24.3.2007 | 22:03
Virkjana vísur
Vitskertir ungir vinstrimenn
Virðast allir vera .
Telja að bókvitið megi enn
Í askanna alla bera.
Það virkja bara vondir menn
Vatnsföllin á fjöllunum.
Þetta garga virtir vinstrimenn
Vitgrannir á þingpöllunum.
Væri hægt að virkja rugl og bull
Vinstri þingmannanna.
Væri landsvirkjunar buddan yfirfull
Og gagnsemi vinstrimanna.
Því það er hræsnarans atferli
að sitja á gullinu öllu.
Beita áhrifum sínum af alefli
og vera á móti öllu.
Gjarnan gæðanna vilja samt njóta
Glöggir á eigin hag.
Þeirra brölt er því miður engum til bóta
Því engan vilja þeir þjóðarhag.
Ef virkjana viljinn er til staðar
Er vinstri manna lag.
Þeir vilja bara virkja annarsstaðar
Og á morgun ekki í dag.
Virða verðum samt þá menn
Sem vermda vilja og hlífa.
Því þeirra var og verður enn
Þyngsta tapið að líða.
Því landið var og verður hart
Og viðskota illt á köflum
En í hýbýlum okkar er hlítt og bjart
Þökkum það vatnsins kröftum.
Og þá fórna þurfi um stundarsakir
Fossum og vatni fylla gil.
Þá þarf að huga, hvað fyrir valdhöfum vakir
Því meira þarf en birtu og il.
Þeir er hæst nú hrópa og mótmæli leiða
Og hafið virkjanir fyrir spott.
Mætu alveg hugann að því leiða
Því við höfum það svona gott.
Einn ríkasta þjóð í heimi við erum
Enginn tilviljun það er.
Auðug af fiski og orkuverum
Það staðreyndin er.
Nær áttatíu ár eru liðin senn
Síðan fossorkan tók að knúga.
Varla held ég að vinstri menn
Vildu til baka snúa.
Vesæl og vannærður,alltaf var kalt.
Líkt og Þorbergur lýsir svo vel.
Sem fátækur námsmaður skáldið svalt
svo nær króknaður var í hel.
Brygði í brún vorum mennt skælingar skara.
Mundu skinfærum sínum vart trúa
Mættu þeir aftur í tíman til Þorbergs fara
Og vetur með honum búa.
Það virðist ei duga þó á staðreyndir sé bent
Því engu þeir vilja trúa.
Þannig er það með þá sem læra seint
Að maður á ekki að ljúga.
Það versta sem eina þjóð getur hent
Er að vinstrimenn völdum fái beitt
Því þá vinna þeir að því ljóst og leynt
Að aðhafast ekki neitt.
ort í janúar 2003 Magnús í ham
á við í dag eins og þá.
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
-
nilli
-
widar
-
vigfuspalsson
-
bjarnihardar
-
gthg
-
gudni-is
-
reykur
-
runarsv
-
lonewolf
-
fridjon
-
agbjarn
-
dullur
-
gudbjornj
-
fannarh
-
jenfo
-
valgeirb
-
hallibjarna
-
lillo
-
kristinnjon
-
brahim
-
tilveran-i-esb
-
fhg
-
baldvinj
-
vinaminni
-
bofs
-
sjonsson
-
vala
-
kolbrunerin
-
askja
-
jonmagnusson
-
joiragnars
-
jonvalurjensson
-
vilhjalmurarnason
-
halldorjonsson
-
minos
-
einarbb
-
juliusbearsson
-
aury
-
totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er stórglæsilegt. Segir margt og er vissulega klassískt.
Síðasta blogg var líka áhugavert.
Meira svona.
Örvar Már Marteinsson, 24.3.2007 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.