Fermdi það yngsta af börnunum mínum

Fermdi það yngsta af börnunum mínum fjórum þan 30 mars síðastliðin, hef haft þan sið á að semja nokkrar vísur og færa þeim við þessi tímamót, og hef gjarnan kallað það að færa þeim nesti til ferðarinnar sem þau eru að leggja í, og ég hef einnig verið skammaður fyrir að hafa ekki lesið þessar vísur upp í veislunni, svo til gamans ætla ég að setja þennan leir minn til yngri stráksins míns hér.

 

Börnin stækka og við verðum eldri

Þannig er lífið aldri háð.

Við erum eilífðinni ofurseldri

Og sigri getum aldrei náð.

 

Heimurinn bíður hvar sem þú ferð

Um hann liggur stígur þröngur

Hann bíður þér kvöld og morgunverð

Og erfiðar eftir göngur

 

Vertu kurteis við alla menn

Varast þrætur og róg.

Virtu rök og góða men

Bros er oftast nóg.

 

Margt mun fljótlega opnast þér

Margar þrautir bíða.

Allt þú þarft að nýta þér

Ekki láta tíman bara líða.

 

Tími er það eina sem allir fá

Jafnan skammt af ég tel.

Þeyr sem árangri vilja ná

Þurfa að nýta hann vel.

 

Því áður en faðir þinn vissi af

Höfðu árinn flogið hjá.

Fermir það  fjórða fjórum af

Þetta ég veit ójá.

 

Þú verður samt þar til ég dey

Litli strákurinn minn.

Gleyma mér, þú mátt ey

Það er arfurinn þinn.

 

Hafa skaltu þrek og þor

Að þínu leiðar ljósi

Eftir vetur kemur alltaf vor

Þó sumar nætur frjósi.

 

Magnús Jónsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 59891

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband