Hvalveiðafárið mikla

SVOKÖLLUÐUM "fréttum" af yfirvofandi óförum okkar Íslendinga hér heima og á erlendri grund bókstaflega rignir yfir okkur þessa dagana. Bandaríkjamenn ætla víst að sniðganga íslenskar landbúnaðarvörur og þeir Grænfriðungar ætla að hætta að koma til okkar að skoða hvali. Ekki veit höfundur hve margir Grnænfriðungar hafa komið hingað til en sennilega hafa þeir skipt tugum síðustu tuttugu árin eða svo. Hver ritstjórnargreinin á fætur annarri er rituð af eldmóði og hneykslan vegna þeirrar skammsýni að hefja hvalveiðar að nýju og stefna hagsmunum okkar í tvísýnu. Halda mætti að heimsendir væri á næstu grösum vegna þessa.

Mig langar aðeins að velta upp þeim aðstæðum sem gætu myndast ef við ekki veiðum hval. Til að menn geti gert sér grein fyrir því sem ég á við verða menn að hafa hugfast að í hafinu í kringum landið okkar eru árlega um það bil 230.000 hvalir af ýmsum stærðum, allt frá því að vera smáhveli sem vega 4 tonn til steypireiða sem vega 190 tonn. Þessir hvalir eru sennilega best útbúnu skepnur jarðarinnar til veiða og fæðuþörf þeirra er sennilega í kringum 9 til 11 milljón tonn á hverju ári.

Til gamans má geta þess að heildarafli Íslendinga á síðustu 9 árum var um 14 milljón tonn og hefur farið úr 1.854 þúsund tonnum ár 1996–7 í það að verða 811 þúsund tonn núna 2005–6. Á sama tíma átu hvalir við Íslandsstrendur sennilega um 100 milljón tonn.

Nú má hver sem vill hafa skoðun á þessum tölum. Þær eru teknar og settar fram nokkuð frjálslega þar sem erfitt er að finna nákvæmar upplýsingar um hvað hvalir eru margir, og hve þeir éta mikið, vegna skorts á rannsóknum, sem eru reyndar enn eitt sem okkur Íslendingum hefur verið legið á hálsi fyrir að stunda, af þeim sem láta hvað mest að sér kveða um málefni hvalfriðunar.

Mér finnst samt vanta í umræðuna um nýtingu sjávarfangs að við getum núna veitt hval og selt eitthvað af afurðunum þannig að veiðar gefi eitthvað í aðra hönd. Ef við stundum hinsvegar engar hvalveiðar, þá verðum við á endanum að velja milli þess að lifa af einhverju öðru en fiskveiðum, eða fara hreinlega á haf út og drepa hvali bara eins og gert er við varg, eingöngu til að farga honum, og það verður hvorki auðvelt né ódýrt. Því lengra sem líður, því erfiðara verður að vinna markaði og svo framvegis.

Allir sem fylgst hafa með fiskveiðum við Íslandstrendur undanfarin 30 ár og séð hvernig stöðugt dregur úr því magni sem veiðist þrátt fyrir eitt besta "fiskveiðistjórnunarkerfi heims" hafa séð tilkomu þriggja þátta, fyrst loðnuveiða, svo hvalveiðibanns, og ekki má gleyma þeirri gríðarlegu framþróun sem orðið hefur í notkun veiðafæra, sem sum hver geta valið um tegundir sjávarfiska. Og hver er útkoman? Með sama áframhaldi verður eftir nokkra áratugi allur fiskur uppurinn við Íslandstrendur, ekkert verður eftir nema átan og þeir hvalir sem geta lifað af henni eingöngu, og takið eftir einu, það verða ekki svo margir hvalir heldur, þeir eru núna stjórnlaus stórfloti sem veiðir eins og hann getur, og þeir geta. Aðeins við mennirnir getum stjórnað þessu ferli og okkur ber skylda til þess, því annars verða afskaplega fáir hvalir til að vernda, og vel að merkja, lítið um menn, ef ekkert er til að borða því það er jú tilgangurinn, er það ekki.

Hvert skal stefna? er spurningin. Við erum ekki vanþróuð þjóð, eða hvað? Það þarf að stjórna fiskveiðum, öllum fiskveiðum. Er ekki kominn tími til að gera það af skynsemi, en ekki með tilfinningum?

Höfundur er verktaki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og ellefu?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband