Hugleiðingar um Borgarlínu, Háskólasjúkrahús , Flugvöllur og Samgöngur Höfuðborgarinnar.

150 milljarðar það er mikil upphæð til að eiða í Borgarlínu, án þess að nokkur skilji í raun í hvað á að eiða?. Það vekur furðu bréfritara að einn hvers konar járnbraut ( borgarlína ) skuli núna fyrst vera á hugmyndaborðinu hjá sveitfélögum á suðvesturhorninu,og að hana sé hægt að teikna inn í skipulag sem fyrir er er svona eftirá er bjartsýni í meiralagi svo ekki sé dýpra í árina tekið.

70 til 100+ milljarðar í Háskólasjúkrahús, sem allir eru sammála um að þurfi að reisa, en bara ekki þar sem er verið að reisa það, nefna þar allt því til foráttu nema nálægðina við Flugvöllinn, sem nota benne” sömu aðilar vilja fjarlægja “, umferðateppur í borginni eru nefndar sem mótbárur,án þess að mynnast einu orði á að báðir stóru Háskólar landsins eru í næst nágreni Spítalans. 100 til 140 milljarðar er vægilega áætlaður kostnaður við að byggja nýjan flugvöll, og er þá nánast sama hvar hann verður byggður, flestir sem tjáð hafa sig um hugsanleg flugvallarstæði, hafa af einhverjum ástæðum hunsað langbesta staðinn fyrir Reykjavíkurflugvöll, það er að segja Bessastaðanes.

Ef teknar eru ákvarðanir um að eiða peningum íbúa Höfuðborgarsvæðisins, þá þarf að huga að nokkrum staðreyndum við þá ákvörðunartöku, no 1 umferðatafir á álagstímum, á morgnana og síðdegis eru daglegt brauð á virkum dögum, það tekur lágmark 25 til 35 mín að fara frá Ártúnsbrekku og að Landspítala, vegna umferðaljósa á Miklubraut Lönguhlíð annars vegar, og svo vegna umferðarljósa á gatnamótum Miklubrautar Kringlumýrarbrautar hins vegar. þetta dæmi snýst svo við síðdegis, mestmegnis vegna umferðarljósa á Reykjanesbraut Bústaðavegi annars vegar, og vegna umferðarljósa á Miklubraut Grensásvegi. Það hlýtur að liggja ljóst fyrir öllum að framkvæmdir sem fara þarf í eru af þeirri stærðargráðu að forgangsraða þarf þeim, Og ætla má að allir geti verið sammála um að Háskólasjúkrahúsið hafi þar forgang.

Enn ef Sjúkrahúsið á að vera forgangsverkefni?, af hverju er hvergi minnst á aðkomu að sjúkrahúsinu??, hvernig á sjúkrabíll að komast frá Mosfellsbæ á 10 mín um morgunstöppuna sem við þekkjum öll, eða ná upp í breiðhollt milli kl 3 og 5 síðdegis, það gæti skipti sköpum í lífi einhvers. Það að ætla að byggja Háskólasjúkrahús án þess að huga að aðkomu að því, er svo galið að ég fyrir einn trúi ekki að það hafi ekki komið hugmyndir af svipuðum toga, og ég ætla að stinga upp á hér í þessum pistli.

Það sem ég vill láta gera strax er að loka fyrir beygju inn á Bústaðarveg frá Reykjanesbraut og fjarlægja umferðarljósin, opna fyrir umferð Bústaðavegs um Stjörnugróf til bráðabráðabirgða og um slaufur við Stekkjabakka. Til bráðabirgða vegna þess að breyta þarf og færa umferð Bústaðavegar á gatnamót Stekkjabakka Smiðjuvegs, það er alveg bráðnauðsynlegt að höggva á þann umferðarhnút sem er alltaf síðdegis við Bústaðaveg Reykjanesbraut.

Ég vill láta grafa tvenn 12 metra breið jarðgöng sem byrji á móts við Hagkaup í skeifunni norðan við göngubrúnna yfir miklubraut, og nái alla leið niður á Miklatún, þaðan eiga að liggja 12 metra breið göng inn bílastæðakjallara Háskólasjúkrahús 400 til 600 metrar og væri neyðaraðkoma sjúkrabíla. Frá Gatnamótum neðanjarðargangna við Háskólasjúkrahús, á að leggja að mínu mati göng 12 m í þvermál sem lægju undir byggðinni, og kæmi út undan Barónsstíg eða Snorrabraut sem næst Sæbraut og að Spítala önnur neyðaraðkoma sjúkrabíla. 

Rökin fyrir jarðgöng ættu að vera augljós, fyrst ber að nefna að rask ofanjarðar er sáralítið, samanborið við að grafa stokk um þéttbýli sem væri risaframkvæmd, með tilheyrandi tilflutningi á annarri umferð, og færslum á veitulögnum sem slíkum stokk myndi fylgja. 17 Febrúar 2018 Magnús Jónsson


Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Feb. 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 59444

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband