21.12.2008 | 08:50
Og svo kvörtum við Íslendingar
Og svo kvörtum við Íslendingar, og teljum að allt sé að fara fjandans til, vegna bankakreppunnar, margt er skrítið í kýrhausnum þykir mér.
í Simbabve er raunveruleg neyð hjá þorra fólks, hungur er eitthvað sem núlifandi Íslendingar hafa nánast enga reynslu af, verðbólga í miljónum prósenta er eitthvað sem hugurinn grípur ekki- tvöföldun á verði daglega?, og svo ódrykkjarhæft vatn, kólerufaraldur og nánast ekkert heilbrigðiskerfi, og það sem verst er, þetta er allt af mannavöldum, þarna sitja men í valdastöðum sem kunna fátt annað en að hrifsa til sín völd með ofbeldi, stjórnunarhæfileikar eru nánast engir, það er þyngra en tárum tekur að horfa á Mugabe halda ræður um að allt sé í þessu fína í Simbabve, veruleika firringin er alger á þeim bænum, og svo vælum við hérna í landi alsnægtanna vegna smá peningavandræða.
Milljarðamæringar svelta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
- nilli
- widar
- vigfuspalsson
- bjarnihardar
- gthg
- gudni-is
- reykur
- runarsv
- lonewolf
- fridjon
- agbjarn
- dullur
- gudbjornj
- fannarh
- jenfo
- valgeirb
- hallibjarna
- lillo
- kristinnjon
- brahim
- tilveran-i-esb
- fhg
- baldvinj
- vinaminni
- bofs
- sjonsson
- vala
- kolbrunerin
- askja
- jonmagnusson
- joiragnars
- jonvalurjensson
- vilhjalmurarnason
- halldorjonsson
- minos
- einarbb
- juliusbearsson
- aury
- totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver er sama um Afríku.
julli (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 12:23
Þú hefðir kannski áhuga á að skoða þetta Magnús.
Axel Þór Kolbeinsson, 21.12.2008 kl. 13:36
Julli: mér er ekki sama, við erum öll jarðarbúar.
Axel: þakka þér fyrir, fróðleg línurit þarna hjá þér, og á þeim sést að ástandið er svo sem ekki gott en hefur oft verið verra, gaman væri að sjá svipað línurit fyrir Simbabve ?
Magnús Jónsson, 21.12.2008 kl. 13:49
Línurit fyrir verðbólgu í Zimbabwe yrði hroðalegt að sjá. Bara á þessarri öld hefur verðbólga hækkað úr 56,2% árið 2000, í 237,9% árið 2005, 231,000,000% núna í júlí, og svo hef ég séð áætlanir um hvernig ástandið er núna frá 1,000,000,000% til 516,000,000,000,000,000,000% veðbólgu á ári, megnið af þeim tölum get ég hreinlega ekki borið fram.
Axel Þór Kolbeinsson, 21.12.2008 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.