP-tala skráð) 21.11.2009 kl. 03:44

7 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Magnús minn,

Ertu virkilega að bera það saman að staðsetja lögreglubíl við umferðagötu annarsvegar og að vakta hafssvæðið umhverfis Ísland?

Það væri nær að bera saman hve marga lögreglan handsamar sem aka drukknir utan vega á fjórhjólum, vélsleðum og jafnvel hestamenn.

Það er eðli málsins samkvæmt mun einfaldara að vakta umferðargötur.

Eins og er er LHG með 2 skip í rekstri og þau geta því miður ekki verið allsstaðar.

Skipstjóri er ávallt ábyrgur fyrir sínu skipi, mikið rétt. Dómur sem kveðinn var upp fyrir íslenskum dómstólum fyrir skemmstu kveður þó skýrt um að skipstjóri er EKKI ábyrgur fyrir siglingu skipsins nema að hann sjái sjálfur um stjórn skipsins, eða sé á vakt. Þar var sérstaklega tekið fram að ekkert í lögum banni skipstjóra að neyta áfengis, svo lengi sem hann sé ekki við stjórn skips síns (ekki það að ég sé að mæla því bót).

Einnig má benda á það að fyrir um 15 árum síðan féll tímamótadómur fyrir íslenskum dómstólum. Þar var togaraskipstjóri ákærður fyrir brot á fiskveiðilögjöfinni, þar sem að skip hans var staðið að ólöglegum veiðum í friðuðu hólfi (svo Gæslan er nú greinilega að gera eitthvað). Viðkomandi skipstjóri var sýknaður þar sem að sannað var að hann var ekki við stjórn skipsins (var í koju) og yfirstýrimaður var á vakt og sá þar með um stjórn skipsins.

Með kveðju,

Jakob Jónsson, skipstjóri

Jakob Jörunds Jónsson, 21.11.2009 kl. 04:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 59520

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband