Hvað eru þessir men að gera þarna.....

Eru þeir að prófa heimskautabúnað eða hvað, ekki dytti mér í hug að vera í tjaldi um miðjan vetur á þessum slóðum, en af hverju voru þeir ekki með númer Íslensku hjálparsveitanna???, ég vona að strákunum okkar takist að finna þá í tæka tíð, það er ekkert grín að vera á svona stað í illviðri um miðjan vetur, og mætti brýna betur fyrir ævintýramönnum að hjálparsveitarmen leggja sjálfa sig í gríðarlega hættu til að bjarga slíku fólki, við aðstæður sem eru verri en flestir geta gert sér í hugarlund, nístingskuldi og skafrenningur sem smýgur inn í öll farartæki, og skyggni nánast ekki neitt, og við þessar aðstæður þurfa hjálparsveitarmen, að fara tugi kílómetra inn í óbyggðir til að bjarga mönnum, sem kjósa að vera á ferðalagi á þessum slóðum og á þessum árstíma, það þarf sérstaka mangerð í að nenna að bjarga fólki úr svona sjálfskapar-víti, á ég þar við sérstaka tegund af hetjum í svona hjálparstarf, styðjum hjálparsveitirnar áfram þeir koma þegar við þurfum á þeim að halda.


mbl.is Frakkar í vandræðum á Sprengisandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Björgunarsveitirnar eiga að skrifa feittan reikning á svona fólk. Svona ferðalög sýna glögglega að það er eingin undirbúningur, það er bara stokið upp í bíll og haldið af stað. Skamm, skamm á þetta fólk.

Kv. Þ

Þorgeir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 22:26

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Þorgeir: Reikning-ég segi nei það á ekki að gera það, við skulum hafa það hugfast að sumir myndu hugsa sig um tvisvar að biðja um aðstoð ef það kostaði þá eitthvað, höldum áfram með sama og hingað til, en höfum hátt um að fólk eigi að fara rétt að og vera vel undir allt búið, því björgunarsveitir heita ekki björgunarsveitir út í lofið, þeir koma og hjálpa öllum, sumir far með fjölskilduna sína út í óvissuna, illa undirbúnir þeir ætla að vera komnir heim kl 5 en veðrið breytist og svo.., fjölskyldan er saklaus, og gleymum ekki að það er manlegt að gera mistök, útlendingar vanmeta oft ofsann sem er í Íslensku veðri.

Magnús Jónsson, 13.3.2009 kl. 22:41

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Munið að auðvelt er að hafa vit fyrir öðrum.

Jæja, þetta var létt!

Fólki i neyð á alltaf að hjálpa. Sama þótt það sé sjúkt vegna lífsstíls eða fast í óveðri uppi á fjöllum. 

Ólafur Þórðarson, 13.3.2009 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband