Á ekki að vera hægt

Það er eitthvað ekki eins og það á að vera í dreifistöð þeirri sem fréttin fjallar um, í dreifistöðvum sem ég hef séð há O.R. er það sem gerðist þarna útilokað, að ekki sé talað um stöð sem af myndinni sem birtist að dæma virðist vera nýleg.

  


mbl.is Barn fékk mikið raflost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er ótrúlegt. Manni sýnist á myndinni að þetta sé í einhverskonar gámi.

Haraldur Bjarnason, 12.9.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Haraldur: ég kannast ekki við þessa gerð, O. R. notar ekki þessa gerð, en flestar nýjar smádreifistöðvar eru með svipuðu sniði, það er eitthvað bogið við frágang í svona stöð þegar svona nokkuð gerist, vona það besta fyrir blessað barnið.

Magnús Jónsson, 12.9.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: Hermann Karl Björnsson

ætti annaðhvort ekki að vera girðing eða eitthvað sem kemur í veg fyrir að börn stingi járni í gegn? einföld blikkplata sem nær tíu sentimetra og (fimm cm frá veggnum) út fyrir loftopið ætti að vera nóg til að koma í veg fyrir svona...

Hermann Karl Björnsson, 12.9.2008 kl. 21:02

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Hermann: það gilda ákveðnar reglur um frágang á öllum búnaði inn í dreifistöðvum af svipaðri gerð og þessari, allir spennuhafa hlutir eru skermaðir af og allar leiðslur eru það sem kallað er snerti fríar, þá er átt við að hægt á að vera að snerta allt inní stöðinni með berum höndum, þannig að það hlýtur eitthvað að hafa verið gert sem ekki má í þessari stöð, ég fyrir einn trúi ekki að stöðin sé vanhönnuð, tel líklegra að um manleg mistök sé að ræða án þess að ég hafi neitt fyrir mér í því annað en mína eigin reynslu af störfum í kringum rafmagn.

Magnús Jónsson, 12.9.2008 kl. 21:12

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

"Á ekki að vera hægt" Segir síðueigandi. Sammála þetta á ekki að vera hægt þó maður sé komin inn í spennistöðina.

Ég er yfirkominn af, ja ég veit ekki hverju. Þetta er árangurinn af því að láta ófaglærða ganga frá háspennuvirkjum. Slys við og vegna háspennu eru hérumbil eingöngu vegna ófaglærðra manna.

                                    Höfundur er rafveituvirki og löggildur rafvirkjameistari.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 21:29

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Kristján: það kan að vera rétt hjá þér, að ófaglærðir eigi stóran þátt, en reinslan kennir manni að það er kæruleysi og ófagleg vinnubrögð sem valda slysum, gildir þá einu hvort um iðnaðarmann er að ræða eður ey, ef ekki er unnið á faglegan hátt er voðinn vís.  

Magnús Jónsson, 12.9.2008 kl. 21:43

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Magnús á unglingsárum mínum var sumarvinnan min hjá Rafveitu Akraness. Þá vorum við strákarnir svona 16-17 ára oft að vinna við að þrífa og mála spennistöðvar. Þarna inni voru allt að 6.000 volta spennar. Þetta voru steinsteyptar stöðvar með loftræsingu í þakinu og þykkri netgirðingu innanhúss yfir spennana. Þangað inn fóru engir aðrir en rafvirkjar með háspennuréttindi og miklir lásar voru á hliðum. - Þessi spennistöð sýnist mér vera svipuð og er á vinnusvæðum, einhver gámastöð, sem alls ekki á að sjást í þéttbýli. Vona að þær séu ekki víðar og að barnið nái bata eftir þetta.

Haraldur Bjarnason, 12.9.2008 kl. 22:19

8 Smámynd: Hermann Karl Björnsson

magnús ég er ekki að segja að það hafi verið gengið rangt frá búnaðinum.... ég er að segja að ef að td skrúfjárnið eða hvað sem að það var sem að var stungið í gegn hafi verið oddhvasst að það hefði getað skemmt einangrunina og þar með orsakað það að straumur fór í málminn.... ég er ekkert að segja að leiðslurnar hafi ekki verið allar snerti fríar, það sem ég var að meina að ef að einhver stingi málmhlut í gegnum op eins og þetta og geri óvart gat á einangrun þá geti straumur hlaupið í hlutinn og jafnvel þann sem heldur á honum (sem gerðist í þetta skipti)

Hermann Karl Björnsson, 12.9.2008 kl. 22:42

9 Smámynd: Magnús Jónsson

Haraldur: það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim árum sem liðin eru síðan við vorum táningsárunum þú og ég, þróunin í rafmagnsmálunum almennt er eins og svo margt annað í dag, það smækkar allt og gildir þá einu hvaða tækni er til umræðu, dreifistöðvar af þeirri gerð sem um ræðir hérna eru alveg nógu stórar, til að mynda eru stöðvar þær sem Orkuveitan notar ef eitthvað er, aðeins minni um sig en sú sem myndin er af, en á móti kemur aðbúnaðurinn sem í þeim er mörgum sinnum öruggari en sá búnaður sem var þegar þú varst að vinna við þessar gömlu, ekki bara það heldur er spennan í þeim ekki lengur 6000 volt heldur 12000 volt, og aflrofar í þeim eru alveg lokaðir og gaseinangraðir, enginn ástæða er til að óttast þessar dreifstöðvar, þó ávalt skuli umgangast þær eins og alla aflhafandi hluti af fullri virðingu, það að gerlegt skildi að reka skrúfjárn inn í stöðinni er eitt og sér nánast ótrúlegt, og að það skildi takast að valda skammhlaupi með því er eða réttara sagt á ekki að vera hægt.

Magnús Jónsson, 12.9.2008 kl. 22:43

10 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ófaglærðir menn geta eðli málsins ekki stundað annað en "ófaglærð" vinnubrögð, þeir geta ekki heldur verið "kærulausir" eða unnið á "faglegan hátt" af sömu ástæðum. Ég veit um ekkert slys á faglærðum manni í háspennugeiranum en ég veit um fjölmörg "slys" hjá ófaglærðum þamt. banaslys. Þessi "slys" eru þögguð rækilega niður af því að háspenna er öll á vegum opinberra aðila.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 22:54

11 Smámynd: Magnús Jónsson

Hermann: það að straumur fór í barnið bendir til að ekki hafi verið gengið rétt frá einhverju í stöðinni, til skíringar:einu kaplarnir sem ekki eru skermaðir í dreifistöð eru aflstrengir frá spenni yfir á dreifiskinnur lágspennuskápa og eiga samkvæmt formúli að vera á þeirri hlið spennis sem snýr inn í stöð og eru þá í það minsta í 60 sentímetra fjarlægð frá útvegg, háspennukaplar sem fæða spenni eru einangraðir með eirvír að utanverðu þannig að til að skammhleypa þarf fyrst að fara um þá síðan um mjög öfluga einangrun oftast svokallað pex-efni, en áður en að því er komið er skynjari á skermmigu sem skynjar ekki ólíkt lekaliða í húskerfi og leysir aflrofa út, sú útleysing er ógnarsnögg og aðeins nokrar millisekúndur, en gleymum ekki að það er ekki hægt að koma í veg fyrir allt, ef sú væri raunin þá væru enginn umferðaslys í dag.

Magnús Jónsson, 12.9.2008 kl. 23:05

12 Smámynd: Magnús Jónsson

Kristján: Sumir Fagmen sem ég hef unnið með gerðu mistök, gleimdu að fara rétt að, voru að flíta sér, vildu redda málunum, það að vera mentaður sem rafvirki er ekki nóg eitt og sér ef menn vinna ekki eftir reglum þeim, sem þeim er kendar þá fer illa, það var það sem ég átti við, ég er ekki að gera lítið úr mentun manna en það er með mentun eins og svo margt annað ef þú ferð ekki eftir því sem þér er kent þá ertu að skapa hættu, ekki bara fyrir þig sjálfan heldur alla sem að verkinnu koma, ég veit afskaplega lítið um það sem þú talar um að slys séu þögguð niður, það hefur ekki skeð á mínum vinnustað, þar er farið vandlega ofaní það sem miður fer, og men reint að læra af mistökum, ekki má gleima því að men gera mistök, sama hvaða mentun þeir hafa.  

Magnús Jónsson, 12.9.2008 kl. 23:18

13 Smámynd: Magnús Jónsson

afsakið stafsetningarvillurnar hér að ofan gleymdi að renna í gegnum púkann

magnús

Magnús Jónsson, 12.9.2008 kl. 23:22

14 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Já. Ég einfaldlega hætti að vinna við háspennu vegna þess kæruleysis sem allflestir sýndu, ég varð fyrir aðkasti af því að ég vildi setja sérreglur ofan á þær reglur sem í gildi voru. Dæmi: Ég fór aldrei inn í háspennuskáp nema ég hefði rofið spennuna sjálfur og læst rofanum á "af". Ég fór aldrei upp í háspennulínu nema að hafa rofið hana sjálfur og jarðbundið hana í öllum varnarklæðum. Ég veit um nokkur "slys" þar sem ófaglærðir menn fóru upp í spennuhafa línu í þeirri trú, sem byggð var á frásögn annarra, að línan hefði verið rofin. Fagmennirnir passa sig.

Það hefur alltaf furðað mig hve fáir eru örkumla eftir raflost, ég veit ekki til þess að yfirhöfuð sé farið eftir reglum hjá veitufyrirtækjum og hana nú.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 23:36

15 Smámynd: Magnús Jónsson

Kristján: Batnandi mönnum er best að l... , sem betur fer er mikið meiri áhersla lögð á fagleg vinnubrögð í dag heldur en var, og alltaf er verið að bæta kerfin og verklagsreglur þær sem vinna á eftir, en það er svo með allar reglur að allir varða að fara eftir þeim, mér er til efs að nokkur sem vinnur hjá, Landsnet, Rarik, eða Orkuveitunni efist um tilgang öryggisreglna og hana nú nú svo notuð séu þín eigin orð. 

Magnús Jónsson, 12.9.2008 kl. 23:46

16 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það var í fyrra að landsnet sló hálfu landinu út vegna aulaskapar en tókst að ljúga sig með almannatengslalygi út úr því.

Hvað er langt síðan ófaglærðurmaður fékk raflost þegar hann fór upp í "vitlausa" línu hjá OR og er örkumla eftir?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 12.9.2008 kl. 23:59

17 Smámynd: Magnús Jónsson

Kristján: Landsnet staðfesti að um manleg mistök hefði verið að ræða......, Sá sem fór upp í ranga línu,  fór þangað þrátt fyrir að það hafi verið umtalað að gera það ekki, í eftirmálana þess máls var farið í gegnum allt ferlið og men sem komu nálægt því láta slíkt aldrei koma fyrir aftur.

Það að hætta eða gefast upp á öryggisferli, vegna þess að einhver gerir grín að öryggiskröfum er frekar léleg afsökun, og að leifa öðrum að fara sér að voða er jafnvel en verra, þannig að ef þú hefur hætt vegna þess þá er það gott, við sem vinnum við þetta þurfum ekki á þeim að halda sem þegja þaggar einhver er að gera mistök.

Magnús Jónsson, 13.9.2008 kl. 00:20

18 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Á sá sem sér og veit að öryggirkröfur eru ekki virtar að halda áfram að vinna og vera í lífhættu vegna þeirra sem vilja vera í lífshættu? Þeir sem vilja vera í lífshættu "þurfa ekki á þeim að halda" sem ekki vilja vera í lífsættu? Mér gremst ákaflega að vita um fjölda látnra og örkumla sem hafa farist vegna aulaháttar og ábyrgðarleysis yfirmanna í rafveituiðnaðnum, án þess að neinn hafi verið gerður ábyrgur af því að fyrirtækið var obinbert. Sérathvæði Garðars Gíslasonar í slysinu hjá OR undirstrikar það sérstaklega að hið obinbera skuli ávalt teljast saklaust. Reyndar er dómarinn beinlínis skipaður í réttinn sem varðhundur kerfisins svo varla er við hann að sakast. Nú er það svo að lífshætta af háspennu hefur verið ljós í fimm kynslóðir svo að allflest liggur fyrir um hættur háspennu og hefur lengi gert. 

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.9.2008 kl. 00:44

19 Smámynd: Magnús Jónsson

Kristján. Taktu þér tak maður, ef þér er sagt að fara ekki upp í ákveðin staur en þú ferð samt er það yfirstjórn að kenna.... , ef öryggiskröfum er ekki fylgt þá á að stöðva vinnu og kalla til öryggisfulltrúa ásamt rofastjóra... eða veist þú þetta ekki....hverjir eru þessir örkumla og látnir vegna aulaháttar yfirmanna... þú bullar tóma þvælu, ef málin eru eins og þú segir hví ferðu ekki í mál og gerir eittvað gagn í stað þess að fara með dylgjur um men sem vinna áhættusöm störf, málsatvik í umræddu máli koma fram seinna og ég mun ekki tjá mig meira um það, en ekki er allt sem sýnist, það er rétt að háspenna er þekkt en ekki er öll vitneskja um rafmagn og hegðun þess kunn nema að takmörkuðu leiti, hættur eru alstaðar og verða svo lengi sem við þurfum á þeim að halda, því orka er nauðsyn, og raforka hagar sér eins og eldur að því leiti að vera góður þjónn, en harður húsbóndi.

Magnús Jónsson, 13.9.2008 kl. 01:14

20 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Ég ætla að nefna dæmi: Jarðskaut stauraspennis var tengt saman með startkapli til bráðabyrgða, ungur verkamaður tók startkapalinn frá....Ég þarf væntanlega ekki að skýra í gegnum hvað straumurinn rann er samband rofnaði við jörð, drengurinn lést. Hvað má kalla þetta? Ungur verkamaður fer upp í mastur sem 70000v spenna er á þegar hann á 30cm eftir í línuna hleypur straumur í gegnum piltinn það vill piltinum til lífs að föt hans eru rennblaut svo megnið af straumnum fer í gegn um fötin. Hvað má kalla þetta?

Slysasaga Íslands á nítjándu og tuttugustu öld er fáránleikinn uppmálaður. Í Grindavík var prestur sem rak áróður fyrir björgunarbátum. Hann var hrakin í orðum fyrir fyrir skoðanir sínar ( sjá innlegg nr. 14 og svar nr. 16 ) "til hvers að hafa björgunarbáta þegar það væri ákveðið hvenær menn dæju?" Þannig hafði þorskurinn nokkra sjómenn niður til sín á grundvelli forlagatrúar. Ekki fylgir sögunni hvort þeir sem ekki voru forlagatrúar hafi hætt "og leyft öðrum að fara sér að voða". Hvað hefur mörgum sjómönnum verið att út í dauðann af yfirmönnum í landi? Svipað sjónamið var í gildi þegar hundruð manna var beinlínis att út í dauðann með byggingum á snjóflóðastöðum. Hvers vegna ekki í rafdreifigeiranum líka.

Ég veit ekki annað um tilvitnað slys hjá OR nema það sem kemur fram í dómi:

"Þá lá fyrir að ekki hafði verið fylgt ströngum öryggisreglum, sem áttu að fela í sér margþætta vörn gegn því að starfsmenn yrðu fyrir slysum, þegar slysið varð. Þótti óhætt að slá því föstu að slysið hefði ekki orðið hefði þeim verið fylgt." ...."Með vísan til þessa var sök O metin svo yfirgnæfandi í samanburði við það aðgæsluleysi, sem G kynni að hafa sýnt, að ekki þótti ástæða til að leggja hluta sakar á hann."

Þarna blasir við hver O er, það er sá sem ekki fór upp í staurinn. Hver er að dylgja um hvern? Mér finnst þér skylt að tjá þig um hvort dómarnir fari með "tóma þvælu".

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.9.2008 kl. 11:46

21 Smámynd: Magnús Jónsson

Kristján: Dæmin sem þú tiltekur fjalla um það sem ég hef verið að segja" ekki var farið eftir reglum" ef rofastjóri hefur fyrrskipað að nota startkapal þá var hann ekki hæfur í sínu starfi, til að jarðbinda eru notuð þartilgerð jarðskaut, en það veist þú auðvitað, seinna dæmið er eins og það fyrra þar er reglum ekki fylgt, og eins er með mál OR ströngustu öryggisreglum var ekki fylgt, í eftirmála þess var farið yfir allt í sambandi við öryggismál, það sem gerðist var að tvær háspennulínur lágu á stuttum kafla samsíða, verið var að sinna viðhaldsvinnu á annarri þeirra og var hún því spennulaus, hin línan var það ekki, starfsmen töluðu um það sín á milli að hafa sérstakan vara á sér á þessum kafla, en það fór sem fór, það sem talað var um að gera ekki var gert, sem sagt reglum var ekki fylgt, þetta slys varð til að skerpa á og lagfæra öryggiskröfur allar hjá OR, men þar ákváðu að slíkt skildi forðast með öllum tiltækum ráðum, og það hefur að mestu gengið eftir mér vitanlega, það sem hefði þurft gera til að forða slysinu var eftirfarandi, 1 setja upp flögg-veifur á staura þeirrar línu sem var með spennu, 2 að öryggisvörður stæði hjá hættusvæðinu og fylgdist með að rétt væri farið að á meðan vinna fór fram.

Magnús Jónsson, 13.9.2008 kl. 13:27

22 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

1 setja upp flögg-veifur á staura þeirrar línu sem var með spennu, 2 að öryggisvörður stæði hjá hættusvæðinu og fylgdist með að rétt væri farið að á meðan vinna fór fram.

Nákvæmlega Magnús. Ef þetta er svona hjá OR þá er vel að verki staðið.

Dæmi eins og ég vildi hafa það: Ég er að vinna í rofaskáp sem er spennuhafa og er að skipta um var. Öryggisvörður er fyrir aftan mig og ég segi "Nú set ég varið í", öryggisvörðurinn segir: "Nú setur þú varið í". Ef ég geri eitthvað annað þá grípur öryggisvörðurinn inní. Þetta er þrautreynd aðferð sem gengið hefur á milli skipstjóra og stýrimanns í gegnum aldirnar þegar siglt er úr höfn og þykir ekki asnaleg. Dæmi: Skipstjóri eða lóðs. "Þrjú strik í austur". Stýrimaður endurtekur. "Þrjú strik í austur" og leggur á stýrið í samræmi við það.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 13.9.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband