Undarleg viðbrögð við ráðningu ritstjóra?

Fullorðnir men stökkva upp á nef sér, reita hár sitt og skegg og segjast hættir að blogga á moggablogg?, sumir eiga ekki orð yfir ósvífni Davíðs?, en aðrir segjast hafa sagt upp morgunblaðinu í réttlátri hneykslan á ráðningu Davíðs sem ritstjóra?, en samt á þetta sama fólk að eigin sögn, það sameiginlegt að vera sjálfskipaðir verðir málfrelsis og frjálsra skoðana?.

Rök eru þau að Davíð eigi að fela sig og þegja?, hvers vegna spyr ég, sama fólkið er tilbúið að sitja og hlusta á útrásarvíkinganna, í hverju viðtalinu á eftir öðru kenna ytri aðstæðum um ófarir sínar, en það vil meina Davíð láta sína skoðun í ljós, og er hneykslað á því að hann vogi sér að hafa skoðanir, ja mikil er frelsis ást þeirra sem vilja ekki heyra eða lesa það sem aðrir hafa að segja, vegna hvers spyr sá sem ekki veit, líklegast er það hrætt við að það yrði upplýst um aðra hlið á málefnum líðandi stundar, gæti jafnvel hugsast að Davíð hefði eitthvað til málana að leggja sem það væri sammála honum um.

 


mbl.is Davíð: Mun nýta reynslu úr fyrri störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Í hvaða leikriti ert þú staddur ? Eða lastu bara fyrirsagirnar á bloggunum ?

hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 21:21

2 identicon

Þessi manndjöfull á að halda sér saman. Hann hefur talað nóg.

óli (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 21:38

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Hilmar:málefnalegt hjá þér eða hitt þó heldur, ég er með báða fæturna á jörðinni, og hef verið að lesa bloggin og hlíða á ummæli fólks í frétta tímum, þar er nánast allt á einna bókina lært fólkið vill ekki heyra skoðanir annarra, það gæti smitast, sennilega ert þú einn af þeim.  

Magnús Jónsson, 25.9.2009 kl. 21:43

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Magnús Pstillinn þinn ljómar nú ekki af málefnanlegheitum eða hvað ?

hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 21:59

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gremja þeirra sem gagnrýnt hafa ráðningu Davíðs sem ritstjóra er bundin því að fólki er misboðið. Davíð ber öðrum fremur ábyrgð á mistökum við einkavæðingu bankanna fyrir 6-7 árum og þeirri fjármálakrísu sem nú er. Er réttlætanlegt að verðlauna skussann? Hvaða siðfræði er á bak við þessa ákvörðun? Eru menn kannski þannig innstilltir að sjálfsagt er að gefa þjóðinni langt nef?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.9.2009 kl. 22:14

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Greinilega sumir, Guðjón..

hilmar jónsson, 25.9.2009 kl. 22:15

7 Smámynd: Magnús Jónsson

Hilmar: Ppistill minn fjallar um það að fólk vil ekki leifa skoðanafrelsi og málfrelsi, pistillin minn kemur persónu Davíðs í raun ekkert við , þú heldur því hins vegar fram  að Davíð muni beita sér fyrir skoðanakúgun í Morgunblaðinu, hvað hefur þú fyrir þér í því, þú verður að gera þér grein fyrir því að það hugsa ekki allir eins og þú, en allir eiga að fá að láta sínar skoðanir í ljós, og gildir þá einu hver á í hlut, er erfitt fyrir þig að skilja það.

Magnús Jónsson, 25.9.2009 kl. 22:26

8 Smámynd: Magnús Jónsson

Guðjón: Þú hefur líklega séð á árunum 2003-4, og líklega varað við því að ESB reglur um bankamál voru lögleiddar hér, ég held að engin hafi í raun gert sér í hugarlund að bankar, sem þurftu reglulegan björgunarpakka frá skattgreiðendu nánast árlega í Ríkiseign, og við einkavæðingu skiluðu sömu bankar milljörðum í skattgreiðslum, gætu á 6 árum sett þjóðanna á hausinn með nánast ótrúlegum hætti, gætu misnotað regluverk ESB til að féfletta aðrar þjóðir í leiðinni, Davíð átti þátt í að auka frelsi í viðskiptum, en segjum sem svo að hann eigi sök á þeim hamförum sem gengið hafa yfir, þíðir það að hann megi ekki gera neitt, megi ekki hafa skoðanir og ekki láta þær í ljós.

Og svona til gamans ef skútu sem þú hjálpar til að setja á flot, er siglt í strand af einhverjum sem vill ekki fara eftir merktum siglingaleiðum, er það þá þér að kenna. 

Magnús Jónsson, 25.9.2009 kl. 22:45

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ferilsskrá!

Hvað er nú það og til hvers? Kanski álíka gagnleg og greiðslumat eða réttara sagt ógagnleg. Skoðum aðeins hvernig ferilsskrá Davíðs Oddsonar gæti litið út...... Of margir sleppa við að sýna ferilsskrá þegar þeir í ¨auðmýkt¨ sinni sækja um vinnu eins og til dæmis Dabbi hinn auðmjúki. Hroka hefur hann alla vega aldrei sýnt eða hvað? Hvers vegna datt mér hroki í hug núna? En gefum honum séns á að bæta fyrir bölið og hreinsa upp skítinn eftir stjórnartíð sína.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.9.2009 kl. 00:57

10 Smámynd: Guðmundur Björn

Hilmar þú ert stórkostlegur. Vil þig í forsetann....nánast jafnmikið rugl þar í gangi.

Guðmundur Björn, 26.9.2009 kl. 02:23

11 Smámynd: Christer Magnusson

Ég er einn af þeim sem sagði upp Moggann í gær. Það hefur ekkert með málfrelsi að gera.  Í rauninni ekki heldur ósvífni hans eða stuðningsmanna hans þó að mér mislíki hvernig nú er verið að gefa þjóðinni langt nef. Davið má segja og skrifa hvað sem hann vill mín vegna. Ég ætla bara ekki að borga fyrir vöru eða þjónustu sem hann er viðriðinn. Hann er einn af þeim sem bera höfuðábyrgðina á hvernig fór. Ég treysti honum ekki. Ég mundi ekki kaupa notaðan bíl af honum, eins og sagt var um Nixon.

Christer Magnusson, 26.9.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband