Færsluflokkur: Dægurmál

Bandaríkja forseti heiðraður.

undarleg er hún þessi veröld sem við búum í þegar það telst stórfrétt að fugl hafi sýnt forseta Bandaríkjanna þann heiður að bera á hann áburð( gúanó ), það minnir mig á sögu sem Friðrik bóndi í Austurhlíð sagði mér meðan við mjólkuðum kýrnar forðum daga.

Sagan var af Séra Bjarna sem var prestur í Reykjavík og átti heima í húsi við tjörnina, eitt sin að vori til er séra Bjarni að ganga til kirkju, veit hann þá ekki til fyrir en Kría nokkur steypir sér að honum og sendir honum gusu sem lemdir á presti, það sem séra Bjarni gerði þá var að krjúpa,spenna greipar og horfa til himins og sagði, Drottin þakka þér fyrir það að skapa ekki kýr með vængi.........


mbl.is Bush fékk óvænta flugsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hávaðamengun

Það pirrar mig óendanlega hvað hávaði er notaður mikið, og gildir þá einu í hvaða tilgangi það er gert, til að mynda sjónvarpið fer verulega í taugarnar á mér hvað þetta varðar, þar sem ég er heyrnarskertur en get notað tæki mér til hjálpar, tæki sem hækkar öll hljóð verulega, svo þegar ég horfi á sjónvarp og hef hljóðið stillt þannig að ég heyri sæmilega er allt í lagi en, svo koma auglýsingar og þá bregst það ekki að til að fanga athygli áhorfandans er hljóðstyrkur auglýsinga verulega hærri en almen dagskrá, og oftar en ekki er notast við sírenuvæl eða háværa hvelli, fyrir mig með heyrnartækin stillt hátt eru auglýsingar hrein kvöl og ekki eru upphróp sumra fréttamanna til að bæta ástandið, og mikið saknar Maggi þá gömlu skírmæltu fréttamannanna af gufunni.

Fyrir nokkrum árum fór ég í leikhús til að sjá og heyra Sjálfstætt fólk í uppfærslu Þjóðleikhússins. Sviðið var afar fábrotið eiginlega lítið annað en trépallur sem hallaði að áhorfendum, ég setti upp bæði heyrnartækin og beið líkt og aðrir spenntur eftir að sjá Bjart í Sumarhúsum birtast, nú tjaldið var dregið frá og við blasti pallurinn í um það bil mínútu grafarþögn ríkti í salnum og ég heyrði fólk ræskja sig og hósta, ég hugsaði með mér mikið er hljómburðurinn góður hérna matt og þétt hljóð, og þá gerðist eitthvað það lyftist upp hleri úr trépallinum og honum var síðan kastað upp af afli þannig að hann skall í trépallinn með gríðarlega háværum hvell, upp um hleragatið kemur Bjartur með trékoll í hendi hann hendir aftur hleranum og líklega var hvellurinn sínu hærri í það skiptið, Bjartur snýr sér til hálfs tekur kollin báðum hömdum og dengir honum í pallinn, ósjálfrátt slökkti ég á báðum heyrnartækjunum, bjartur sest og byrjar að tala ég hugsaði með mér jæja það hlýtur að vera í lagi að kveikja aftur á tækjunum svo sagt svo gert, það næsta sem gerðist var að nær allar persónur leikritsins birtast aftan á sviðinu og ganga upp og fram á pallinn og hvað haldið þið að þau hafi verið að gera hver einasti maður heldur á pott eða pönnu í annarri hendinni og lemur með ausu eða sleif í hinni hendinni, ég ætla ekki að reina að lýsa því hvað mér fannst um þennan hávaða læt nægja að segja frá að fólkið fyrir framan mig greip um eyrun, ég hinsvegar slökkti á heyrnartækjunum mínum og tók þau niður, svona gekk öll sýningin í gegn, ég ætla aldrei aftur í leikhús á Íslandi.

 


stórfréttir?

Enn einu sinni fengu þeir sem nenna að horfa á sjónvarpsfréttir að sjá fréttamanna skara sitja með öndina í hálsinum um stjórnarráðið, og stökkva eins og hungraðir úlfar á Stjórnmálamann, sem vildi í raun ekkert segja og eftir að fréttamenn höfðu spurt spurninga sem ekki er hægt að svara, kom í ljós að stjórnmálamaðurinn hafði í raun ekkert að segja heldur. Í gærkvöldi fengum við að sjá fréttamenn reina að reka hljóðnema framan í Björn Bjarnason, og svo fengum við að sjá bakið á Birni þegar hann gekk að bifreið sinni, í báðum tilfellum sem nefnd eru hér að framan kom smá fréttaskíring á því sem fréttamen héldu að væri á döfinni, án þess að fréttamenn hefðu nokkuð fyrir sér annað en að annar fréttamaður héldi að eitthvað gæti skeð fljótlega, en það gæti samt dregist talsvert að mati fréttamannsins.?

Mér er spurn, flokkast það undir fréttir að fréttamenn ímyndi sér eitthvað, er það frétt að stjórnmálamaður hafi í raun ekkert að segja um tiltekið mál sem fréttamen halda að stjórnmálamenn séu að ræða um, halda fréttamen að þeirra starf sé í því fólgið að giska á hvað geti hugsanlega gerst hér eða einhverstaðar annarstaðar ein hvern tíman seinna.

Eru skattgreiðendur að greiða fréttamönnum laun fyrir að ímynda sér eitthvað, og segja síðan frá því sem stórfrétt, jafnvel með viðtali við annan fréttamann, um að hann haldi að það sem hinn fréttmaðurinn haldi, sé ekki alveg það sem hann heldur og að annað muni sennilega koma í ljós þó það sé als ekki víst vegna.........


kosninga þankar

 

 

 

Nú skal kjósa fagra flokka

Fara yfir loforðinn

Velja silki eða ullar sokka

Skoða framboðinn.

 

Þeir sem allra flestu lofa

Liggur gjarnan mikið á.

En finnst oft gott að sofa

Öllum vandamálum frá.

 

Allt skal fyrir alla gera

Allir skulu hafa það gott

Engar byrðar þarf að bera 

Ef bragða viltu graut í pott.

 

Sumir vilja stöðva allt

Aðrir engu eyra.

Ætla samt að eignast allt

Og helst aðeins meira.

 

Drýpur smjör af hverju strái

Segja sumir okkur frá.

Endum saman aðrir ei nái

Visið virðist sumra strá.

 

Allt er farið fjandans til

Fórnað við öllu höfum.

Það versta sem virðist vera til

Er að bíða í umferðartöfum.

 

Ef þeir fá þinn stuðning til

Munu þeir allt laga.

Hljóma í eyrum hérum bil

Alla síðustu daga.

 

Af auglýsingum helst má halda

Að kjósandinn sé sauð´kind.

Ef dugir brosandi að okkur að halda

Frambjóðendur á ljósmynd.

 

Skoða og kanna nú fylgið sitt

Á tveggja stunda fresti.

Veiða verða atkvæðið þitt

Og laga fylgis bresti.

 

Málefni mega sín lítils nú

Misjafnt hvað telst fyndið.

Ef atkvæði greiðir í góðri trú

Þeim sem ber sætasta bindið.

 

 

 


Smásagan Sægreifinn

 Við félagarnir 3 áttum sin hvern trillubátinn og gerðum þá út frá einu vestfirsku þorpi þegar kvótakerfið var sett á, og við fengum úthlutað 80 tonnum af þorski hver sem var svo sem alt í lagi sér ílagi þar sem lítið fiskaðist fyrstu árin í kvótakerfinu.Það var ekki fyrr en kvótinn var skertur vegna ráðlegginga fiskifræðinga um 20% eitt árið og svo um 15% og svo um einn hvað meira sem undan fór að svíða, 50 tonn voru eftir þegar næsta breyting varð, við félagarnir vorum farnir að vinna í landi með sjósókninni annað var ekki hægt til að draga fram lífið því lítið fékkst fyrir fiskinn og 50 tonn dugðu því stutt, en breytingin sem varð var á þan veg að þeir sem vildu smíða sér skip urðu að eiga skip til að úrelda og ef þeir vildu stærra skip urðu þeir að kaupa þá viðbót einhver vegin tonn fyrir tonn þessi ráðstöfun olli því að skyndilega vildu menn kaupa bátana okkar og 50 tonnin okkar líka, einn félagi okkar sló til og seldi nýlegan plastbát sinn því hann sá smá hagnað af sölunni, við það hurfu 50 tonn af lönduðum fiski úr okkar þorpi og vinnan sem við höfðum í landi minkaði til muna, grátlegt var samt að frétta að báturinn sem seldur var úreltur næstum því nýr plastbátur var rifin í tætlur með vélgröfum, til að fullnægja úreldingunni til að tonnin gætu farið í annan bát. Um svipað leiti fóru sjómenn um allt land að gera kröfur um að allur fiskur skildi settur á markað til að fá hærra skiptaverð fyrir hann til sjómanna,og það gekk eftir fiskverð fór að hækka smá en fiskverkunin í þorpinu okkar gat ekki greitt fiskmarkaðsverð, svo við urðum að velja um annað hvort að landa annarstaðar og fá aðeins hærra verð, eða landa heima og fá aðeins minna fyrir fiskin félagi minn landaði 2 vertíðar annarstaðar, þar með hvarf aukavinnan alveg úr þorpinu mínu en ég lét mig hafa það að landa heima, sá félagi okkar sem seldi bátinn sinn flutti suður og húsið hans er núna einskonar sumarbústaður, það sem skeði næst var að fleiri fisktegundir fóru í kvóta nú mátti maður ekki veiða nema svona mikið af þessu og hinu, og í framhaldi var leift að leigja frá sér fisk eða leigja til sín eftir þörf hvers og eins, fljótlega fór að bera á því að menn sem voru með togara og áttu eftir að veiða eitthvað af keilu og ýsu vantaði þorsk vegna þess að alltaf slæðist hann með, voru tilbúnir að greiða meira en frystihúsið okkar gat gert, þennan vetur lenti ég í bílslysi og var frá vinnu í 8 mánuði, ég var líka blankur svo að ég leigði frá mér þau 40 tonn af þorski og 2 tonn af ýsu sem ég átti óveitt og ég fékk 20% meira fyrir það en ef ég hefði róið sjálfur?. Árið eftir var mér boðið 40% hærra leigu verð fyrir fiskin minn en frystihúsið gat borgað ég hafnaði og réri enda orðin góður til heilsunar aftur, um haustið bauðst sá sem leigt hafði af mér kvótann árið áður til að kaupa bátanna  af okkur félögunum og kvótann á nærri tvöföldu því verði sem við fengum fyrir aflann hér heima, okkur  fannst það ekki nóg því þá stæðum við bara í sömu sporum og þegar kvótinn var settur á, það líða nokkur ár í viðbót við veiddum báðir um 40 tonn en leigðum restina frá okkur ég keypti 2 tonn af þorsk kvóta á ári uns mér fannst markasverðið orðið of hátt fyrir mig, en félagi minn keypti sér nílegan bát fyrir leigupeninginn. Svo gerðist það fyrir 3 árum síðan að félagi minn seldi 50 tonna kvótann sinn fyrir margfalda þá upphæð sem frystihúsið hérna gat borgað, hann flutti suður og kemur hingað á sumrin á bátnum sér til skemmtunar, við það að 50 tonnin hans fóru af staðnum hætti frystihúsið einfaldlega það borgaði sig ekki lengur að standa í þessu atvinna er sáralítil hérna menn verka þessa titt sína í skreið eða landa annarstaðar, ég með mín 60 tonn er að verka smá í harðfisk er að veiða þetta 20 tonn sjálfur en leigi hitt, ég kemst nokkuð vel af en vit þið hvað félagar mínir sem eru báðir fluttir suður  eru nú að skrifa í blöðin, um að þeir vilji láta taka kvótann af mönnum eins og mér svo þeir geti komið aftur í vestur og farið að veiða aftur og svo kalla þeir mig þegar við hittumst ,sægreifan og fólkið hérna í þorpunum í kring skammast út í mig fyrir að leigja frá mér kvótann frekar en að ...........  

Baugsdómurinn

Líkum má að því renna að Baugsmálið eigi eftir að skila landsmönnum, ekki peningum heldur nákvæmari lagaramma um hlutafélög heldur en við búum við í dag.Menn mega ekki að leggjast í hártogannir um einstaklinga, skoða verður málið frá sjónarhóli dómstóla, það sem blasir við er að löggjöf um hlutafélög er meingölluð samanber að vísað er frá dómi liðum 2-9, ekki vegna sakleysis sakborninga heldu vegna þess að refsiheimild er ekki til staðar, hér er verið að tala um að stjórnendur hlutafélaga voru gripnir ítrekað með hendurnar í kökuboxinu ( 400 milljónir lánaðar án heimildar hlutafélaga ) en þar sem refsiheimildin er ekki til staðar þá sleppa þeir. Ekki mega menn gleyma því að sá sem tekur pening úr þínu veski ( hluthafi hlutafélags) án þíns samþykkis er að stela jafnvel þó hann skili hverri krónu til baka, það virðist hinsvegar vera í lagi að túlka lög þannig að þetta sé leyfilegt, hvað finnst þér. Allt þetta mál er frekar neyðarlegt frá sjónarhóli mínum, Alþingi setur lög um hlutafélög sem leifir mönnum sem stjórna almennings  hlutafélögum að nánast leika sér með fé hlutafélaga sem væri um einkahlutafélag að ræða, til að breiða yfir mistök sín hafa síðan þingmenn þagað þunnu hljóði um hlut Alþingis í þessu máli, og látið Gróu á leiti eftir að spinna sínar samsæriskenningar um menn tengda þessu máli, ríkissaksóknari er uppnefndur og látið er í veðri vaka að dómstólar standi í einhverjum ómerkilegum vígaferlum. Baugsmenn hafa sýnt alveg dæmalausan virðingarskort við hluthafa, en þeir hafa líka skilað þeim stórgróða, í löndum þar sem hlutafélagalögg eru minna götótt en hérlendis væru stjórnendur hlutafélags sem yrðu uppvísir að því sem Baugsmálið fjallar settir frá umsvifalaust og fangelsaðir. Hvernig ætli að Gróa á leit og hennar fylgifiskar töluðu um Baugsmálið, ef þeir hefðu tapað þeim peningum sem teknir voru að láni hjá hlutafélögum sem þeir stýrðu. Persónur Jóns Ásgeirs og Jóhannesar föðurhans hafa verið meira og minna milli tannanna á fólki þau 5 ár sem málaferli þessi hafa staðið, þessir feðgar hafa komist til metorða með dugnaði og útsjónarsemi sem á sér varla samlíkingu, og ráku eitt stærsta einkafélag landsins áður en Jón Ásgeir varð stjórnarformaður og einn af stærstu hluthöfum Baugs, honum tókst að gera baug að einu mesta stórveldi sem sést hefur á Landinu bláa og þó víðar væri leitað, enn hann hélt áfram að stjórna eins og hann ætti einn allt fyrirtækið, hann fór ekki að lögun um það vitnar dómurinn, sennilegasta skýringin á því að Jón Ásgeir fer ekki að lögum er að hann hafi hreinlega verið of upptekinn af því sem hann gerir, og það betur en flestir aðrir til að fylgjast með lögum sem Alþingi setur, og þeir löglærðu menn sem í kringum hann sátu hafa sennilega ekki viljað trufla hann með svona smámunum, þegar miljarðagróða var að hafa af athafnagleði þessa undrabarns Íslensks athafnalífs, þess í stað tóku þeir á sig að ganga á eftir og hreinsa upp það sem miður fór og því fór sem fór.       Magnús Jónsson      

smásaga, Þeir sem eiga bágt.

Það bankar uppá hjá þér maður sem þú þekkir frá fyrri tíð, þú veist að hann er einn af þessum sem hafa orðið undir í lífsbaráttuni.Veðrið hefur verið frekar hryssingslegt, kalt og vindasamt þennan vetur, og þú veist að þeir sem hafa ekki í nein hús að venda búa við vosbúð.Þessi firrum kunningi þinn segir sínar farir ekki sléttat, hann sé nánast alveg að krókna í hel þessa stundina, og hvort þú getir ekki hjálpað honum, þú spyrð hvort hann vilji ekki koma inn í hlýunna og orna sér. Nei ég vil ekki þrengja mér uppá fólk sko, svo þú spyrð hvort þú megir gefa honum nokkra fataleppa sem þú ert hættur að nota. Það þigg ég með þökkum segir félaginn, þú tínir saman þykkan frakka, lambhúshettu, ullarföðurland, ullarsokka og gamalt ullarteppi, félagin tekur við þessu öllu og þakkar þér kærlega fyrir með þeim orðum að þú sért að bjarga lífi hans, að svo búnu kveður hann og þú hugsar með sjálfum þér mikið var gott að geta bjargað manninum frá því að krókna í hel.Hálftíma seinna ferð þú inní eldhús til að laga þér kaffi, þér er litið út um gluggann og hvern  sérð þú sitja á gangstéttinni fyrir framan húsið þitt annan en vinin, og hann er búinn að kveikja bál á stéttinni, og þú sérð þér til furðu að hann er að setja ullarteppið sem hann fékk hjá þér á bálið, þú trúir varla eigin augum, þú sest á stól við eldhúsborðið, um hugann leik undarlegar hugmyndir um tilgang lífsins og allt það.Þú gleymir stund og stað, en allt í einu hringir dyrabjallan og þú eins og í leiðslu gengur að dyrunum og opnar þær, vinurinn stendur þarna og nuddar saman lófunum og segir, heyrðu félagi mér er aftur orðið kalt.......        

Reykjavíkurflugvöll á Bessastaðanes.

Nú er flugvöllurinn aftur á milli tannanna á mönnum og enginn minnist á ákjósanlegasta staðinn fyrir hann ef þarf að færa hann á annað borð, það er að byggja hann á Bessastaðanesi, þar eru aðstæður ef eitthvað er betri en í vatnsmýrinni, landrími er nóg aðeins þarf að fylla lítillega út í sjó til að ná æskilegum lengdum á flugbrautir.Efni í slíkar fyllingar mætti ná með því að grafa jarðgöng frá vellinum að væntanlegri samgöngumiðstöð, slík göng yrðu sennilegast ekki nema um 3 til 4 kílómetrar.Staðsetning innanlands flugvallar á Bessastaðanesi er líklega tug milljörðum ódýrari en Hólmsheiðin eða Löngusker og þar er autt land, sem þíðir að hægt er að skipuleggja svæðið á nútímalegan hátt, eins er Bessastaðanes nánast eyja og þar af leiðandi lítil hætta á að íbúabyggð færðist nær eins og er að gerast með Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst rétt að benda á þennan möguleika, sérstaklega þar sem nægur tími er til að skoða málið, eins fyndist mér eðlilegt að samgöngumiðstöð og hátæknisjúkrahús væru samtengd á einn veg eða annan hátt, til dæmis með jarðgöngum.   

áður birt í morgunblaðinnu 2 mar 2006 Hvað er að þér mín íslenska Þjóð

Hvað er að þér mín íslenska Þjóð. Hvað veldur því að þjóð sem haldið hefur verið frá frjálsu aðgengi að lánsfé eins og þú hefur verið alla tíð sturlast nær því alveg við það eitt að geta fengið nær ótakmarkað lánað á ofurvöxtum ?Hvers vegna þarft þú að kaupa spánían bíl á 2 ára fresti, því þarft þú að eiga einn bíl á næstum því hvern íbúa landsins, hversvegna þurfa sumir þegnar þessa lands að eiga bíla sem kosta meira í innkaupum en nokkrir verkamenn íslenskir hafa í árslaun, og hver er í raun munurinn á bíl sem kostar 2 milljónir og bíls sem kostar 8+milljónir báðir taka fjóra farþega + bílstjóra-báðir verða ónýtar járnhrúgur eftir 15 ár. Báðir eiða kringum þeir kringum 30 krónum á hvern ekinn kílómeter, hvers vegna þarft þú að eiga svona dýra bíla mín arma þjóð.Hvað fær þig til að halda að það sé skynsamlegra að skulda meira enn minna, eða að halda að með því að skulda lengur gegn vægari vöxtum en grimmari verðbótum sért þú að græða eða að létta þér byrðarnar.Í nær verðbólgu lausu tíðarfari 2-4% þegar Íslenska krónan er alt að því að vera einn sterkasti gjaldmiðill heims og evran fellur úr 85 í 75 miðað við krónu og dollarinn fellur úr 105 niður í 60 miðað við krónu þá finnst þér ekkert eðlilegra en að nær allar vörur hækki 8-10% á ári vegna innlendar verðhækkana ???? og að  bílverð hækki með hverri nýrri árgerð meira að segja frá ameríku landi dollarsins??Og manst þú mín skuldglaða þjóð hvað lóð undir einbýlishús kostaði 1996 ? skiptir ekki máli í dag kostar hún 20 og eitt kvað milljónir-já ein lóð undir einbýlishús kostar 20 milljónir, árið 2000 var selt ekki alveg fullbyggt 250 fermetra einbýlishús í grafarvogi fyrir 20 miljónir og það þótti mjög gott verð þá hvað hefur breyst mín sjúka þjóð, hvað veldur því að þú ert tilbúinn að greiða í dag 60 milljónir fyrir þetta sama hús, húsið er ekki meira virði, árinn eru ekki nema tæplega 6 og verðbólgan á tímabilinu er ekki nema um 20% +- eitthvað hvað hefur komið fyrir verðskinið hjá þér ertu orðinn vitskert eða er geðveiki að ganga sem einhver umrenningspest.Hví veður þú út í banka til að veðsetja sjálfan þig þegar vel gengur, vinna er nóg og skattar fara lækkandi, liggur þér á að verða skítblankur aftur um hver mánaðarmót vegna nokkurra auka fermetra, nýrri bifreiðar eða sólbrúnku á rándýrri sólaströnd.Vaknað þú mín þjóð verðlag er eitthvað sem þú getur stjórnað, og það sérstaklega þegar vel gengur ekki kaupa eitthvað sem sífellt hækkar ekki taka lán ef þú getur safnað og ekki koma náægt neinu sem margfaldast í verði á nokkrum árum án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, eins og lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur gert á síðustu árum. Magnús Jónsson   

Nú er vorið komið og við skútukarlar komnir á kreik.

Allir að skrapa og undirbúa skútur sínar fyrir sumarið, seglskútan mín Músin er að verða tilbúinn til að skreyta Faxaflóann annað sumarið sitt á floti, það er mikil tilhlökkun hjá yngri áhafnarmeðlimum Músarinar, reyndar misjafnt sem áhugin stendur til eins og gerist og gengur, fiskveiðar á sjóstöng eru ofarlega á lista þar enda var mikið um fisk á sumrinu sem leið hér á sunnanverðum flóanum.Við Brokeyjar menn stefnum á að sjósetja 21 apríl og mæta með flotann í Reykjavíkurhöfn samdægurs, svo ar bara að sjá til hvernig viðrar til siglinga á sumri komanda, ekki laust við að mér sé farið að hlakka smá til líka enda fátt skemmtilegra en að sigla undir seglum í góðum byr.Smile 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband