Færsluflokkur: Dægurmál

Er ekki hægt að nýta orkuna betur

Eins og er í Kröflu virkjun er að eins nýtur þrýstikraftur jarðhitans, hitinn sjálfur er látinn fara forgörðum, til samanburðar er til dæmis Nesjavallavirkjun þar er nýting tvöföld þar sem hitinn er sendur til Reykjavíkur til húshitunar, það hlýtur að gera virkjunina hagkvæmari sem rekstrareiningu, væri ekki ráð að nýta hitan frá Kröfluvirkjun til að mynda til upphitunar á gróðurhúsum  og rækta grænmeti eða eitthvað slíkt, sem þarf hita til að gera, það ætti að vera frumkrafa þegar virkjað er á annað borð að hámarka nýtingu þeirrar roku sem aflað er, taka verður tillit til umhverfissinna sem blöskrar meðferðin á landinu okkar, menn mega ekki gleyma því að á aðeins tæpum 40 árum erum við búinn að virkja miklu meira en við höfum þörf fyrir sjálf við erum orðin stórútflytjendur á orku í formi álvinnslu, það blasir við heiminum okkar í nánustu framtíð matarskortur, framleiða mætti mat í stórum stíl hérlendis með nýtingu jarðorkunnar allrar og ná þannig hámarksnýtingu á þrýstikrafti(rafmagn) og hita og skapa atvinnu fyrir vinnu fúsar hendur í leiðinni, ekki leifa stækkun án betri nýtingar á orku er mín skoðun.       


mbl.is Vilja stækka Kröfluvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ofveiði, Ofveiði

þeir eru að drepa síðustu eintökin af þorskinum þarna, hvar sem það er annars, líklegast eru þessi örfáu þorsk kvikindi sem hafró segir að séu veiðanleg á Íslandsmiðum, bara að gefast upp á lífsbaráttunni og fórna sér á önglum sjómanna í stórum stíl þessa daganna, það getur ekki verið að það sé til svona margir fiskar eftir hér við landið okkar, sérstaklega ef mið er tekið af þeirri gengdarlausu ofveiði sem talað hefur verið um undanfarinn á, að ekki sé talað um hið gríðarlega brottkast, sem allir tala um en engin kannast við.........  


mbl.is Mokveiði í Öxarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hóta fé sektum vegna nagladekkja og hvetja men

 til að vera ekki á ferðinni á sumardekkjum, hvað ætli lögreglan taki sér fyrir hendur næst.........


mbl.is Fjórir hafa keyrt út af vegna hálku á Norðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað var deilt

Um hvað var deilt hvernig væri að almenningur, fengi að sjá hvaða vinutilskipun var svona slæm, ég til að mynda má ekki vinna lengur en 13 tíma á sólarhring samsleit, er eitthvað athugavert við það, hvað meiga Skurð og svæfingalæknar vinna langan vinnudag?? um hvað var deilt , verð þaklátur fyrir öll svör.

   


mbl.is Vaktakerfið dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíllin bara fauk.....

það kom málinu ekkert við að það var búið að vara við snörpum vinhviðum á þessum slóðum, og það að húsvagn fyki þarna í gær er ekki inn í myndinni, það var hinsvegar ekki óhapp að farþegi í þessum bíl slasaðist, það var bílstjóranum að kenna og engum öðrum, það var nánast ásetningur bílstjórans, ábyrgðarleysi hans olli tjóni á bifreið og áverka á hönd farþega, og verður að telja það nokkuð vel sloppið, miðað við þan veðurham sem var þarna um stund í dag.

     


mbl.is Fauk út í skurð á ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuggalegar Fréttir

Líklega er þetta bara fyrsta fréttin af mörgum sem við eigum eftir að sjá í náinni framtíð, það er að matvara á borð við hrísgrjón hafi hækkað um 50% og að verslanir skammti það magn sem hver fær að kaupa, sennilega geta fáir Íslendingar gert sér það í hugarlund að fara út í búð, og að þar væru tómar hillur, og svo væri vopnaður vörður við hrúgu af kartöflum og fólk fengi að eins eitt kíló afgreitt og það á okurverði til að forðast hamstur á kartöflum, eða hrísgrjónum, það er ekki glæsileg heimsmynd sem blasir við hungruðum heimi þegar vesturlönd leggja kornakra undir ræktun á eldsneyti, meðan fátækari þjóðir svelta vegna skorts á fæðu sem hæglega mætti rækta, en gefur ekki jafn mikið í aðra hönd og ræktun á lífrænu eldsneyti gerir. Margt er skrítið í kýrhausnum.


mbl.is Verð á hrísgrjónum í sögulegu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klukkutíma stopp varð að 6 tímum vegna aðgerða Lögregluyfirvalda

Glæsileg frammistaða að leysa hugsanlegan einnar klukkustundar umferðarhnút, með sex klukkustunda óeirðum, finna þarf varðstjórann sem stjórnaði aðgerðum í upphafi og verðlauna hann með viðeigandi hætti ( hann ætti að vera D-rekinn).  


mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða Varðstjóri ákvað að hleypa öllu í bál þarna..

Líklega verður að telja aðgerðir Lögreglu í morgun við Rauðavatn alvarlegustu afglöp sem gerð hafa verið hérlendis í löggæslu sem sögur fara af, að missa þessi mótmæli upp í óeirðir er ekkert annað en klúður, ef eitthvað hefði verið gert fyrir 2 vikum síðan þá væri þessi staða ekki upp nú, og gætið að það verður ekki friðsamlegt í miðbænum í nót eftir þessi afglöp stjórnenda lögreglunar í dag. Það sem skeði þarna er  nánast skólabókardæmi um hvernig á ekki að bregðast við mótmælum af þessum toga.  


mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vantar fé þegar vopnakaup eru annarsvegar.

Simbabve glímir við óðaverðbólgu vegna óstjórnar Mugabe, sennilega eru vopnakaupin til að berjast gegn verðbólgunni eða hvað, alveg með ólíkindum hvað getur gerst á tuttugustu og fyrstuöldinni, kosningar fara fram og sá sem tapar ætlar að láta endurtelja, og ef það dugir honum ekki þá eru vopn á leiðinni frá Kína til að halda völdum með ofbeldi, og heimsbyggðin stendur hjá og sendir nokkra poka af korni til bágstaddra til að friða samviskuna, og Mugabe stjórnar þar til annar harðstjóri steypir honum með hervald, líklega með stuðningi Bandaríkjamanna, Rússa eða Kínverja að loknum Ólimpíuleikunum eða hvað haldið þið.


mbl.is Vopnasendingu snúið frá S-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.8.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband