24.5.2009 | 01:29
Nátúruspjöll
Ef í þessari ferð væru menn á torfæruhjólum, þá væri Ómar nokkur Ragnarsson að filma gróðurskemmdirnar, og þyrla frá landhelgigæslunni til taks að stöðva "skemmdarverkinn", en þar sem aðeins 7 menn eru á ferðinni með 44 hross, en ekki 7 menn á mótorhjólum þá er talað eins og um afrek og hetjudáð sé að ræða, ég þori að fullyrða að gróðurinn á eftir að vera mörg ár að jafna sig eftir hestastóðið, sem hleypt er núna um gróðurinn sem er með viðkvæmasta móti um þessar mundir.
En þar sem ekki koma mótorhjól eða jeppar við sögu þá mun hvorki Ómar Ragnarsson né Lögreglan né neinn annar hafa afskipti af hópreið þessara manna, eða skemmdarferð eins og þeir vil kalla uppátækið, ég skora hér með á hlutaðeigandi yfirvöld að rekja nákvæmlega slóð þessara mann, og láta þá lagfæra sárin sem þeir eru að gera í viðkvæman gróðurinn, með óþarfa átroðningi hesta sina, nóg er öskrað ef túristagarmur festir bíl í örfoka sandi til heiða, ef svona skipulögð skemmdarstarfsemi á að teljast sjálfsögð, þá er komin tími á endurskoðun á hugarfari landsverndarsinna.
Koma í Heiðardal í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
- nilli
- widar
- vigfuspalsson
- bjarnihardar
- gthg
- gudni-is
- reykur
- runarsv
- lonewolf
- fridjon
- agbjarn
- dullur
- gudbjornj
- fannarh
- jenfo
- valgeirb
- hallibjarna
- lillo
- kristinnjon
- brahim
- tilveran-i-esb
- fhg
- baldvinj
- vinaminni
- bofs
- sjonsson
- vala
- kolbrunerin
- askja
- jonmagnusson
- joiragnars
- jonvalurjensson
- vilhjalmurarnason
- halldorjonsson
- minos
- einarbb
- juliusbearsson
- aury
- totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já rosalegt alveg með allann gróðurinn á Breiðamerkursandi...
Védís (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 07:21
Hvaða tegund af grænmeti ertu með í hausnum maður? Fyrir utan að það er ekki grasstrá að finna á stærstum hluta þessa svæðis þá verða förin eftir hrossin fokin á kaf eftir nokkrar vikur svo sandkornin hljóta nú ekki varanlegan skaða af. Viltu ekki einfaldlega standa fyrir helför gagnvart hrossum í landinu, kannski bara kindum og hreindýrum líka svo blessað grasið þitt geti vaxið í friði? Held að þú ættir að hugsa aðeins áður en þú skrifar aftur eða hætta því bara áður en þú gerir þig að meira fífli en þú ert.
Loftur hestamaður (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 08:42
Loftur: Það að förin verði fokin á kaf eftir nokkrar vikur er það sama og segja mætti um för eftir ökutæki, en þá stæði ekki á fréttum af umhverfisspjöllum, það segir meira en margt annað að þú teljir svæðið frá Höfn um Klaustur og alla leið á Selfoss vera örfoka land og ekki grasstrá að fínna, legg til að þú farir sömu leið og þessir menn eru að fara fótgangandi, svo þú getir betur virt fyrir þér skemmdir á þessum örfáu stráum sem vaxa á þeirra leið.
Engin herferð er hér á móti dýrum, hinsvegar væri ég til í að láta mann eins og þig synda með mig á bakinu, yfir eins og eina jökulsársprænu eða svo, og sjá hvernig þér líkaði það, sérílagi ef eini tilgangurinn með förinni væri að kanna hvort þú kæmist yfir.
Hvað innihald höfuðsins varðar, þá kann vel að vera að þar sé eitthvert grænmeti að finna, en afskrifum þínum að dæma þá eru meiri líkur en ekki að loftið sé það eina sem þú hefur á milli eyrnanna.
Magnús Jónsson, 24.5.2009 kl. 09:48
Védís: Breiðamerkursandur nær ekki frá Höfn í hornafirði til Selfoss.
Magnús Jónsson, 24.5.2009 kl. 09:49
Greinilegt að Loftur og Védís þekkja ekkert til náttúrunnar þarna suðaustanlands.
Á söndunum þarna austur í sveitarfélaginu Hornafjörður er mikið af viðkvæmum gróðri sem er að nema land. Fallegra en helvítis lúpínan sem er að nema land víða.
Með strömdinni er víða viðkvæmur gróður. En
Leiðin inn í Heiðardal eru gróin svæði. Viðkvæm, sérstaklega þegar farið er með stóran hóp hrossa yfir. Þetta er löngu hætt að vera þjóðleið. Enda lá hún annars staðar.
Það er búið að gera nóg í Mýrdælskum afréttum þó að ekki sé verið að fara með stórann hóp hrossa sem hlaupa út um allt.
Spurning hvort Svisslendingurinn sem á svæðið í kringum Heiðardalinn og dalinn sjálfann, viti af þessu.
Njörður Helgason, 24.5.2009 kl. 12:53
Ja hérna! Það er margt sem plagar!
Ingimundur Bergmann, 24.5.2009 kl. 15:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.