Hvað er að þessu fræga fólki ?

Er það það sem vesalings fólkinu þarna á Haíti vantar, fjölmiðlasirkus með hvern höfðingjann á eftir öðrum, með tilheyrandi öryggisvarðaher og fylgdarliði, sem treður sér niður á flugvelli sem anna ekki byrðaflutningum með mat hvað þá annað, ja sköm er af segi ég bara, þetta fólk ætti að einbeita sér að því sem gera þarf og senda allt sem að getur til að hjálpa, en þess í stað veður það á staðin öllum til tjóns og engum til gagns nema hugsanlega fréttaþyrstum, fjölmiðlamönnum sem vantar eitthvað til að mynda annað en lík fórnarlambanna, rústir og slagsmál í matarröðum, ég bara skil ekki svona ferðalög þessa fræga fólks á svona staði.

 


mbl.is Bill Clinton kominn til Haítí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefðir ekki tapað neitt á því að kynna þér að stærsta söfnunarátakið í USA er kennt við Bush og Clinton og þeir tveir leiða það. Ég býst fastlega við að það fjármagn sem náist að safna sé mun hærra en milljónirnar sjö sem koma frá Íslandi.

Nú þegar bráðahjálpinni lýkur tekur við mun stærra verkefni, sem er uppbygging landsins og þar munu stærstu iðnríki jarðarinnar spila stóra rullu. Því er það mjög skiljanlegt að Clinton ferðist til Haiti til að beina athygli íbúa USA (og þar með væntanlegra styrktargjafa) að hörmungarástandinu.

Það er helsta ástæða þess að Clinton er kominn til Haiti og koma hans er bara jákvæð (nema þér finnist hún skyggja á dýrðarljóma íslenku hjálparsveitarinnar?)

Ásgeir Pálsson (IP-tala skráð) 18.1.2010 kl. 23:51

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hörmulega neikvætt hjá þér Magnús. Tek undir hjá Ásgeiri.

Óskar Arnórsson, 19.1.2010 kl. 00:17

3 Smámynd: Sigurður Helgason

Hálfgerð þjóðar skömm eins og maðurinn lætur,,,,óskar

Sigurður Helgason, 19.1.2010 kl. 07:34

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Ásgeir: Ég veit allt um þessa söfnun þeirra Bush og Clintons, það breytir ekki því að för Clintons, Hillari og framkvæmda stjóra sameinuðu þjóðanna voru með öllu óþarfar og tilgangslausar nema ef væri til að vekja athygli á ferðalöngunum, ekkert þeirra hafði nokkurt erindi á staðin, og nærvera þeirra hefur alveg önuglega kostað drjúgan skilding, og ekki hafa þau soltið né þurft að ferðast um á tveimur jafnfljótum, og hafa alveg örugglega haft nóg að drekka, og ekki voru þau að aðstoða neinn með flakki sínu því miður.

Magnús Jónsson, 19.1.2010 kl. 18:52

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Óskar: þú ert sama manvitsbrekkan og endranær, taktu bara undir það sem þér sýnist, það sem mér finnst vera sóun á fé til hjálpatstarfs finnst þér og Ásgeiri neikvætt, þið teljið báðir að eiða eigi söfnunarfé handa bágstöddum í ferðalög fræga og fína fólksins, ég leifi mér að vera ósamála ykkur báðum og reyndar skil hvorki ykkur né þessa heimsfrægu loddara.

Magnús Jónsson, 19.1.2010 kl. 19:04

6 Smámynd: Magnús Jónsson

Sigurður : Hvað er það nákvæmlega sem þú ert að reina að koma til skila?

Magnús Jónsson, 19.1.2010 kl. 19:06

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það þarf ekkert mannvit í að skilja venjulega neikvæðni og "hundalógík". Þó þurft hefði að senda síðustu peninga sem til voru í landinu til Hahiti, það hefði það verið sjálfasgt mál. Maður verður að vera gjörsamlega aftengdur tilfinningalega til að trúa svona hrikalegu bulli sem þú ert að halda fram. Sem betur fer er þetta afar sjaldgæft viðhorf Magnús minn...

Óskar Arnórsson, 19.1.2010 kl. 23:09

8 Smámynd: Sigurður Helgason

Magnús einfaldlega það,

Að halda að svertingjarnir skipti einhverju máli nei nei,

En fræga fólkið sem ætti að halda sig heima eins og þú segir, það er engin glamur í því, hræsnararnir verða að fá sjóið sitt,

Sigurður Helgason, 22.1.2010 kl. 01:49

9 Smámynd: Magnús Jónsson

Sigurður: þakka innlitið, og nýjustu fréttir herma að flugvélar hlaðnar neyðarvistum verði frá að hverfa, og kennt er um lélegri flugstjórn bandaríska hersins, alveg öruggt ef eithverju stórmenni dytti í hug að fljúga á staðin, þá væri ekki vandamál að komast að.......

Magnús Jónsson, 22.1.2010 kl. 16:32

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nýjustu fregnir herma að það sé bara einn flugvöllur á Hahiti og bara ein fluvél heti lent í einu. Þá fá þær að lenda sem hafa vistir sem mest liggja á. Skilja menn ekki það sem sagt er í fjölmiðlum um þatta eða er gaman að snúa öllu á versta veg?

Óskar Arnórsson, 24.1.2010 kl. 00:46

11 Smámynd: Magnús Jónsson

Óskar:Flugvöllurinn er aðeins ein  og hann er í Port of Prins. Hættu að þvæla þessa steypu maður, ertu með meðvitund eða hvað, í hverskonar vímu ert þú alla daga eiginlega, fréttir af svæðinu í boði CNN og Sky ættu að nægja , en fár........ eins og þú skilur líklega ekki  hvað sagt er á ensku, svo viltu vera svo vænn að kynna þér umræðuefnið og tjá þig svo, eða sleppa því bara alveg, þar sem þú skilur ekki umræðuefnið til að byrja með.

Magnús Jónsson, 24.1.2010 kl. 02:23

12 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er ekkert að skilningi mínum á ensku  Magnús gamli. Ég er bara hissa hvað þú getur verið duglegur að drulla yfir björgunarfólk á Hahíti sem koma frá USA. Það þarf á öllu fólki að halda þarna og líka "frægu fólki" Þá gleymist fólk ekki þarna. Og öllu fjármagni hvaðan sem það kemur. Þú skrifar eins og óviti...

Óskar Arnórsson, 24.1.2010 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband