Færsluflokkur: Dægurmál
14.7.2010 | 14:42
Hvað ætli Svandísi Svavarsdóttur finnist um það?
Hún sem taldi það óeðlilegt, þegar Landsvirkjun vildi styrkja skipulagsvinnu sveitafélagana við Þjórsá á sínum tíma, og beitti sér af hörku í málinu, ætlar hún ekki að beita sér í þessu máli, því hér er nákvæmlega það sama á ferðinni, ég fyrir einn bíð spenntur eftir viðbrögðum, því hér er um verulegar fjárhæðir að ræða.
Ísland á nú rétt á ESB-styrk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2010 | 00:23
Vaðlaheiðargöng eru ekki sjálfbær?
Hvernig er með um ræðu um svona framkvæmdir?, skiptir engu hve arðbær framkvæmdin er?, er aðalatriðið að framkvæmt sé í kjördæmi ráðherra?, og skiptir engu máli hve margir slasast eða láta lífið vegna of mikils álags á umferðarmannvirki?, ef Vaðlaheiðargöng eru sjálfbær þá óskar undirritaður eftir gögnum sem styðja það.
Þeir sem aka milli Hveragerðis og Selfoss geta líka stoppað og talið krossana sem eru á þeirri leið, og geta leitt hugann að því að betri vegur hefði þítt færri krossa, og geta velt því fyrir sér hversu lengi má draga úrbætur sem myndu draga úr fjölgun þeirra.
Ég fyrir mína parta segi að Vaðlaheiðargöng mega bíða, þar til Hrafnseyrarheiðin er horfin úr vegakerfinu, og þolanlegt vegasamband er er orðið milli R,vík og Selfoss fyrst og R,vík, og Akureyri svo, og göng milli Siglufjarðar og Egilstaða eru orðin að veruleika, við verðum að forgangsraða skynsamlega ekki með atkvæðaveiðar kjördæmis að leiðarljósi, og ráðherra á að haga sér eins og ráðherra fyrir heila þjóð, en ekki sem bæjarstjóri á norðurlandi eystra.
Framkvæmdir fyrir 30 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2010 | 22:56
Jóhann sagðist ekkert vita???
Hvað þarf til að Jóhanna segi af sér sem Þingmaður fyrst og sem ráðherra svo, ef það að ljúga að þjóðinni er ekki nóg??????, er fyrsti apríl allt árið hérna á landinu Bláa. Skömmin verður ekki meiri eftir þetta ef satt reinist.
Már og Jóhanna ræddu launin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2010 | 00:26
Og svona er þetta alla daga í Kína?
Mengun þar er reyndar af völdum kolabrennslu, en Kínverjar brenndu um 3 miljörðum tonna af kolum á síðasta ári og ætla að brenna meira á þessu, og það var ekki misprentun hjá mér þeir brenndu 3.000.000.000 tonn, eða 8 miljón tonn á dag, meirihluti Kínverja hefur ekki séð fjall sem er jafn nálægt og Esjan er Reykjavík, árum saman, á meðan á Ólimpíuleikunum stóð var orkuverum í nágreninu lokað ? , við erum heppin hérna í Reykjavík, mínar tilfinningar eru hjá fólkinu fyrir austan þetta hlíttur að vera hræðilegt þar, ef það er svona slæmt hjá okkur svona langt í burt.
Versti dagurinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2010 | 22:53
Kastljósið ég beið bara eftir: Nei djók:
Eftir Kastljósþáttinn í kvöld þar sem þeir Jón Gnarr og Dagur mættu, til að róa sko mar hindar sko paranoju þú skilur, og fleira samhengislaust rugl, þá var ég sannfærður um að Jón Gnarr er að draga Dag á asnaeyrunum, því Dagur sem reynir oftast að segja eitthvað gáfulegt í sem allra festum orðum, en hafði nánast ekkert að segja, nema það að Jón Gnarr hefði lofað að gera dag að stóra eitthvað, og Dagur var alveg sefærður um að ekki væri verið að gera at í honum, og bullaði útí eitt um ekki neitt, ég beið bar eftir að Jón Gnarr stæði upp og segði Nei bara djók sko.
Jón Gnarr verður borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 20:06
Er of seint að biðja Steinunni um að hætta við????
Ekki minn flokkur, en Steinunn er mörgum flokkum ofar á gagnsermis listanum en þessi ----mörður.
Mörður fyrsti varaþingmaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 20:00
Steinunn skorar, tær snilld.
Steinunn kemur enn einu sinni á óvart, nú þegar Gísli Marteinn, loksins upplýsir um stuðningsmen, þá kemur Steinunn með afsögn og bókstaflega jarðar Gísla, og ekki nóg með það hún nær að vera fyrst af þingmönnunum okkar til segja af sér, og verður að segja eins og er að aðrir hefðu mátt og átt að ganga á undan út um þær dyr, ég hef aldrei kosið Samfylkinguna en ég mun leggja lykju á leið mína til að opna dyr fyrir Steinunni ef tækifærið gefst, vonandi fyrir stjórnmálamenn framtíðarinnar verður afsögn hennar öðrum til eftirbreytni, ekki er vanþörf á því prófkjör síðustu alþingiskosninga, og nýliðin prófkjör fyrir borgarstjórnakosningar voru vægast sagt mikil vonbrigði fyrir marga sem væntu þess að menn kynnu að skammast sín.
Steinunn Valdís segir af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.5.2010 | 08:17
Er hrun í bankakerfi Spánar að hefjast?
Mér finnst ég hafa lesið eitthvað þessu líkt í blöðum, þegar seðlabanki Íslands yfirtók Glitnir, "sjóðurinn mun standa við skuldbindingar sínar og innistæður eru tryggðar", 610 milljónir evra hafa tapast eða því sem næst 100 milljarðar í Íslenskum krónum, ESB löndin eru varla byrjuð að hjálpa Grikkjum, þegar Spán riðar til fals efnahagslega, vonandi er ekki að hefjast seinna hrunið sem svo margir hafa spáð að væri í farvatninu, í fjármálakerfi heimsins.
Spænskur sparisjóður tekinn yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2010 | 21:44
Fjársektir ?
Já þar hafið þið það, ef Grikkir fara ylla með aurana sem verið er að neyða íbúa Evrópubúa til að gefa þeim, þá verður þeim refsað með fésektum, það kemur líklega til með að laga eitthvað, og takið vel eftir það eru fjármálaráðherrar 27 ríkja, sem láta svona þvælu fara frá sér, ég segi fyrir mína parta Guð hjálpi Evrópu ef þetta eru mestu spekingarnir í fjármálum þar.
Sameinast í vörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2010 | 22:33
Hvar er askan??
Ég ók um þetta "öskufalssvæði" á milli kl 13,30 og 16 í dag fór að Skógum og til baka 2 sinnu fram hjá Þorvaldeyri, og ég sá öskumökkinn liðast um allt en það var sára lítil aska á staðnum, það rigndi hinsvegar sandi um allt svæðið, hann er svolítið öskublandaður, en það er sáralítil aska á staðnum, við girðingu hjá Þorvaldseyri var um 7 sentímetra þykkt lag af sandi í gróðri, við Skógarfoss var um 5 sentímetra þykkt lag einnig af sandi, sára lítil aska en mikið öskurík á ferðinni menn verða að gera greinarmun á gjósku sandi og ösku.
Það var alveg ótrúleg reynsla að standa á þjóðveginum við Þorvaldseyri og sjá og finna fyrir sandi sem hreinlega rignir niður í skýjabólstrum, og að hugsa sér orkuna sem þarf til að senda svona þungt efni eins og sandur er tug kílómetra leið, vona bara fyrir bændurna á svæðinu að ekki sé mikill flúor í þessari gjósku, það kom mér skemmtilega á óvart hvað gróður virðist koma sterkur upp úr gjóskunni, gróður þarna er sennilega um það bil viku á undan gróðri hér á höfuðborgarsvæðinu.
Kolniðamyrkur við jökulinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
- nilli
- widar
- vigfuspalsson
- bjarnihardar
- gthg
- gudni-is
- reykur
- runarsv
- lonewolf
- fridjon
- agbjarn
- dullur
- gudbjornj
- fannarh
- jenfo
- valgeirb
- hallibjarna
- lillo
- kristinnjon
- brahim
- tilveran-i-esb
- fhg
- baldvinj
- vinaminni
- bofs
- sjonsson
- vala
- kolbrunerin
- askja
- jonmagnusson
- joiragnars
- jonvalurjensson
- vilhjalmurarnason
- halldorjonsson
- minos
- einarbb
- juliusbearsson
- aury
- totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar