Færsluflokkur: Dægurmál
5.4.2008 | 22:16
Fermdi það yngsta af börnunum mínum
Fermdi það yngsta af börnunum mínum fjórum þan 30 mars síðastliðin, hef haft þan sið á að semja nokkrar vísur og færa þeim við þessi tímamót, og hef gjarnan kallað það að færa þeim nesti til ferðarinnar sem þau eru að leggja í, og ég hef einnig verið skammaður fyrir að hafa ekki lesið þessar vísur upp í veislunni, svo til gamans ætla ég að setja þennan leir minn til yngri stráksins míns hér.
Börnin stækka og við verðum eldri
Þannig er lífið aldri háð.
Við erum eilífðinni ofurseldri
Og sigri getum aldrei náð.
Heimurinn bíður hvar sem þú ferð
Um hann liggur stígur þröngur
Hann bíður þér kvöld og morgunverð
Og erfiðar eftir göngur
Vertu kurteis við alla menn
Varast þrætur og róg.
Virtu rök og góða men
Bros er oftast nóg.
Margt mun fljótlega opnast þér
Margar þrautir bíða.
Allt þú þarft að nýta þér
Ekki láta tíman bara líða.
Tími er það eina sem allir fá
Jafnan skammt af ég tel.
Þeyr sem árangri vilja ná
Þurfa að nýta hann vel.
Því áður en faðir þinn vissi af
Höfðu árinn flogið hjá.
Fermir það fjórða fjórum af
Þetta ég veit ójá.
Þú verður samt þar til ég dey
Litli strákurinn minn.
Gleyma mér, þú mátt ey
Það er arfurinn þinn.
Hafa skaltu þrek og þor
Að þínu leiðar ljósi
Eftir vetur kemur alltaf vor
Þó sumar nætur frjósi.
Magnús Jónsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 22:27
Ómæld snilld birtist oss í svona frétt
að það skuli teljast fréttnæmt sem dýr merkurinnar hafa alltaf vitað, og reyndar flestir menn sem eitthvað er í spunnið það er ef þú ert þyrstur=drekktu þá, ef þú ert ekki þyrstur þá þarftu þess ekki, alveg dæmalaus snilld sem oss opinberast í "þessari frétt".
![]() |
Óþarfi að drekka átta vatnsglös á dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2008 | 09:43
Launatryggingu á erlenda tarfsmenn
Það þarf að skilda þá sem flytja starfmen hingað til lands, til að leggja fram tryggingar fyrir því að þeir get borgað laun og komið starfsmönnum aftur til síns heima að verki loknu. þetta mætti gera með svipuðum hætti og gert er á sumum Kyrrahafseyjum þar sem menn fá ekki landvistarkleifi nema þeir leggi fram peningaupphæð eða farmiða til síns heima, ráðuneyti ætti að krefjast þess að atvinurekendur legðu fram upphæð sem næmi einum til tveimur manaðarlaunm starfsmanns, það er nefnilega þannig að þar sem engar tryggingar eru fyrir ofangreindu þá lemdir kostnaður vegna heimferða og launagreiðslna til þessara farandverkamanna á ríkissjóði og það er ég ekki ánægður með.
![]() |
Sviknir um laun í tvo mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2008 | 14:24
Þrír flóttabolar náðust aftur

![]() |
Sluppu á leið á sláturhúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 11:34
Mótmælendum er ekki hótað hörðum refsingum
Þeir Tíbetar sem réðust á Han Kínverja í Tíbet með vopnum, og frömdu skemmdarverk á eignum, lögðu eld að húsum og ýmsu lauslegu ásamt þjófnaði úr verslunum sem voru brotnar upp, þeim er hótað refsingum, menn verða að gera greinarmun á því að mótmæla og því að stunda skemmdarverk, hafa skal í huga þegar talað er um ofbeldi gegn mótmælendum að enginn þjóð líður það að fólk æði um ruplandi og rænandi, samanber óeirðir þær sem urðu í Danmörku og Frakklandi fyrir ekki svo löngu síðan, ekki ætla ég að bera í bætiflákann fyrir manréttindabrot Kínverja hér, en þeim eins og öðrum stjórnvöldum, ber að vermda þegna sína fyrir ofbeldi og ránum, best væri ef þeir hleyptu vestrænum fréttamönnum inn í landið svo að umheimurinn fengi að sjá hvað er í raun að gerast þarna.
![]() |
Hótað hörðum refsingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2008 | 23:11
Kaupið vélina en gerið það á eigin reikning
Ekki ætlast til að almenningur leggi fram fé í að kaupa gamla flugvél, það er eitt í meiri óþarfa en nokkru hófi gegnir nú þegar, og ef men hafa svona mikinn áhuga á þessu leggið þá í púkk og verslið fyrir eigið fé látið skattpeningana mína í friði, hvenær ætla men að átta sig á því að við erum smáþjóð og fara að haga sér í samræmi við það, hér hafa fleiri fornminjar farið á áramótabrennur, í formi skipa sem smíðuð voru hérlendis en tölu verður á komið og engin sagði neitt, svo rísa sumir upp á afturfæturna og garga að varðveita þurfi aflóga þotugarm frá Bandaríkjunum, er ekki allt í lagi með suma hér á landinu bláa.
![]() |
Fyrsta þota Íslendinga í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.2.2008 | 23:13
Fíkniefni ekki eiturlyf
þeir fundu kannabisplöntur ekki blásíru, hverslags fréttaflutningur er þetta eiginlega, kannabis er álíka skaðlegt og áfengi, mörg læknalyf eru unnin úr þessum plöntum sem myndbirtingin er af, þau eru lögleg í nokkrum löndum sem lif handa krabbameinssjúklingum, segjum rétt frá, fíkniefni eru ekki eiturlyf, fólk deir ef það tekur inn eitur, köllum hlutina sínum réttu nöfnum.
![]() |
Eiturlyf í Borgarfirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2008 | 18:23
Eru þetta þungir dómar ?
2.5- 4 ár eru þungir dómar er sagt, fyrir misheppnað morð og fjöldann allan af alskins afbrotum fær hann 4 ár, sá sem hann reyndi að drepa hlaut varanlegan skaða, það var kraftaverk að hann lifði af, og skúrkurinn þarf aðeins að sitja í fangelsi í 4 ár, mér finnst það billega sloppið nær hefði verið að segja 40 ár og athuga þá með hvort rétt væri að bæta við eða ekki, þessir dómar eru brandarar og lítið annað, skilaboðin til upprennandi krimma eru þessi brjótið af ykkur eins og þið getið meðan þið eruð nógu ungir, það verður farið mildum höndum um ykkur.
![]() |
Ungir menn fá þunga dóma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.2.2008 | 00:25
Konudagurinn tekin snemma

Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.2.2008 | 20:44
Er þessi frétt á rökum reist?
Er þessi frétt á rökum reist? heyrir þetta ekki undir Landlækni eða Landbúnaðarráðuneytið, ég trúi varla eigin augum að ekki fáist fé til að rannsaka jafn alvarlegt mál og um ræðir, að kvikasilfursmagn í fiski í stærsta ferskvatni landsins sé yfir hættumörkum og engin fáist til að leggja fé til rannsókna, hvað er að mönnum sem fara með almanahag í þessu landi, kvikasilfursmengun er grafalvarleg mál, lagið þetta eins og skott, mál af þessum toga eiga skilyrðislaust að hafa forgang, hér er um matvæli að ræða, hvar eru þeir sem standa eiga vörð um heilbrigði og hollustuhæti núna.
![]() |
Ekki vitað hvaðan kvikasilfrið kemur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
-
nilli
-
widar
-
vigfuspalsson
-
bjarnihardar
-
gthg
-
gudni-is
-
reykur
-
runarsv
-
lonewolf
-
fridjon
-
agbjarn
-
dullur
-
gudbjornj
-
fannarh
-
jenfo
-
valgeirb
-
hallibjarna
-
lillo
-
kristinnjon
-
brahim
-
tilveran-i-esb
-
fhg
-
baldvinj
-
vinaminni
-
bofs
-
sjonsson
-
vala
-
kolbrunerin
-
askja
-
jonmagnusson
-
joiragnars
-
jonvalurjensson
-
vilhjalmurarnason
-
halldorjonsson
-
minos
-
einarbb
-
juliusbearsson
-
aury
-
totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar