Ég vil sjá þennan bardaga á Rúv

Hvers vegna eru sumar íþróttir skilda útundan hjá rúv? hvar er boxið? hvar er blakið-er ekki íslandsmeistaramótið í blaki á Akureyri núna?hvar var fréttin og myndskeiðið af þessum bardaga hans Gunnars, þeir hjá RÚV verða að fara að taka, handbolta,fótbolta og körfuboltann úr auganu það eru til aðrar íþróttir, af hverju sjáum við ekki ólimpískt box til að mynda, en fáum að njóta þess að geta séð afríska spánverja etja kappi við afríska frakka í fótbolta, sem mér finst vera endalaus endurtekning á sama leiknum, afsakið væri meira gaman að horfa á 8- 10 ára stráka spila á túninu fyrir framan svalirnar mínar , þeir spila þó af því að þeim finnst það gaman. 


mbl.is Gunnar yfirbugaði þann breska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jájá svona allt saman rétt hjá þér en ég held að þessi náungi verði stór stjarna hér á landi fyrr eða síðar og þá verður hann strákurinn okkar og fer að selja auglýsingar. Hef fylgst með MMA bardögum í dágóðan tíma og aldrei hafa Norðulönd sent neinn bardagamann á við þennan náunga hlakka til að sjá hvað verður um hann því hann er svo mikill talent og ekki með mikla reynslu svona miðað við andstæðinga en hann er að valta yfir þá og mér hitnar um víkingablóðið og vona að við sjáum okkar eigið bardagatól keppa í stærri keppnunum og áhorf okkar mun hafa áhrif. Áfram Ísland

Bergsteinn Þorsteinsson (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 02:38

2 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Og setja svo drenginn í icesave bardagan.

Nei

Til haningju Gunnar

Haraldur G Magnússon, 14.2.2010 kl. 06:47

3 identicon

Íþróttaumfjöllun fer eftir því hvað íþróttafréttamenn hafa sjálfir áhuga á. Gunnar vekur ekki áhuga þeirra þar sem hann er ekki í fótbolta eða handbolta. Gunnar hefur endurtekið slegið í gegn erlendis, hans velgengni er ekki nýbyrjuð. Hins vegar ef hann væri meiddur á bekknum hjá einhverju íslensku fótboltaliði þá fengi hann umfjöllun.

valdimar (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 08:51

4 identicon

Þessi bardagi var hvergi sýndur í sjónvarpi í heiminum en verður sýndur á Bravo sjónvarpsstöðinni helgina eftir.

En þetta er samt svo týpiskt fyrir Íslenska fréttamenn að segja að þessi andstæðingur sé ósigraður í MMA, recordið hans er (1-0-0) sem gerir einn sigur, jú vissulega ósigraður en andskotinn hafi það. Gunnar var alltaf talinn sigurstranglegastur í þessum bardaga með (5-0-1) record .

krissi (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 10:39

5 identicon

Rúv. Handbolti,fótbolti handbolti smá meiri fótbolti! Enn jú væri gaman að sjá þetta. Enn það að hann hafi rassskelt Bretadjöful er sko það besta! þvílík óvina þjóð sem það nú er Íslandi! Réðust á okkur 1940 og börnuðu stelpurnar okkar! Svo reyna þeir í þrígang að stela fiskinum okkar og setja okkur svo á stall með Bin laden!

He he he. Gott á þig Tjallakúkur! Vertu bara stiltur eða Gunnar lemur þig aftur litli kútur!

óli (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 10:59

6 identicon

Finnst engum skrítið að þessi frétt sé sett undir "fólkið" en ekki "íþróttir" ?

Rúnar (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 21:15

7 identicon

Gættu tungu þinnar, Óli minn.  Þú ert vafalítið að grínast, en svona orðaleppar eiga ekki heima fyrir allra augum.  Heldur þú að hinn almenni breski ríkisborgari hafi eitthvað með ófarir okkar að gera ?  Nei, ónei, ekki frekar en að íslenskur almenningur hafi farið í útrás með alla okkar peninga.  En þar sem þú ert nú trúlega að spauga, veistu þetta vel.  Sjálfur sé ég brandara í þessu hjá þér, en passaðu þig samt.

núll (IP-tala skráð) 14.2.2010 kl. 23:32

8 Smámynd: Lilja Ingimundardóttir

Það er alveg merkilegt að Gunnar sé ekki búinn að fá sína viðurkenningu hér á landi (t.d. að koma til greina í vali á íþróttamanni ársins og slíkt) þar sem að hann er án efa einn besti íþróttamaður Íslands.

Handboltalandsliðið hefur gert dúndur góða hluti undanfarið, sem og kvennalandsliðið í knattspyrnu í fyrra, en í samanburði við það sem Gunnar hefur gert á síðustu árum eru hans afrek engu minni og í mörgum tilfellum meiri.

Lilja Ingimundardóttir, 15.2.2010 kl. 00:23

9 identicon

Þessi drengur er ótrúlegur íþróttamaður og magnaður drengur í alla staði. Hógvær og frábær fulltrúi Íslands hvar sem hann kemur. Það var 50 mínútna viðtal við hann í þekktum MMA útvarpsþætti á fimmtudagskvöldið, The Jordan Breen Show. Mjög gaman að hlusta á það. Og Krissi, það er hárrétt hjá íslensku íþróttafréttamönnum að segja að andstæðingur Gunnars væri ósigraður. Hann er búinn með 5 MMA bardaga eins og kemur fram víða ef þú myndir nenna að leita þér upplýsinga. Hann er búinn með 2 atvinnumanna bardaga, 1 hálf-atvinnumanna (Semi-pro) og 2 áhugamanna (amatör). Þetta kemur m.a. fram á Mjölnisvefnum og víðar og þar er t.d. vísað á þessa síðu: http://www.prokumite.co.uk/entrylevelfighters.html

MMA Fan (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 01:06

10 identicon

Gunnar fær ekkert smá hrós frá Sam Elsdon sem tapaði fyrir honum. Hann skrifaði þetta í dag.

I just thought I would write a little post about being beaten by Gunnar....

Firstly I should start by saying I'm not ashamed of losing to Gunnar, in fact I'm not of ashamed of losing to anyone. "though one should defeat forty thousand enemies in forty thousand battles, he is not so great as the one who defeats himself.."

I have learnt more from losing to Gunnar than I could have taken away from 100 wins.

I gave up drinking alcohol in March 2009 when I realised I had spent a decade going out drinking and living for the weekend with no real goals or focus and under a year later after focusing my mind on the goals I wanted to acheive I fought one of the most exciting up and coming Mixed Martial Artist's in the world on one of the biggest MMA show's in the UK.

Gunnar to me is the optimum example of what a mixed martial artist should be, humble, respectful and focused, not to mention massively talented. I said on the filming Giant films did that Gunnar is who I wished I had been when I was 21 and I truly meant it. I think he is an example to us all as to what you can achieve when you focus on your goals and remove the all the obstacles physical and mental and put in the hard work and effort in.

Despite a lot of people telling me not to fight him, it is one of the best things I have done and I feel truly honoured to have been able to get in the cage with him.

When I left home this morning at 7am there was a beautiful sunrise coming up from the hills where I live and I realised that it was just the start of another day.
I think there is a Gunnar in all of us and with focus dedication we all can achieve great things... I did not lose Saturday night....... I won!

MMA Fan (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 19:14

11 Smámynd: Halli Nelson

Þessi orð Sam Elsdon voru afar íþróttamannsleg og hann á vonandi eftir að ná lang í sportinu sjálfur. Frábær afstaða enda drengurinn á mikilli siglingu og hafði unnið alla sína 5 MMA bardaga fram að þessu.

Krissi, recordið Elsdon er ekki 1-0. Það sem MMA Fan skrifar hér að ofan er rétt. En það er vissulega rétt sem þú segir að Gunnar var talinn sigurstranglegri fyrir bardagann af erlendum fjölmiðlum og veðbönkum, sem var nýtt fyrir honum Elsdon ætlaði sér auðvitað að koma á óvart og þetta hefði verið flottur sigur hjá honum, hann hafði allt að vinna og engu að tapa. Elsdon er líka sterkur á þeim sviðum og gætu reynst Gunnari erfið auk þess sem hann var á winning streak (hafði keppt 5 mma bardaga á rúmi ári og unnið þá alla, 2 pro, 1 semi-pro og 2 amatör) á meðan Gunnar var að koma til baka eftir langt MMA hlé. Sem betur fer var ekkert MMA ryð að sjá á Gunna og hann kláraði þetta örugglega. Fyrir þá sem hafa áhuga verður keppnin sýnd á Bravo sjónvarpsstöðinni á sunnudaginn.
Sjá hér: http://www.bravo.co.uk/shows/bamma/

Halli Nelson, 18.2.2010 kl. 16:34

12 Smámynd: Magnús Jónsson

Halli Nelson: þakka fyrir linkan á bravó, ég ætla að reina að kíkja.

Magnús Jónsson, 18.2.2010 kl. 20:14

13 identicon

Sama dag og handboltalandsliðið var að keppa um annan í tapi (það er bara einn sigurvegari í hverjum leik allt hitt er tap) eða svo ég vitni í einn af mínum uppáhalds akstursíþróttamönnum, Bob"Hurricane"Hannah, margfaldan Bandaríkjameistara í Motocross og Supercross, "Second place is like kissing your sister" .

Þá var þessi strákur að keppa á sínu fyrsta stórmóti, í Aspen í Colorado á vetrarleikunum í Xtreme sports.  Fyrir framan 35.000 áhorfendur hirti hann Gullið í high jump með fullkomna einkunn og var kosinn rookie of the year.

http://www.firsttracksonline.com/News/2010/1/31/Icelandic-Rookie-Helgason-Takes-Gold-in-Snowboard-Big-Air-at-X-Games/

http://www.theskichannel.com/news/skinews/20100131/Halldor-Helgason-matches-Bobby-Brown-with-his-own-perfect-score-at-Winter-X-Games-Snowboard-Big-Air

http://www.dailyworldbuzz.com/halldor-helgason-is-awarded-rookie-of-the-year/17438/

ég held að allaveganna eitt íslenskt blað hafi slysast til að minnast á þetta í klausu á stærð við smáauglýsingu.

ég þarf varla að taka það fram að brettastrákarnir eru frekar ósáttir með það. 

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 19.2.2010 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband