Það sem vantar í gengisumræðuna?.

Ég tel að fall krónunnar megi tengja beint við umsóknarferlið að ESB, vegna þess að allt er á niðurleið í ESB, og verður samkvæmt spám "markaðarins", og vegna umsóknar okkar í samband sem stefnir lóðbeint á hausinn þá fellur krónan, Grikkland er á hausnum það er mínus, Ítalía er að leita nauðungarsamninga við Kínverja það er mínus, Spán, Ítalía, Portúgal, Frakkland eiga ekki fyrir skuldbindingum sínum við "Björgunarsjóðinn", og við erum að sækja um að komast inn????.

Það er næstum pottþétt að ef ESB umsókn yrði afboðuð, og ég leifi mér að nota sömu rök og Pétur notar, þá myndi gengi Krónugarmsins okkar hækka um 20 til 30 prósent samdægurs, því nú í 3 ár eftir hrun  hefur viðskiptajöfnuður okkar verið jákvæður allan "tíman", þetta er staðreynd, ef við drögum umsóknina um aðild að gjaldþrotastefnu ESB þá mun krónan styrkjast jafnvel langt um fram það sem ég spáði hér að framan, burt með Samfylkinguna og Melónufkokkin, og höfnum ESB, vinnum svo úr þessu án öfga. 


mbl.is „Er hann með of lág laun?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já mikið er ég sammála þér Magnús.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.4.2012 kl. 01:13

2 identicon

Þeir sem hafa áratuga reynslu af þessu íslenska peningaumhverfi með þessa örmynt vita betur. Hér hafa verið okurvextir og verðtrygging í meira en 30 ár sem gerir fólk eignalaust reglulega. Síðustu áratugi hafa verið fjöldamargar gengisfellingar jafnvel um tugi prósenta í einu. Þetta með gengishækkun krónunnar um 20-30 % er algjör óskhyggja og gjörsamlega óraunhæft að búast við slíku miðað við skuldastöðu landsins til framtíðar. Viðræður við ESB breyta nákvæmlega engu um krónuna. Mundu að við erum með gjaldeyrishöft. Þegar krónan var hátt skráð í nokkur ár þá reyndist það bara vera froða. Verðtryggt lán í íslenskum krónum hefur hækkað um 70% síðan sumarið 2005. Ég held að það segi allt sem segja þarf. Margir hafa minna útborgað en þeir höfðu þá.

Margret S. (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 09:34

3 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Man ekki eftir því fyrr en núna allra síðustu ár að margir af æðstu mönnum þjóðarinnar skuli vera tala niður gjaldmiðilinn ,hefði einhvertíman verið kallað landráð. Hann hefur oft bjargað málunum þegar gerðir hafa verið óraunhæfir kjarasamningar,sem leiddu oftast til þess að þeir hæðst launuðu voru þeir einu sem fengu einhverja raun hækkun. Ef krónan hefði ekki verið látin gefa eftir verðgildi sitt,hefðum við setið uppi með gjaldþrot fyrirtækja og fjölda atvinnuleysi og það er það sem ég óttast ef tekinn verður upp stapíll gjaldmiðil.

Ragnar Gunnlaugsson, 1.4.2012 kl. 11:53

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Margrét: Gengi gjaldmiðla byggist á tiltrú fjárfesta, og innganga í ESB eins og málum er háttað þar innanborðs, eykur ekki tiltrú fjárfesta eins og gengislækkun um 8 % á síðustu mánuðum staðfestir, það er verið að spyrða Krónugarminn okkar við Grikkland, Írland, Ítalíu, Spán, Portúgal, sem eiga það öll sameiginlegt að vera með neikvæðan hagvöxt, gífurlegt atvinnuleysi, og hroðalega skuldastöðu, Ísland er hinsvegar með afgang af vöruskiptum sínum síðastliðin 3 ár, og atvinnuleysi er með því lægsta miðað við ESB en samt of mikið, ef ekki væri fyrir þessa ESB umsókn, og ríkisstjórn sem hækkar skatta og gjöld nánast daglega , þá væri gengi Krónunnar verulega hærra en það er í dag.

Magnús Jónsson, 1.4.2012 kl. 12:27

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Ragnar: Gjaldmiðils skipti eins og málum er háttað hérlendis, yrði að öllum líkindum til tjóns fyrir þjóðina, því gjaldmiðillin er ekki vandamálið heldur meðferðin á honum, hvernig færum við að með kjarasamninga til að mynda, ef litið er til Grikklands, þar er verið að lækka laun um og yfir 20%, og talað um að lækka þurfi þau meira, ég á frekar erfitt með að sjá slíkt gerast hérlendis, er sammála þér það er undarlegt að hlusta á stjórnarliða, þegar þeir rakka niður Krónuna okkar.

Magnús Jónsson, 1.4.2012 kl. 12:38

6 identicon

Veit nú ekkert hver þessi Margrét er. Enn hún er bara að tala sannleika hér... því miður. Vildi að ég gæti sagt að hún væri að bulla enn það er bara ekki svo gott....

óli (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 23:35

7 Smámynd: Landfari

Það er vöruskiptajöfnuðurinn sem hefur verið hagstæður síðastliðin 3 ár en enni viðskiptajöfnuðurinn. Hann hefur verið neikvæður.

Er algerlega sammála Marréti að "Þetta með gengishækkun krónunnar um 20-30 % er algjör óskhyggja og gjörsamlega óraunhæft að búast við slíku miðað við skuldastöðu landsins til framtíðar." Þó ég skilji ekkert hvað hún er að mena með að verðtryggin geri fólk eignalaust reglulega. Verðtryggingin er það eina sem hefur gert fólki kleift að spara fyri hlutunum í stað þess að taka allt að láni. Þeir hinsvegar sem skuldsetja sig um of eig alltaf á hæættu að ráða ekki við afborganir ef þeir gera ekki ráð fyrir ákvðnu svigrúmi.

Hinsvegar eru vextir allt og háir á verðtryggðum lánum.

Landfari, 1.4.2012 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband