Og svo kvörtum við Íslendingar

Og svo kvörtum við Íslendingar, og teljum að allt sé að fara fjandans til, vegna bankakreppunnar, margt er skrítið í kýrhausnum þykir mér.

 í Simbabve er raunveruleg neyð hjá þorra fólks, hungur er eitthvað sem núlifandi Íslendingar hafa nánast enga reynslu af, verðbólga í miljónum prósenta er eitthvað sem hugurinn grípur ekki- tvöföldun á verði daglega?, og svo ódrykkjarhæft vatn, kólerufaraldur og nánast ekkert heilbrigðiskerfi, og það sem verst er, þetta er allt af mannavöldum, þarna sitja men í valdastöðum sem kunna fátt annað en að hrifsa til sín völd með ofbeldi, stjórnunarhæfileikar eru nánast engir, það er þyngra en tárum tekur að horfa á Mugabe halda ræður um að allt sé í þessu fína í Simbabve, veruleika firringin er alger á þeim bænum, og svo vælum við hérna í landi alsnægtanna vegna smá peningavandræða.

 


mbl.is Milljarðamæringar svelta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er sama um Afríku.

julli (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 12:23

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þú hefðir kannski áhuga á að skoða þetta Magnús.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.12.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Julli: mér er ekki sama, við erum öll jarðarbúar.

Axel: þakka þér fyrir, fróðleg línurit þarna hjá þér, og á þeim sést að ástandið er svo sem ekki gott en hefur oft verið verra, gaman væri að sjá svipað línurit fyrir Simbabve ?

Magnús Jónsson, 21.12.2008 kl. 13:49

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Línurit fyrir verðbólgu í Zimbabwe yrði hroðalegt að sjá.  Bara á þessarri öld hefur verðbólga hækkað úr 56,2% árið 2000, í 237,9% árið 2005, 231,000,000% núna í júlí, og svo hef ég séð áætlanir um hvernig ástandið er núna frá 1,000,000,000% til 516,000,000,000,000,000,000% veðbólgu á ári, megnið af þeim tölum get ég hreinlega ekki borið fram.

Axel Þór Kolbeinsson, 21.12.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband