Hvaða rör hníga að því að Ólafur Ragnar geti og megi skrifa undir Icesave?.

Ekki skil ég hvers vegna Ólafur ætti ekki að synja um undirskrift, ef ekki núna þá hvenær?, mér til að mynda finnst að ekki eigi að leggja það á neina ríkisstjórn að taka jafn afdrifaríka ákvörðun fyrir sína þjóð og Icesave er.

Það á þjóðin sjálf að gera, alþingi stjórnar í okkar umboði í víðu samhengi, þessi skuldbinding er ekki eitthvað sem alþingi á að ákveða, það á þjóðin að gera í atkvæðagreiðslu, annað er hvorki sangjarnt né lýðræðislegt, og ef forsetin synjar ekki í þetta sin þá er komið að leiðarlokum fyrir það embætti sem forseti skipar.

Samkvæmt stjórnarskrá þá er forsetin öryggisventill á gjörðir alþingis gagnvart almenningi ekki öfugt, stjórnmálamenn mega aldrei fá slíkt ofurvald að þeir komist upp með nánast hvað sem er í krafti meirihluta á alþingi, sérstaklega væri það alvarlegt þar sem ekki hefur en gengið eftir að jafna atkvæðavægi eftir búsetu, þess vegna þarf forseta.

En ef sá sem embættið skipar neitar að virða vilja yfir 50.000 kjósenda,  kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er komið að því að breyta þarf lögum, og setja ákvæði í lög sem setja sjálfkrafa mál að þessu tagi í þjóðaratkvæðagreiðslu, og um leið væri hægt að afeggja forsetaembættið sem slíkt. 

Sú röksemd að almenningi sé ekki treystandi til að taka afstöðu í þessu máli er brosleg í besta falli en ósvífin í hinu, var það ekki þessi sami almenningur sem kaus þetta fólk á alþingi, og hefur ekki komið berlega í ljóss a síðust mánuðum, að sumir þeir sem kosnir voru hafa svikið þau loforð sem þeir gáfu fyrir kosningar, og ekki er svo langt síðan, og svo kjósa þeir fyrir okkar hönd á alþingi þvert á þær skoðanir sem þeir voru kosnir vegna, ef þessi rök duga ekki til að forseti neiti þá veit ég ekki hvað þarf til. 

Magnús Jónsson, 2.1.2010 kl. 01


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Nákvæmlega. Það eru bara r0k til sem segja að hann eigi ekki að skrifa undir og ég trúi ekki að hann geri það heldur..

Óskar Arnórsson, 2.1.2010 kl. 04:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband