Hávaðamengun

Það pirrar mig óendanlega hvað hávaði er notaður mikið, og gildir þá einu í hvaða tilgangi það er gert, til að mynda sjónvarpið fer verulega í taugarnar á mér hvað þetta varðar, þar sem ég er heyrnarskertur en get notað tæki mér til hjálpar, tæki sem hækkar öll hljóð verulega, svo þegar ég horfi á sjónvarp og hef hljóðið stillt þannig að ég heyri sæmilega er allt í lagi en, svo koma auglýsingar og þá bregst það ekki að til að fanga athygli áhorfandans er hljóðstyrkur auglýsinga verulega hærri en almen dagskrá, og oftar en ekki er notast við sírenuvæl eða háværa hvelli, fyrir mig með heyrnartækin stillt hátt eru auglýsingar hrein kvöl og ekki eru upphróp sumra fréttamanna til að bæta ástandið, og mikið saknar Maggi þá gömlu skírmæltu fréttamannanna af gufunni.

Fyrir nokkrum árum fór ég í leikhús til að sjá og heyra Sjálfstætt fólk í uppfærslu Þjóðleikhússins. Sviðið var afar fábrotið eiginlega lítið annað en trépallur sem hallaði að áhorfendum, ég setti upp bæði heyrnartækin og beið líkt og aðrir spenntur eftir að sjá Bjart í Sumarhúsum birtast, nú tjaldið var dregið frá og við blasti pallurinn í um það bil mínútu grafarþögn ríkti í salnum og ég heyrði fólk ræskja sig og hósta, ég hugsaði með mér mikið er hljómburðurinn góður hérna matt og þétt hljóð, og þá gerðist eitthvað það lyftist upp hleri úr trépallinum og honum var síðan kastað upp af afli þannig að hann skall í trépallinn með gríðarlega háværum hvell, upp um hleragatið kemur Bjartur með trékoll í hendi hann hendir aftur hleranum og líklega var hvellurinn sínu hærri í það skiptið, Bjartur snýr sér til hálfs tekur kollin báðum hömdum og dengir honum í pallinn, ósjálfrátt slökkti ég á báðum heyrnartækjunum, bjartur sest og byrjar að tala ég hugsaði með mér jæja það hlýtur að vera í lagi að kveikja aftur á tækjunum svo sagt svo gert, það næsta sem gerðist var að nær allar persónur leikritsins birtast aftan á sviðinu og ganga upp og fram á pallinn og hvað haldið þið að þau hafi verið að gera hver einasti maður heldur á pott eða pönnu í annarri hendinni og lemur með ausu eða sleif í hinni hendinni, ég ætla ekki að reina að lýsa því hvað mér fannst um þennan hávaða læt nægja að segja frá að fólkið fyrir framan mig greip um eyrun, ég hinsvegar slökkti á heyrnartækjunum mínum og tók þau niður, svona gekk öll sýningin í gegn, ég ætla aldrei aftur í leikhús á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband