nei nei það var ekki hálku að kenna

fólk keyrði bara eins og götur væru alauðar og skyggni væri gott, sem sagt ekkert annað en ofsa akstur í glerhálku, það  þarf að aka varlega, já og hægt þegar snjóar mikið á stuttum tíma, eins og gerðist seinnipartinn í dag í Borginni, snjórinn treðst strax niður og verður að svelli, menn verða að aka eftir aðstæðum hverju sinni, 29 árekstrar valda tjóni á sennilega í kringum 58 bílum, og verða meðal annars ástæða fyrir næstu iðgjaldahækkun tryggingafélaganna.    
mbl.is 29 árekstrar síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

þú vilt semsagt meina að ef það er sólskin, þá er það þess vegna sem bíl er ekið útaf, eða ef það er rigning þá er bílum velt, nær alltaf þegar svokallað slys verður þá er það af völdum þess að ekki er farið varlega, ég olli 2 árekstrum þegar ég var ungur, ég hef lent í því sem mætti kallast næstum því slys, en mér dettur ekki í hug að kenna hálku, vindi, sól rigningu eða bílnum um það, það er alltaf ég sem stjórna, það er alltaf ég sem áveð að fara af stað, eina leiðin til að lenda í slysi er að einhver sem ekki fer varlega aki á þig og það er vina mín aldrei hálku eða einhverju öðru að kenna en óvarkárni þess sem veldur, annað er sjálfsblekking.

Magnús Jónsson, 13.12.2007 kl. 23:40

2 identicon

Sammála Magnúsi að hluta til.. Íslendingar kunna ekki að keyra. Ég fór í síðasta ökutímann minn fyrir bílprófið í dag og satt best að segja er nú spurning hvort maður þori einn út í umferðina í Reykjavík! Fólk passar sig ekki, það eru allir að flýta sér.Auðvitað má rekja sumt af þessu til hálkunnar, þannig séð. En fólk á nú að vita hvernig hálka er og hvernig á að keyra í hálku! Ef fólk myndi nú aðeins hægja á lífinu um svona 10-30 km/klst þá væru ekki svona mörg slys og fólk væri örugglega ekki jafn stressað.En ég held að það sé báðu að kenna, en samt frekar ökumönnunum.

Tinna (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:53

3 Smámynd: Sigurjón

Rétt hjá þér Magnús.  Ef úti er blindbylur, stoppar þú ökutækið þitt vegna slæms skyggnis.  Ef úti er sólskin sem fer beint í augu, færðu þér sólgleraugu.  Þegar snjóar, má þá og þegar búast við hálku og þá hægja ökumenn á.  Þetta eru ekki geimvísindi...

Sigurjón, 14.12.2007 kl. 00:02

4 Smámynd: Guðmundur Björn

Skemmtileg alhæfing hjá Tinnu "Íslendingar kunna ekki að keyra".  Hún ætti að fara út fyrir landsteinana áður en svona er sagt.  Mæli eindregið með Aþenu, Iraklion á Krít, Kaupmannahöfn, París, St. Pétursborg og/eða Vilníus í Litháen.

Vandamálið er m.a. það, að það kemur höfuðborgarbúum alltaf jafnmikið á óvart þegar það myndast hálka á götum Reykjavíkur og nágrennis. 

Sammála Magnúsi, þetta er alfarið okkur sjálfum að kenna. Við ráðum hraðanum og alltof margir keyra um á hættulegum dekkjum á veturna.

Guðmundur Björn, 14.12.2007 kl. 07:14

5 identicon

Umferðaróhöpp eru einfaldlega sjaldnast aðstæðum að kenna, heldur því að ökumaðurinn ekur ekki eftir þeim. Á þessu eru örfáar undantekningar, s.s. þegar aðskotahlutir fjúka á bíla á ferð, eins og gerst hefur undanfarna daga. Það verður hins vegar seint hægt að kenna hálku um umferðaróhöpp - frekar en öðrum aðstæðum, eins og nefnt er að ofan. Séu aðstæður óhagstæðar, aka menn eftir þeim. Svo einfalt er það.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 07:33

6 identicon

Skemmtilegt að maður má aldrei segja neitt án þess að það sé tekið bókstaflega :) Auðvitað kunna einhverjir að keyra, en hefur þú farið í umferðina í Reykjavík nýlega?

Svo kemur það útlöndum ekkert við hvort Íslendingar kunni að keyra. Íslendingar eru lélegir ökumenn, jafnvel þó að Grikkir séu verri. Því miður er ég ekki heimsborgari, eins og þú greinilega, og miða bara út frá því sem ég veit. Og það sem ég veit er að það er ömurlegt að keyra meðal flestra Reykjavíkurbúa. Sáttur?

Tinna (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 59507

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband