Færsluflokkur: Dægurmál
23.4.2008 | 19:13
Hvaða Varðstjóri ákvað að hleypa öllu í bál þarna..
Líklega verður að telja aðgerðir Lögreglu í morgun við Rauðavatn alvarlegustu afglöp sem gerð hafa verið hérlendis í löggæslu sem sögur fara af, að missa þessi mótmæli upp í óeirðir er ekkert annað en klúður, ef eitthvað hefði verið gert fyrir 2 vikum síðan þá væri þessi staða ekki upp nú, og gætið að það verður ekki friðsamlegt í miðbænum í nót eftir þessi afglöp stjórnenda lögreglunar í dag. Það sem skeði þarna er nánast skólabókardæmi um hvernig á ekki að bregðast við mótmælum af þessum toga.
Mótmælin fóru úr böndunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.4.2008 | 21:47
Ekki vantar fé þegar vopnakaup eru annarsvegar.
Simbabve glímir við óðaverðbólgu vegna óstjórnar Mugabe, sennilega eru vopnakaupin til að berjast gegn verðbólgunni eða hvað, alveg með ólíkindum hvað getur gerst á tuttugustu og fyrstuöldinni, kosningar fara fram og sá sem tapar ætlar að láta endurtelja, og ef það dugir honum ekki þá eru vopn á leiðinni frá Kína til að halda völdum með ofbeldi, og heimsbyggðin stendur hjá og sendir nokkra poka af korni til bágstaddra til að friða samviskuna, og Mugabe stjórnar þar til annar harðstjóri steypir honum með hervald, líklega með stuðningi Bandaríkjamanna, Rússa eða Kínverja að loknum Ólimpíuleikunum eða hvað haldið þið.
Vopnasendingu snúið frá S-Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 23:23
Gráni gamli játar..
ég var búin að vera að undirbúa þetta lengi, var satt að segja alveg orðinn hundeiður á þessum sífeldu spörkum hans í síðunna á mér, að ekki sé nú minnst á að vera alltaf með þennan eldgamla hnakk á bakinu og sömu mélin árum saman, svo ég bara skutlaði karluglunni af baki og fór að naga gras........
Hestamaður slasaðist við Arnarnesveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2008 | 19:39
Fyllirí fanga á Litlahrauni fer úr böndum
Vegna úrskurðar Héraðsdóms Suðurlands vegna líkamsárásar 5 júlí 2007.
Það á ekki af þeim vesalings mönnum að ganga sem afplána refsivist á Litlahrauni, þeir eru ekki einisinni óhultir fyrir ofstopamönnum í tugtrúsinnu, þeir geta varla dottið í það þarna án þess að úr verði dómsmál. Hverslags fangelsi er hér um að ræða eiginlega, þeir detta í það upp úr kl 16 og engin verður var við neitt fyrr en það brjótast út slagsmál kl 19, er hér um að ræða hótel á sólarströnd eða fangelsi ég bara spyr.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2008 | 23:17
Er til eitthvað sem heitir ómanúflet dráp
og ef svo, er til skilgreiningin á því, er það mannúðlegt að rota fisk á steini og skera hann svo á háls, eða er það mannúð að úða eitri sem drepur heilt samfélag með öllu sem því tilheyrir mannúðlegt-hér er átt við eyðingu geitungabúa, samræmist það manúð Sea Sheppard að deyða dýr með rafmagni, boltabyssu, eða kylfu hver er í raun munurinn, fyrir nokkrum árum urðu meðlimir dýraverndunarsinna uppvísir af því að draga kóp frá móður sinni og lemja hann í hel að henni aðsjáandi, og þeir filmuðu allt saman og sögðu það hafa verð selveiðimen að verki, það komst upp um þetta athæfi þeirra, en það virtist ekki breyta neinu um stuðning fólks við þessi hryðjuverkasamtök, sem hafa það á stefnuskrá sinni að friða þorskin meðal annars vegna þess að hvalir þurfi á honum að halda sem fæðu?, og það eru nokkrir Íslendingar sem styðja þessi samtök, alveg ótrúlegt.
Liðsmenn Sea Shepherd kærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2008 | 22:16
Fermdi það yngsta af börnunum mínum
Fermdi það yngsta af börnunum mínum fjórum þan 30 mars síðastliðin, hef haft þan sið á að semja nokkrar vísur og færa þeim við þessi tímamót, og hef gjarnan kallað það að færa þeim nesti til ferðarinnar sem þau eru að leggja í, og ég hef einnig verið skammaður fyrir að hafa ekki lesið þessar vísur upp í veislunni, svo til gamans ætla ég að setja þennan leir minn til yngri stráksins míns hér.
Börnin stækka og við verðum eldri
Þannig er lífið aldri háð.
Við erum eilífðinni ofurseldri
Og sigri getum aldrei náð.
Heimurinn bíður hvar sem þú ferð
Um hann liggur stígur þröngur
Hann bíður þér kvöld og morgunverð
Og erfiðar eftir göngur
Vertu kurteis við alla menn
Varast þrætur og róg.
Virtu rök og góða men
Bros er oftast nóg.
Margt mun fljótlega opnast þér
Margar þrautir bíða.
Allt þú þarft að nýta þér
Ekki láta tíman bara líða.
Tími er það eina sem allir fá
Jafnan skammt af ég tel.
Þeyr sem árangri vilja ná
Þurfa að nýta hann vel.
Því áður en faðir þinn vissi af
Höfðu árinn flogið hjá.
Fermir það fjórða fjórum af
Þetta ég veit ójá.
Þú verður samt þar til ég dey
Litli strákurinn minn.
Gleyma mér, þú mátt ey
Það er arfurinn þinn.
Hafa skaltu þrek og þor
Að þínu leiðar ljósi
Eftir vetur kemur alltaf vor
Þó sumar nætur frjósi.
Magnús Jónsson
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 22:27
Ómæld snilld birtist oss í svona frétt
að það skuli teljast fréttnæmt sem dýr merkurinnar hafa alltaf vitað, og reyndar flestir menn sem eitthvað er í spunnið það er ef þú ert þyrstur=drekktu þá, ef þú ert ekki þyrstur þá þarftu þess ekki, alveg dæmalaus snilld sem oss opinberast í "þessari frétt".
Óþarfi að drekka átta vatnsglös á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.3.2008 | 09:43
Launatryggingu á erlenda tarfsmenn
Það þarf að skilda þá sem flytja starfmen hingað til lands, til að leggja fram tryggingar fyrir því að þeir get borgað laun og komið starfsmönnum aftur til síns heima að verki loknu. þetta mætti gera með svipuðum hætti og gert er á sumum Kyrrahafseyjum þar sem menn fá ekki landvistarkleifi nema þeir leggi fram peningaupphæð eða farmiða til síns heima, ráðuneyti ætti að krefjast þess að atvinurekendur legðu fram upphæð sem næmi einum til tveimur manaðarlaunm starfsmanns, það er nefnilega þannig að þar sem engar tryggingar eru fyrir ofangreindu þá lemdir kostnaður vegna heimferða og launagreiðslna til þessara farandverkamanna á ríkissjóði og það er ég ekki ánægður með.
Sviknir um laun í tvo mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2008 | 14:24
Þrír flóttabolar náðust aftur
Sluppu á leið á sláturhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2008 | 11:34
Mótmælendum er ekki hótað hörðum refsingum
Þeir Tíbetar sem réðust á Han Kínverja í Tíbet með vopnum, og frömdu skemmdarverk á eignum, lögðu eld að húsum og ýmsu lauslegu ásamt þjófnaði úr verslunum sem voru brotnar upp, þeim er hótað refsingum, menn verða að gera greinarmun á því að mótmæla og því að stunda skemmdarverk, hafa skal í huga þegar talað er um ofbeldi gegn mótmælendum að enginn þjóð líður það að fólk æði um ruplandi og rænandi, samanber óeirðir þær sem urðu í Danmörku og Frakklandi fyrir ekki svo löngu síðan, ekki ætla ég að bera í bætiflákann fyrir manréttindabrot Kínverja hér, en þeim eins og öðrum stjórnvöldum, ber að vermda þegna sína fyrir ofbeldi og ránum, best væri ef þeir hleyptu vestrænum fréttamönnum inn í landið svo að umheimurinn fengi að sjá hvað er í raun að gerast þarna.
Hótað hörðum refsingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
- nilli
- widar
- vigfuspalsson
- bjarnihardar
- gthg
- gudni-is
- reykur
- runarsv
- lonewolf
- fridjon
- agbjarn
- dullur
- gudbjornj
- fannarh
- jenfo
- valgeirb
- hallibjarna
- lillo
- kristinnjon
- brahim
- tilveran-i-esb
- fhg
- baldvinj
- vinaminni
- bofs
- sjonsson
- vala
- kolbrunerin
- askja
- jonmagnusson
- joiragnars
- jonvalurjensson
- vilhjalmurarnason
- halldorjonsson
- minos
- einarbb
- juliusbearsson
- aury
- totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 59910
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar