Ískyggileg þróun ef heldur sem horfir.

Fólksfjölgun er stærsta vandamál Afríku og reyndar Jarðarinnar allrar, vesturlöndin halda áfram að skella skollaeyrum við vandanum sem við blasir í Afríku, þeir vilja arðræna þessa álfu áfram og halda íbúunum í fátækt og fáfræði, fáfræði er líklega hvergi jafn mikil og í Afríku, og menntun er sú aðstoð sem kostar minnst, en frekar en að mennta fólkið, þá selja vestrænar þjóðir helst vopn til stríðsherra og ofbeldissinnaðra ættbálka í álfunni.  Afrakstur af afskiptum Evrópumanna í Afríku er smánarblettur í sögubókum, og má nánast rekja allar hungursneyðir og styrjaldir álfunar til þeirra sömu þjóða, í seinni tíð hafa svo Kínverjar og Bandaríkjamenn bætt sér í slaginn, árangurinn er hrein hörmung, flóttamannabúðir, þjóðarmorð, að ógleymdum hörmungunum í Darfurhéraði sem eru þyngri en tárum taki.  Svo kemur á daginn að fólki fjölgar um helming á 27 árum?, í álfu sem er fyrir í slæmu ástandi og ekki bætir aukin fólksfjöldi ástandið nema síður sé, mig hryllir við því ástandi sem gæti skapast þar ef fólkinu fjölgar um helming aftur á næstu 30 árum eða svo.  


mbl.is Milljarður býr í Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reputo

Ætli það megi ekki þakka kaþólsku kirkjunni þetta að stórum hluta. Kirkjan nær best til sjúkra og heimskra (lesist í þessu tilfelli ómenntaðra) og því hefur Afríka verið þvílík gullnáma fyrir kirkjuna. Þetta eru meðal annars afleiðingar þess að páfaskrípið fordæmir smokka og aðrar getnaðarvarnir. Múslimarnir eru svo ekkert skárri, enda er þetta nánast sama bókin sem þeir fylgja.

Reputo, 19.11.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband