Færsluflokkur: Dægurmál
3.4.2011 | 00:13
Til hvurs þurfum við erlent fjármagn
Er sjálfsímynd okkar sem Íslendinga svo léleg að við teljum allt vera ógerlegt nema til komi útlendingar með peninga?, stanslaus áróður er rekinn fyrir því að ef ekki komi til erlend fjármögnum þá fari allt skrattans til.
Hvenær ætla íslenskir fjármálaumfjöllendur að viðurkenna, að bankakerfi heimsins já, heimsins allstaðar á þessari jörð, varð fyrir áfalli árið 2008, nánast hrundi og væri ekki til í dag ef ekki hefði komið til sú tilraun sem gerð var með eyríkið Ísland og banka í USA sem hét Lemans Brothers á haustmánuðum 2008.
Hve lengi ætla men sem vinna á fjármálamörkuðum að hunsa niðurstöður þessarar tilraunar, enn sjást enginn merki um að neinn hafi lært neitt, áfram skal keyrt fram af hamrinum, við fórum framaf á árinu 2006, og erum en með sama fólkið undir stýri.
Mér fynnst einn hvern veginn að verið sé að drepa okkur hægt og rólega og mér líkar það ekki, ég held að nóg sé af peningum til innanlands til að gera það sem gera þarf, það þarf bara einhvern sem er ekki af frægum bófa eða glæponaættum, til að stýra þeim til góðra verka, og þá gengur þetta allt.
En við verðum að horfast í augu við að það sem hefur farið hvað verst með Ísland, eru núverandi Alþingismenn, og það nánast allir með tölu, sumir stæra sig af því að hafa setið á Alþingi áratugum saman = og árangurinn er hvað?, hann er það sem blasir við okkur í atkvæðagreiðslunni núna 9, mars, ömurlegri verður hróður þessa fólks varla. Hver sem útkoman verður úr atkvæðagreiðslunni verður þá eiga núverandi þingmenn allir sem einn að segja af sér, ekki vegna þess að þeir hafi brugðist, heldur vegna þess að það sem þeir komu til leiðar brást algerlega, og áratuga vinna við eitthvað sem virka ekki, er að bregðast trausti kjósenda, og þar með eiga menn að fara frá, en ekki að hanga á þingsætum vegna orðagjálfurshæfileika og brandarakunnáttu.
Enn aftur að upphafinu, peningar leita þangað sem þeir geta vaxið, hinn nýa fjármála braskarastétt sem er að myndast mun ekki gefa hætishót fyrir lánshæfimat, traustrúinna fyrirtækja eins og Moddys, peningamenn láta bara plata sig einu sinni Moodys, Pricev Waterhouse Coppers og svipuð fyrirtæki, eru nánast einskins virið sem ráðgjafar í dag, þau klikkuðu gagnvart þeim sem eiga peninga, þeir einu sem taka mark á þeim í dag eru ríkisstjórnir, sem eiga erfitt með að kúga almennig til hlýðni í sínum heimalöndum, peningamenn segja þeim að éta það sem úti frís.
Við þurfum bara að taka til í stjórnkerfinu og þá koma peningar eða , áhugaverð atvinnutækifæri, þeir eru nú þegar að banka á dyrnar og vilja komast inn, okkar er að velja og hafna, peningarnir eru til innanlands, þeir liggja í menntun okkar fólks og orkulindunum, seljum þetta ekki, notum það okkur til framfara.
![]() |
Spurningar og svör um auðmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2011 | 01:49
Í gufanabænum er ekki hægt að segja rétt frá?
Ótrúlaga margir ökumen keyrðu óverlega á þjóðvegi 1 við Ljósavatn, milli Stóru Tjarna og Kross, með þeim afleiðingum að margir árekstrar urðu, einn festist og frekar en að hjálpa honum úr festunni, þá ákvað sá sem næstur kom að aka frammúr og á bíl sem kom úr gagnstæðri átt, annar ökumaður sem kom að ákvað að stöðva og rein aða aðstoða, en þá kom enn einn snillingurinn og ók á bifreiðina hans, þegar hópur fólks hafði safnast saman á slysstað, kom svo enn einn snillingurinn aðvífandi á of miklum hraða, sem fórnaði sér með því að aka útaf, hann hefur sennilega ekki viljað skema bílinn sin með því að aka á fólkið, og þessi atburðarrás er titluð svona " Mikill mildi að ekki fór verr", ég vil bæta við " þrátt fyrir einbeittan brotavilja viðkomandi ökumanna".
![]() |
Mikil mildi að ekki fór verr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2011 | 12:15
Óþarfar Ýkjur.
Í fyrstalagi hefur ofninn sem hvað mest hefur verið í fréttum ekki bráðnað niður, þeir eiga samt í gríðarlegum erfileikum með kælingu á honum.
Sprengingin sem varð í verinu í gærmorgun varð þegar sprenging varð í vetnisgasi, inni í hlífðarbyggingu sem er nokkurskonar skemma sem er yfir hvelfingunni, sem er svo utan um ofninn sjálfan, samkvæmt fréttum þá er ofninn sjálfur og hvelfingin utanum hann óskemmd.
Við skjálftann fór straumur af kælikerfum versins, Dísil varaaflstöðvar urðu svo fyrir tjóni af völdum flóðbylgjunnar, og var kæling því með rafhlöðum til að byrja með, gríðarlegur hiti myndaðist og verið er að létta á þrístingi á ofninum með því að sleppa gasi og gufum í smáskömmum, þess vegna hefur hættusvæði kringum verið verið stækkað upp í 20 km.
Fréttamen mættu afla sér nákvæmra upplýsinga, um hvað er að gerast áður en þeir henda fram fréttum í svona upphrópunar og æsingastíl, rangar og villandi fréttir eru verri en öngvar fréttir.
![]() |
Annar kjarnakljúfur að bræða úr sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 20:55
Lauk rétt hjá Jóhönnu.
Auðvitað á Svandís Svavarsdóttir ekki að þurfa að segja af sér, Forsætisráðherra á að víkja umhverfisráðherra úr embætti tafarlaust, ella biðjast lausnar fyrir sig og sína ríkisstjórn, og þykir okkur sumum ekki vera vanþörf á, þeir eru orðnir ansi margir droparnir sem fylla bikar þolinmæði þjóðarinnar gagnvart þessari ríkisstjórn.
![]() |
Telur ekki þörf á afsögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2010 | 00:04
Milljarðatjón þarna
Vel að verki staðið hjá þeim að ná tökum á þessu án þess að skaða hina spennana, svona spennar kosta alveg formúu og liggja ekki á lausu, þá þarf að panta með margar mánaða fyrirvara, hugsamlega á þetta stórfyrirtæki til svona spenni einhverstaðar í heiminum, en þá verður að flytja hann hingað getur tekið þjónokuð langan tíma, ljóst er að um gríðarlegt tjón er að ræða álverið þarna fyrir austan , vonandi ná þeir að keyra úr þeim kerjum sem stoppa vegna þessa..
![]() |
Eldurinn slökktur í álverinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2010 | 00:34
Og tyggingarnar mínar hækka?
![]() |
Tveir bílar fuku út af vegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2010 | 00:22
Nei hann valt ekki," honum var velt"
Það var ekki blindhríð sem réðst á þennan bíl og velti honum, það gerði dómgreindarskortur þess sem ók bílnum, það er ein regla sem kennd er á öllum stigum ökukennslu, ef þú sérð ekki hvert þú átt að fara, þá átt þú ekki að fara neitt.
![]() |
Síldarflutningabíll valt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.10.2010 | 23:42
Hvað þarf til að reka Ráðherra??
Össur ruglar eins og dauðadrukkin maður í útlöndum, "elskan mín ég skal borga hvað sem er blabla", og Umhverfisráðherra beitir öllum tiltækum ráðum til að hindra atvinnuuppbyggingu hér á landi, með því að áfría fyrir hæstarétt dómi sem hún fékk í Undirrétti, hver andsko... þarf að ganga á til að Forsætisráðherra reki undirmen sína?? spyr sá sem ekki veit.
![]() |
Aldrei spurning um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2010 | 14:42
Hvað ætli Svandísi Svavarsdóttur finnist um það?
Hún sem taldi það óeðlilegt, þegar Landsvirkjun vildi styrkja skipulagsvinnu sveitafélagana við Þjórsá á sínum tíma, og beitti sér af hörku í málinu, ætlar hún ekki að beita sér í þessu máli, því hér er nákvæmlega það sama á ferðinni, ég fyrir einn bíð spenntur eftir viðbrögðum, því hér er um verulegar fjárhæðir að ræða.
![]() |
Ísland á nú rétt á ESB-styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2010 | 00:23
Vaðlaheiðargöng eru ekki sjálfbær?
Hvernig er með um ræðu um svona framkvæmdir?, skiptir engu hve arðbær framkvæmdin er?, er aðalatriðið að framkvæmt sé í kjördæmi ráðherra?, og skiptir engu máli hve margir slasast eða láta lífið vegna of mikils álags á umferðarmannvirki?, ef Vaðlaheiðargöng eru sjálfbær þá óskar undirritaður eftir gögnum sem styðja það.
Þeir sem aka milli Hveragerðis og Selfoss geta líka stoppað og talið krossana sem eru á þeirri leið, og geta leitt hugann að því að betri vegur hefði þítt færri krossa, og geta velt því fyrir sér hversu lengi má draga úrbætur sem myndu draga úr fjölgun þeirra.
Ég fyrir mína parta segi að Vaðlaheiðargöng mega bíða, þar til Hrafnseyrarheiðin er horfin úr vegakerfinu, og þolanlegt vegasamband er er orðið milli R,vík og Selfoss fyrst og R,vík, og Akureyri svo, og göng milli Siglufjarðar og Egilstaða eru orðin að veruleika, við verðum að forgangsraða skynsamlega ekki með atkvæðaveiðar kjördæmis að leiðarljósi, og ráðherra á að haga sér eins og ráðherra fyrir heila þjóð, en ekki sem bæjarstjóri á norðurlandi eystra.
![]() |
Framkvæmdir fyrir 30 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
-
nilli
-
widar
-
vigfuspalsson
-
bjarnihardar
-
gthg
-
gudni-is
-
reykur
-
runarsv
-
lonewolf
-
fridjon
-
agbjarn
-
dullur
-
gudbjornj
-
fannarh
-
jenfo
-
valgeirb
-
hallibjarna
-
lillo
-
kristinnjon
-
brahim
-
tilveran-i-esb
-
fhg
-
baldvinj
-
vinaminni
-
bofs
-
sjonsson
-
vala
-
kolbrunerin
-
askja
-
jonmagnusson
-
joiragnars
-
jonvalurjensson
-
vilhjalmurarnason
-
halldorjonsson
-
minos
-
einarbb
-
juliusbearsson
-
aury
-
totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar