31.5.2009 | 09:10
Hver var ráðgjafi þeirra í Landsbankanum?
Frétt þessi er með þeim sorglegri sem ég hef lesið um fjármáll, dómgreindinni hefur verið hent út um gluggann, ráðgjöf verið af verstu sort, og gæðgin leit men á glapstigu, ég þekki ekki neitt til þessa fyrirtækis, en það blasir við að þarna fer fyrirtæki í þrot, fyrirtæki sem að þessu slepptu hefði líklegst staðið í blóma núna, ef ekki væri fyrir þetta fjárhættuspil, því fjárglæfrar hafa það vissulega verið og ekkert annað.
Milljarða skuldir umfram eignir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
- nilli
- widar
- vigfuspalsson
- bjarnihardar
- gthg
- gudni-is
- reykur
- runarsv
- lonewolf
- fridjon
- agbjarn
- dullur
- gudbjornj
- fannarh
- jenfo
- valgeirb
- hallibjarna
- lillo
- kristinnjon
- brahim
- tilveran-i-esb
- fhg
- baldvinj
- vinaminni
- bofs
- sjonsson
- vala
- kolbrunerin
- askja
- jonmagnusson
- joiragnars
- jonvalurjensson
- vilhjalmurarnason
- halldorjonsson
- minos
- einarbb
- juliusbearsson
- aury
- totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er vissulega ömurleg frétt og staðfestir öðru fremur hverslags vitleysingar og ævintýramenn hafa verið við stjórnvölinn hjá þessu útgerðarfélagi.
Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 10:31
Haraldur: Þeir fengu lán hjá bankanum, hver réði þeim óheilt hjá bankanum, því bankastarfsmen flestir vissu snemma á árinu 2007 í hvað stefndi, þó engin hafi gert sér í hugarlund að skellurinn yrði svona rosalegur, það störfuðu ráðgjafar hjá bönkunum sem áttu að gæta hagsmuna beggja, bankans og viðskiptamannsins, báðir tapa í umræddu tilfelli, og það er þyngra en tárum taki.
Magnús Jónsson, 31.5.2009 kl. 11:44
sæll Magnús. Hvað voru þessir menn að hugsa með því að fara útí þessi viðskipti og fjámálabrask sem þetta er og ekki neitt annað. Hlutabréfaviðskipti eru "mega" áhættusöm og grundvallaratriði í þeim er að sá sem fjárfestir í sliku ætti ekki að kaupa hlutabréf nema sá hinn sami þoli að tapa því fé. Þess vegna segi ég aftur Magnús. Vitleysingar og fjárglæframenn. Ráðgjafar gefa ráð en það er síðan viðskiptavinurinn sem tekur ákvörðunina og því ekki hægt að fela sig á bak við eigin flónsku í þessu.
Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 12:07
Svo er fólk að segja að ekki megi fara fyrningarleiðina, hvað eigum við að borga skuldirnar fyrir þetta fólk líka? maður fær óbragð í munnin við að lesa svona frétt. Þetta er ekkert einsdæmi, það hafa farið út úr greinni 500 þúsund miljónir á þessum árum. Þarna hafa menn tekið stór lán og keypt hlutabréf eða bílaumboð og ætlast svo núna til að við almenningur borgum þetta fyrir þess menn. Kemur bara ekki til grein, ef menn eru búnir að gera upp á bak í þessum fyrirtækjum þá á bara að taka þau af þeim og einhverjir aðrir taka við. þannig er það bara í alvörunni, að ef fyrirtæki er illa rekið og fer á hausinn, þá taka aðrir við og halda áfram, alveg eins og með Morgunblaðið. Svo kemur fólk og ver þessa helvítis vitleysu, ég get ekki annað sagt. Þeir sem eru að verja kvótakerfið núna með kjafti og klóm ættu að skammast sín, það er alveg með ólíkindum hvernig þetta lið er búið að haga sér og ætlast svo núna til að almenningur taki kostnaðinn á sig, ég gæti ælt!
Valsól (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 13:27
Þjóðin borgar brúsann. Þjóðin á bankann sem tapar á viskiptunum. Þjóðin átti kvótann en var látin gefa hann og fær nú að kaupa hann aftur á uppsprengdu verði, til þess eins að stórnmálamenn geti fyrir okkar hönd gefið hann aftur.
magnus (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 14:42
Haraldur:ég er þér hjartanlega sammála, hvað varðar Hlutabréfakaup, men verða að vera undir það búnir að tapa þar, en það sem ég er að höggva eftir er að bankinn lánaði, og greinilega án fullnægjandi veða, ekki bara það heldur lánaði hann fé til að men gætu fjárfest í bankanum, með svona viðskiptum hækkaði bankinn verð á eigin hlutabréfum, vitandi vits að verið væri að falsa hlutabréfaverð, og að bankinn stefndi í mjög erfiða stöðu hvað lánafyrirgreiðslu varðaði, það er að segja snemma árs 2007, það að stjórnendur útgerðarfélags hafi látið blekkjast, eða verið það sem þú kallar þá, er að mínu mati ekki afsökun fyrir bankann eða hans starfsmen í þessu tilfelli.
Magnús Jónsson, 31.5.2009 kl. 18:15
Valsól: vinsamlegast haltu þig við það sem verið er að ræða hér á síðunni, fyrningarleiðin eða kvótakerfið eru það ekki núna, og er hvorki verið að verja þau eða lasta, og það að birta sömu athugasemd hjá mörgum aðilum sem eru að fjalla um ákveðna frétt, er óþarfi takk fyrir.
Magnús Jónsson, 31.5.2009 kl. 18:24
Magnús: þjóðin borgar segir þú, veltu fyrir þér hvers vegna það er svo, ef bankarnir hefðu sýnt ráðdeild í útlánum og veðtöku, eða hagað sér eins og MP banki gerði, þá værum við ekki í þeim hremmingum sem við erum í núna, að öðru leiti vísa ég í svarið til Valsó hér að ofan.
Magnús Jónsson, 31.5.2009 kl. 18:29
Sæll Magnús Jónsson. Þú átt kollgátuna er þú spyrð "hver var ráðgjafi þeirra [Sigurðar húsasmiðs og framkvæmdastjóra SC hf. og Rúnars stýrimanns og stjórnarformanns félagsins] í bankanum? Auðvitað liggur það fyrir. Spyrja mætti líka hver var lögfræðilegur ráðgjafi þeirra, og lögmaður félagsins, og hver var ráðgjafi þeirra í fjármálum (endurskoðandi félagsins)? Þetta liggur allt fyrir og má m.a. finna á domar.is. En skyldu þeir svilar hafa hlustað á ráð góðra manna? Nei það gerðu þeir ekki. Blindaðir af peningalegri græðgi óðu þeir áfram gegn viðvörunum minnihlutans í stjórn félagsins, sem er vel að merkja mannaður af vel menntuðum hagfræðingi.
Jens Pétur Jensen (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.