Hver á að borga

Ekki stóð á yfirlýsingum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í sjónvarsumræðunum í kvöld, 150 þúsund skattleysismörk, gefa eftir skattinn af lífeyrissparnaði, stoppa alla stóriðju og útlendinga, leysa hvers mansvanda, bæta heilbrigðiskerfið og auðviðað án þess að hæka neina skatta.Ja hérna og þetta er fólkið sem er að bjóða sig fram til að stjórna landinu, mér fannst núverandi valdhafar bera af, ekki vegna eins sérstaks nema vegna þess valkosts sem býðst ef þeir missa meirihlutann, að formen margra stjórnmálaflokka láti útúr sér svo lít ígrundaðan þvætting, og ætli í leiðinni að stoppa uppbyggingu með það að röksemd að semja þurfi náttúrunýtingar frumvarp, sem tæki sennilegast áratugi miðað við hraðan sem er á málum sem um þarf ríkja “Þjóðarsátt “. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn ekki hleypa þessu fólki í veskið okkar allra.       

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Eru VG að lofa 150þús króna skattleysismörkum? ...

Ég er ekkert viss um að Sjálfstæðisflokkurinn sé besti flokkurinn fyrir veskið okkar. T.d. hefur skattheimta aukist mest á Íslandi af öllum löndum innan OECS síðastliðin 10 ár (skv. OECD), verðbólga var 9% í byrjun kjörtímabils og nú 7% í lok þess, sem smyrst á 40 ára húsnæðislánin okkar í formi verðtrygginga, og 15% vextir á almennum lánum er að sliga námsfólk og skuldara.

Efast um að einhver geti talið vera þjóðarsátt um efnahagsmál núna; amk telur Seðlabankinn að atvinnuleysi muni aukast upp í 5% á tveimur árum og ríkið muni vera rekið með halla vegna þess að það dregur úr þennslu -- sem sýnir manni að hagvöxturinn var fjármagaður á neyslu-lánum ... og nú þegar hægist á neyslunni, þá hefur ríkið þanist svo út að reksturinn á því gengur ekki lengur upp og hallarekstur verður staðreynd.

Framtíðin felst ekki í stóriðju, nema þá fyrir þriðjaheims ríki sem hafa misst af iðnbyltingunni. Hér er kominn tími á að byggja þekkingarþjóðfélag, og vera með stöðugan alvöru hagvöxt eins og Írland og Finnar hafa verið með síðastliðna áratugi. Það verður ekki gert með áframhaldandi íhaldi.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 14.4.2007 kl. 01:35

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Sæll Jónas Tryggvi, varðandi Steingrím þá lofaði hann engu um skattleysismörk en hann vildi hækka fjármagnstekjuskatt upp í 18% um daginn en var að gæla við umræðuþættinum 14% í þættinum hvaða % hann sættir sig við eftir viku er ómögulegt að segja, Ómar Ragnars lagði til 150 þús, og Frjálslindir einnig reyndar 130 til 150 þús, Ingibjörg kom sér fimlega undan að svara alveg eins og Steingrímur.Þér er að sjálfsögðu heimilt að hafa aðra skoðun en ég á Sjálfstæðisflokknum og veskinu okkar, og ekki ætla ég að efa það sem þú segir um OECD varla ert þú að skálda það, en verðbólga er alltaf afleiðing margra þátta til dæmis má nefna að hækkun á vísitölum framfærslu síðustu 2 árinn má næstum alla rekja til húsnæðis, og hvað var það sem gerðist á húsnæðismarkaði, nú bankarnir nýfrjálsu undan byndi skyldu Seðlabankans ákváðu að yfirbjóða Íbúðalánasjóð, það er að segja að bjóðast til að lána meira en hann, og þeim sem hafði alltaf dreymt um að búa í íbúðum sem þeir höfðu ekki efni á að kaupa gátu nú keypt á nær 40% hærra verði en áður en að bankarnir tóku slaginn gerðu akkúrat það ? hvernig þetta fólkið ætlar að greiða afborganir af þessum eignum er eitthvað sem ég skil ekki frekar en ég skil af hverju einhver er tilbúinn að greiða 40% meira fyrir eitthvað bara vegna þess að hann getur fengið fé lán að er ofar mínu skilningi, en þetta er ein stærsta orsök þeirrar verðbólgu sem samkvæmt þínum tölum er 7%, það má svosem kenna Sjálfstæðisflokknum um að hafa frelsað bankanna en verðbólgunna bjuggu þeir ekki til.15% vextir eru auðvitað fáránlegir sama er um 21% yfirdráttarvexti en ef fólk heldur að með því að taka sífellt  hærra lán sé það að græða þá veður það í villu.Það sem ég átti við um þjóðar sátt er að á alþingi situr fólk sem við snillingarnir höfum kosið þangað, þetta fólk hefur allt verið kosið vegna skoðana sinna og mælsku og einstaka maður vegna snilli og mankosta, allt of margir sem ekki eru sérlega hugmyndaríkir grípa því til þess úræðis að þrasa fram og aftur um málefni sem jafnvel engu máli skipta í raun og tefja þannig öll mál og þegar málefnið er loðið eins og Þjóðarsátt um til að mynda nýtingu auðæfa þá komast slíkir skrumarar á flug í orðsins fyllstu merkingu, og ár er ekki mælikvarði heldur áratugir.Þú hitir naglann nokkuð nálægt á höfuðið að þenslan er fjármögnuð með lánum eins og ég bendi á hér að ofan “ húsnæði” því peningar sem eru lánaðir, eru notaðir í hagkerfinnu sennilega 4 til 12 sinnum og valda þenslu.Framtíðin felst í að sem flestir vinnufærir hafi vel launuð störf og gildir þá einu hvort um er að ræða stóriðju hverslags eða hátækni, þekkingar iðnað, eða bara að byggja það sem rifist hefur verið um að þurfi að gera en menn vilja bara láta byggja einhverstaðar annarstaðar ? Hátæknisjúkrahús. Við verðum að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast, þannig og þannig aðeins byggjum við upp öflugt þjóðfélag, fyrir alla með Sjálfstæðisflokkinn í stjórn hinir vilja engu fórna, og gleyma því að án fórna fæst ekki neitt. Ps hvernig get ég gert þig að blogg vin svo ég geti séð hvað þú ert að skrifa hef gaman að sjá hvað ungir menn eru að skrifa um, ekkert gaman að lesa eftir þessar Já manneskjur sem fylla allar blogg síður. 

Magnús Jónsson, 14.4.2007 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 59502

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband