Færsluflokkur: Dægurmál

Hóta fé sektum vegna nagladekkja og hvetja men

 til að vera ekki á ferðinni á sumardekkjum, hvað ætli lögreglan taki sér fyrir hendur næst.........


mbl.is Fjórir hafa keyrt út af vegna hálku á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað var deilt

Um hvað var deilt hvernig væri að almenningur, fengi að sjá hvaða vinutilskipun var svona slæm, ég til að mynda má ekki vinna lengur en 13 tíma á sólarhring samsleit, er eitthvað athugavert við það, hvað meiga Skurð og svæfingalæknar vinna langan vinnudag?? um hvað var deilt , verð þaklátur fyrir öll svör.

   


mbl.is Vaktakerfið dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíllin bara fauk.....

það kom málinu ekkert við að það var búið að vara við snörpum vinhviðum á þessum slóðum, og það að húsvagn fyki þarna í gær er ekki inn í myndinni, það var hinsvegar ekki óhapp að farþegi í þessum bíl slasaðist, það var bílstjóranum að kenna og engum öðrum, það var nánast ásetningur bílstjórans, ábyrgðarleysi hans olli tjóni á bifreið og áverka á hönd farþega, og verður að telja það nokkuð vel sloppið, miðað við þan veðurham sem var þarna um stund í dag.

     


mbl.is Fauk út í skurð á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuggalegar Fréttir

Líklega er þetta bara fyrsta fréttin af mörgum sem við eigum eftir að sjá í náinni framtíð, það er að matvara á borð við hrísgrjón hafi hækkað um 50% og að verslanir skammti það magn sem hver fær að kaupa, sennilega geta fáir Íslendingar gert sér það í hugarlund að fara út í búð, og að þar væru tómar hillur, og svo væri vopnaður vörður við hrúgu af kartöflum og fólk fengi að eins eitt kíló afgreitt og það á okurverði til að forðast hamstur á kartöflum, eða hrísgrjónum, það er ekki glæsileg heimsmynd sem blasir við hungruðum heimi þegar vesturlönd leggja kornakra undir ræktun á eldsneyti, meðan fátækari þjóðir svelta vegna skorts á fæðu sem hæglega mætti rækta, en gefur ekki jafn mikið í aðra hönd og ræktun á lífrænu eldsneyti gerir. Margt er skrítið í kýrhausnum.


mbl.is Verð á hrísgrjónum í sögulegu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkutíma stopp varð að 6 tímum vegna aðgerða Lögregluyfirvalda

Glæsileg frammistaða að leysa hugsanlegan einnar klukkustundar umferðarhnút, með sex klukkustunda óeirðum, finna þarf varðstjórann sem stjórnaði aðgerðum í upphafi og verðlauna hann með viðeigandi hætti ( hann ætti að vera D-rekinn).  


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða Varðstjóri ákvað að hleypa öllu í bál þarna..

Líklega verður að telja aðgerðir Lögreglu í morgun við Rauðavatn alvarlegustu afglöp sem gerð hafa verið hérlendis í löggæslu sem sögur fara af, að missa þessi mótmæli upp í óeirðir er ekkert annað en klúður, ef eitthvað hefði verið gert fyrir 2 vikum síðan þá væri þessi staða ekki upp nú, og gætið að það verður ekki friðsamlegt í miðbænum í nót eftir þessi afglöp stjórnenda lögreglunar í dag. Það sem skeði þarna er  nánast skólabókardæmi um hvernig á ekki að bregðast við mótmælum af þessum toga.  


mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vantar fé þegar vopnakaup eru annarsvegar.

Simbabve glímir við óðaverðbólgu vegna óstjórnar Mugabe, sennilega eru vopnakaupin til að berjast gegn verðbólgunni eða hvað, alveg með ólíkindum hvað getur gerst á tuttugustu og fyrstuöldinni, kosningar fara fram og sá sem tapar ætlar að láta endurtelja, og ef það dugir honum ekki þá eru vopn á leiðinni frá Kína til að halda völdum með ofbeldi, og heimsbyggðin stendur hjá og sendir nokkra poka af korni til bágstaddra til að friða samviskuna, og Mugabe stjórnar þar til annar harðstjóri steypir honum með hervald, líklega með stuðningi Bandaríkjamanna, Rússa eða Kínverja að loknum Ólimpíuleikunum eða hvað haldið þið.


mbl.is Vopnasendingu snúið frá S-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gráni gamli játar..

ég var búin að vera að undirbúa þetta lengi, var satt að segja alveg orðinn hundeiður á þessum sífeldu spörkum hans í síðunna á mér, að ekki sé nú minnst á að vera alltaf með þennan eldgamla hnakk á bakinu og sömu mélin árum saman, svo ég bara skutlaði karluglunni af baki og fór að naga gras........   


mbl.is Hestamaður slasaðist við Arnarnesveg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyllirí fanga á Litlahrauni fer úr böndum

Vegna úrskurðar Héraðsdóms Suðurlands vegna líkamsárásar 5 júlí 2007. 

Það á ekki af þeim vesalings mönnum að ganga sem afplána refsivist á Litlahrauni, þeir eru ekki einisinni óhultir fyrir ofstopamönnum í tugtrúsinnu, þeir geta varla dottið í það þarna án þess að úr verði dómsmál. Hverslags fangelsi er hér um að ræða eiginlega, þeir detta í það upp úr kl 16 og engin verður var við neitt fyrr en það brjótast út slagsmál kl 19, er hér um að ræða hótel á sólarströnd eða fangelsi ég bara spyr.

 


Er til eitthvað sem heitir ómanúflet dráp

og ef svo, er til skilgreiningin á því, er það mannúðlegt að rota fisk á steini og skera hann svo á háls, eða er það mannúð að úða eitri sem drepur heilt samfélag með öllu sem því tilheyrir mannúðlegt-hér er átt við eyðingu geitungabúa, samræmist það manúð Sea Sheppard að deyða dýr með rafmagni, boltabyssu, eða kylfu hver er í raun munurinn, fyrir nokkrum árum urðu meðlimir dýraverndunarsinna uppvísir af því að draga kóp frá móður sinni og lemja hann í hel að henni aðsjáandi, og þeir filmuðu allt saman og sögðu það hafa verð selveiðimen að verki, það komst upp um þetta athæfi þeirra, en það virtist ekki breyta neinu um stuðning fólks við þessi hryðjuverkasamtök, sem hafa það á stefnuskrá sinni að friða þorskin meðal annars vegna þess að hvalir þurfi á honum að halda sem fæðu?, og það eru nokkrir Íslendingar sem styðja þessi samtök, alveg ótrúlegt.  

 


mbl.is Liðsmenn Sea Shepherd kærðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband