Færsluflokkur: Dægurmál

Ótímabær fagnaður.

Óskhyggja framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er brjóstumkennileg í besta falli, því stækkun björgunarsjóðsins er ekki orðin að veruleika, til þess þurfa, ef mynnið svíkur ekki, þurfa 3 þjóðir innan ESB að samþykkja með þjóðaratkvæðagreiðslu, og þar er ekki á vísan að róa, fyrir utan að þjóðir á borð við Ítalíu, Spán, Portúgal að ógleymdum Frökkum, eiga ekki fyrir þeim upphæðum sem á þá falla við samþykkt sjóðsins, og líkast til treysta sumir á að pakkinn verði feldur til að þeir þurfi ekki að láta sínar þjóðir standa við, digurbarkalegar yfirlýsingar um að þeir geti?. 


mbl.is Fagnar stækkun björgunarsjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáviska er sennilega smitandi.

Árið 2007 þan 28 mars, skrifaði ég grein hér á bloggið sem ég tel tímabært að birta aftur, hún heitir Hvalveiðafárið mikla, gerið svo vel.

SVOKÖLLUÐUM "fréttum" af yfirvofandi óförum okkar Íslendinga hér heima og á erlendri grund bókstaflega rignir yfir okkur þessa dagana. Bandaríkjamenn ætla víst að sniðganga íslenskar landbúnaðarvörur og þeir Grænfriðungar ætla að hætta að koma til okkar að skoða hvali. Ekki veit höfundur hve margir Grænfriðungar hafa komið hingað til en sennilega hafa þeir skipt tugum síðustu tuttugu árin eða svo. Hver ritstjórnargreinin á fætur annarri er rituð af eldmóði og hneykslan vegna þeirrar skammsýni að hefja hvalveiðar að nýju og stefna hagsmunum okkar í tvísýnu. Halda mætti að heimsendir væri á næstu grösum vegna þessa. Mig langar aðeins að velta upp þeim aðstæðum sem gætu myndast ef við ekki veiðum hval. Til að menn geti gert sér grein fyrir því sem ég á við verða menn að hafa hugfast að í hafinu í kringum landið okkar eru árlega um það bil 230.000 hvalir af ýmsum stærðum, allt frá því að vera smáhveli sem vega 4 tonn til steypireiða sem vega 190 tonn. Þessir hvalir eru sennilega best útbúnu skepnur jarðarinnar til veiða og fæðuþörf þeirra er sennilega í kringum 9 til 11 milljón tonn á hverju ári. Til gamans má geta þess að heildarafli Íslendinga á síðustu 9 árum var um 14 milljón tonn og hefur farið úr 1.854 þúsund tonnum ár 1996–7 í það að verða 811 þúsund tonn núna 2005–6. Á sama tíma átu hvalir við Íslandsstrendur sennilega um 100 milljón tonn. Nú má hver sem vill hafa skoðun á þessum tölum. Þær eru teknar og settar fram nokkuð frjálslega þar sem erfitt er að finna nákvæmar upplýsingar um hvað hvalir eru margir, og hve þeir éta mikið, vegna skorts á rannsóknum, sem eru reyndar enn eitt sem okkur Íslendingum hefur verið legið á hálsi fyrir að stunda, af þeim sem láta hvað mest að sér kveða um málefni hvalfriðunar. Mér finnst samt vanta í umræðuna um nýtingu sjávarfangs að við getum núna veitt hval og selt eitthvað af afurðunum þannig að veiðar gefi eitthvað í aðra hönd. Ef við stundum hinsvegar engar hvalveiðar, þá verðum við á endanum að velja milli þess að lifa af einhverju öðru en fiskveiðum, eða fara hreinlega á haf út og drepa hvali bara eins og gert er við varg, eingöngu til að farga honum, og það verður hvorki auðvelt né ódýrt. Því lengra sem líður, því erfiðara verður að vinna markaði og svo framvegis. Allir sem fylgst hafa með fiskveiðum við Íslandstrendur undanfarin 30 ár og séð hvernig stöðugt dregur úr því magni sem veiðist þrátt fyrir eitt besta "fiskveiðistjórnunarkerfi heims" hafa séð tilkomu þriggja þátta, fyrst loðnuveiða, svo hvalveiðibanns, og ekki má gleyma þeirri gríðarlegu framþróun sem orðið hefur í notkun veiðafæra, sem sum hver geta valið um tegundir sjávarfiska. Og hver er útkoman? Með sama áframhaldi verður eftir nokkra áratugi allur fiskur uppurinn við Íslandstrendur, ekkert verður eftir nema átan og þeir hvalir sem geta lifað af henni eingöngu, og takið eftir einu, það verða ekki svo margir hvalir heldur, þeir eru núna stjórnlaus stórfloti sem veiðir eins og hann getur, og þeir geta. Aðeins við mennirnir getum stjórnað þessu ferli og okkur ber skylda til þess, því annars verða afskaplega fáir hvalir til að vernda, og vel að merkja, lítið um menn, ef ekkert er til að borða því það er jú tilgangurinn, er það ekki.

Hvert skal stefna? er spurningin. Við erum ekki vanþróuð þjóð, eða hvað? Það þarf að stjórna fiskveiðum, öllum fiskveiðum. Er ekki kominn tími til að gera það af skynsemi, en ekki með tilfinningum?.

 

 


mbl.is Google Earth gegn hvalveiðum Íslendinga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonda veröld.

Ódæði í líkingu við þetta eiga ekki, að geta gerst í siðuðum samfélögum ESB, á hve lágu plani er siðmenning hins vestræna heims þegar svona nokkuð getur gerst?, hvar hyggja mörkin  milli barbarisma, og jafningagæslu, hvernig dettur ungum karlmönnum í hug að koma svona svívirðilega fram við unga konu, hvað er það sem vantar í þeirra uppeldi, og sem gerir þá að slíkum óargadýrum, hvers konar samvisku hefur þjóðfélagið innprentað í menn sem gera svona nokkuð, minn skammast sín fyrir að vera karlmaður við lestur svona fréttar.


mbl.is Þrír nauðguðu átján ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftæði, ástæðan er augljós.

Og hún er sú að það vill enginn fjárfestir, koma nálægt landi þar sem skattar og gjöld eru hækkuð nánast daglega, og ekki bætir úr skák að stjórnvöld andskotast út í allt sem gæti hugsanlega talist mengun,  eins og sjónmengun, og nýjasta dæmið er ljósmengun, seinlegast með tilheyrandi gjaldtöku, sem vel á mynnst virðist vera það eina sem núverandi stjórnvöld virðast vera sammála um, og það er alveg dagljóst að það gerist ekki neitt í atvinnu uppbyggingu, fyrr en þessi hatast út í allt ríkisstjórn fer frá, og að mínu mati getur það bara ekki skeð nógu hratt.


mbl.is Vill frekar fjárfesta í Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Notað til að kaupa hlutabréf í bankanum, hver átti þau?

Í allri umræðunni um svona sýndarviðskipti, er ekki mynnst einu orði á hin raunverulega tilganginn með þeim, en hann er sennilegast gerður til þess að ákveðnir hluthafar geti forðað sér undan tapi, því þegar hér er komið sögu, þá vissu allir aðal menn bankans í hvað stefndi.

Á hlutabréfamarkaði gerast kaupin þannig að til að geta keypt hlutabréf, þá þarf einhver að selja sömu bréf, og á þessum tímapunkti korter í hrun, eru bréf bankans einskinsvirði í raun, en eru keypt á toppverði, af hverjum voru þau keypt, hverjum var verið að bjarga, innherjasvik koma ósjálfrátt upp í hugann.

Það má raunar geta sér til að svipaðir gerningar hafi verið í gangi, frá áramótum 2008 og alveg fram á hrun, því sumir segjast hafa séð það fyrir hvert stefndi, þó svo að fáir nema stjórar bankana og þeirra æðstumenn hafi vitað hve alvarleg staðan var í raun.


mbl.is Lánað án trygginga og heimildar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir Íranskir smástrákar með prik???

Sáust vera í bófahasar í fjörunni við Hormussund, Ísraelsher settur í viðbragðstöðu, nei í alvöru, floti Írana er sennilega varla hættulegur nýmóðins herskipum, þeir eiga einn gamlan Rússneskan kafbát sem er 4000 ton, og nokkur aflóga bresk herskip frá 1970, og Ísrael er í hættu, brandari.


mbl.is Írönsk herskip á Miðjarðarhafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eina sem stendur eftir???

þetta segir formaður landsambands Lífeyrissjóðanna, kokhraustur eftir að hafa fengið það í andlitið að "þeir sem standa eftir" töpuðu yfir 1 fjórða af lífeyrir hinna vinnandi stétta, við eigum líklega öll að lúta höfði og þakka þessu snillingum fyrir að hafa ekki tapað öllum okkar lífeyrir, margur maðurinn varaði við þessum gjörningum í Kringum Lífeyrissjóðina en á þá var ekki hlustað, en þeir sem klúðruðu til hægri og vinstri ætla" að læra af þessu", ég fyrir mína parta segi nei takk þið eruð búinn að gera nóg, við hin getum gert þetta miklu betur, og sérílagi ef þið "sem eftir standið" komið þar hvergi nálægt, þetta fólk á að draga firrir dóm, það hlýtur að vera glæpur að tapa milljörðum, af annarammana fé, með glópsku og óráðsíu, annað er óásættanlegt að mínu mati.


mbl.is Verðum að læra af reynslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það fer um man hrollur við svona nokkuð.

Það að Kanslari Þýskalands styðji man til forsetakjörs í Frakklandi?, er það ekki afskipti að innanríkismálum annarrar þjóðar, eða eru þau skötuhjúin( Merkel og Sarkozy) búin að koma 3 ríkinu á koppinn, án þess að hafa til þess umboð, veit ekki með ykkur, en það fer ónotatilfinning um mig við lestur svona fréttar, sérstaklega í ljósi þess hve djúp kreppan í Evrópu, virðist ætlar að verða undir ofríki og blindri leiðsögn þeirra skötuhjúa, svo ekki sé mynnst á þá rökfirru sem aðildarumsókn núverandi valdhafa hérlendis er að ESB, þegar svona fréttir berast af vettvangi dagsins í Evrópusambandinu. 


mbl.is Merkel styður Sarkozy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig gat þetta gerst undir ESB vottun???

Allt löglegt, vottað og viðurkennt samt er notað yðnaðarsillikon en ekki læknisfræðilagavottað sillikon, til hvers að vera með vottun ef svona lagað getur gerst, undir vottun??, þetta er alveg hroðalegt hverjum  er hægt að treysta þegar vottaðir aðilar geta gert svona lagað, og svo lítur út fyrir að margar konur sem hafa fengið svona vörur fái ekki hjálp( fréttir frá Evrópu), Íslensk stjórnvöld tóku strax rétta ákvörðun, að hjálpa öllum.


mbl.is „Klárt lögbrot“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er ekki sama um hvað Jóni Baldvin finnst??

Jón Baldvin er maðurinn sem sagði allt fyrir ekkert og seti þjóðina á hausinn með sínum Efta samningum, sem opnuðu bankakerfið upp á gátt með þeim afleiðingum sem við sjáum öll, kemur svo blaðskellandi úr sendiherraembætti, til þess að gera lítið úr þeim sem halda uppi vörnum, telur réttast að leggja niður forsetaembættið, fyrst hann sjálfur er ekki gjaldgengur í það, ja sveyattan skömm er af svona mönnum. 


mbl.is Forsetinn heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.4.): 50
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 340
  • Frá upphafi: 60468

Annað

  • Innlit í dag: 49
  • Innlit sl. viku: 313
  • Gestir í dag: 48
  • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband