Hvað er að þarna fyrir norðan?

Hví reina heimamenn ekki að hrekja dýrin út úr firðinum, Andanefjur þessar eru greinilega villtar, þær eru á leiðinni suður og villtust inn í Eyjafjörð, þær munu allar deyja þarna ef þær verða ekki reknar út úr firðinum, fyrnst fólki sem aðhlinnist náttúruskoðun gaman að horfa á dýr verða hungurmorða mér er það til efs en það er það sem er að gerast þarna á pollinum, farið út á bátum og skjótið dýrin, eða hrekið þau burt með einhverjum ráðum, ekki efna til söfnunar um að grafa göng til suðurlands fyrir dýrin því þau geta ekki beðið svo lengi, þeirra náttúrufæði er í djúpsjó, þeirra bíður ekkert nema hungurdauði ef ekkert verður að gert annað en að taka af þeim myndir.

 


mbl.is Dauð andarnefja í Höfðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigfús Pálsson

Þetta er svakalegt mál.  Engin opinber rannsókn? Hvar er umhverfisráðherra?  Af hverju engin opinber björgunarðagerð?  Hvar eru danir með búr?  Hvers vegna ekki einkaþota af stærstu gerð til Akureyrar?  Hvers vegna eru náttúruverndarsamtök Íslands með alvöru mótmæli?

Ég bara skil þetta ekki

Vigfús Pálsson, 21.9.2008 kl. 01:42

2 identicon

Menn halda nú að þær séu þarna vegna þessa að það er svo mikið magn að síld, svo þær deyja varla úr hungurdauða undir þeim kringumstæðum

Jónas (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 02:21

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Jónas: þakka þér fyrir upplýsingarnar, vissi ekki um síldarátið, hafði eins og flestir aðrir lesið að aðaluppistaða í fæðu þeirra væri smokkfiskur. 

Magnús Jónsson, 21.9.2008 kl. 11:24

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er nóg æti fyrir þær inn eftir öllum Eyjafirði Magnús. Þar er mikið af síld, seiðum og síli. Svo ég tali nú ekki um silunginn. Þær éta allskonar fisk auk smokkfisks, sem hugsanlega gæti verið í Eyjafirði núna. Hans hefur oft orðið vart þar. Auk þess eru kvikindi á botninum sem andarnefjur sækja í eins og krossfiskur og ígulker. Ekki hefur heldur verið að sjá á þeim að þar væru laslegar. Stökkvandi og með allskonar kúnstir. Hvort þessi sem fannst í Höfðahverfi er ein þessara fjögurra er ekki gott að segja. Ef tilgátan um að hún hafi flækst í legufærum, þá ætti að sjást sár við sporðinn en svona lítilfjörleg legufæri eru nú ólíkleg til að drepa hval af þessari stærð.

Haraldur Bjarnason, 21.9.2008 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband