1.3.2008 | 23:11
Kaupið vélina en gerið það á eigin reikning
Ekki ætlast til að almenningur leggi fram fé í að kaupa gamla flugvél, það er eitt í meiri óþarfa en nokkru hófi gegnir nú þegar, og ef men hafa svona mikinn áhuga á þessu leggið þá í púkk og verslið fyrir eigið fé látið skattpeningana mína í friði, hvenær ætla men að átta sig á því að við erum smáþjóð og fara að haga sér í samræmi við það, hér hafa fleiri fornminjar farið á áramótabrennur, í formi skipa sem smíðuð voru hérlendis en tölu verður á komið og engin sagði neitt, svo rísa sumir upp á afturfæturna og garga að varðveita þurfi aflóga þotugarm frá Bandaríkjunum, er ekki allt í lagi með suma hér á landinu bláa.
Fyrsta þota Íslendinga í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
- nilli
- widar
- vigfuspalsson
- bjarnihardar
- gthg
- gudni-is
- reykur
- runarsv
- lonewolf
- fridjon
- agbjarn
- dullur
- gudbjornj
- fannarh
- jenfo
- valgeirb
- hallibjarna
- lillo
- kristinnjon
- brahim
- tilveran-i-esb
- fhg
- baldvinj
- vinaminni
- bofs
- sjonsson
- vala
- kolbrunerin
- askja
- jonmagnusson
- joiragnars
- jonvalurjensson
- vilhjalmurarnason
- halldorjonsson
- minos
- einarbb
- juliusbearsson
- aury
- totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk, Magnús, fyrir að koma fram á völlinn og minnast á hagsmuni skattborgarana. Að vísu hefur það aldrei staðið til að þeir kæmu að þessu máli, heldur efnaðir einstaklingar með óþrjótandi áhuga á ísl .flugsögu, nóg hafa skattborgarar þessa lands þurft að bera hingað til. Ég bý í Mos en tek eftir því að ENGINN Reykvíkingur minnist einu orði á þá staðreynd að á einum tímapunkti var REI ykkar metið á 60 milljarða, eða 6 milljónir á hvern skattgreiðanda í Reykjavík. Dagur "heiðarlegi" ásamt Svandísi súru Svavarsdóttur sáu um að klúðra þessu tækifæri ykkar. Vonandi eruð þið öll þeim þakklát og munið að þau eru á launum Reykvíkinga við að henda skítkasti daglega í aðra borgarfulltrúa.
Ég sendi inn athugasemdir um Gullfaxa á bloggsíðu hans Stefáns á Akureyri en þegar þetta er skrifað er hann ekki búinn að leyfa birtingu ummæla minna en það verður vonandi á sunnudag.
Með kveðju
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 23:34
Það er búið að byggja fullt af "fótboltahöllum" fyrir mína skattpeninga sem ég hef ekki notað eða haft áhuga á.
Það mætta nú alveg gera eitthvað fyrir flugsöguna.
Sturla Snorrason, 2.3.2008 kl. 01:01
Ég gæti ekki verið meira sammála en Sturla, það er búið að setja milljarða tugi í fótboltavelli, golf, handbolta ofl af okkar skattpeningum og ég kæri mig ekkert um svoleiðis bruðl, ég hef engann áhuga á íþróttum. Það væri nær að bjarga svona sögulegum verðmætum frekar. Örn, hver mat þetta REI ? það er hentugt að fá gefins milljóna tug af hlutabréfum sem maður "metur" svimandi hátt.
Sævar Einarsson, 2.3.2008 kl. 01:44
Þeir grýta grjóti sem búa í glerhúsum, Gullfaxi er eitt af þeim gersemum sem íslenska þjóðin á að varðveita. Ef við hefðum haft tækifæri á, þá hefðum einnig varðveitt margan bátinn, eins og til dæmis skip Ingólfs Arnarsonar, en það er ekki að finna lengur. Ekki er verið að tala um að geyma alla hluti en að eiga fyrstu eintökin er eins og að eiga fyrstu útgáfu af Guðbrandsbibblíu eða eitthvað álíka verðmæti, til dæmis fyrsta bílinn. en vitaskuld er ekki hægt að eiga allt en þennan grip er þó enn hægt að eignast og varðveita.
Jón Svavarsson, 2.3.2008 kl. 03:25
Sturla & Sævarinn: Íþróttahús, Reiðhallir, Tónlistahallir, Leikhús og Söfnin öll, allt eru þetta byggingar sem byggðar eru fyrir almanna fé en sumir nota aldrei, hver haldið þið að hafi byggt alla flugvellina og haldið þeim við, haldið þið að það hafi verið félagasamtök, eða flugáhugamen, nei það var skattpeningurinn sem notaður var til þess og þeim pening var ekki illa varið.
Sæll Jón Svavarsson: ef viljinn er hjá þér til að vermda þessa flugvél, þá liggur beinast fyrir að þú og skoðanabræður þínir safni fé og verslið þessa þotu, en að ætlast til að Íslenska þjóðin geri það nær engri átt, og að líkja þotu þessari við fyrsta eintakið af Guðbrandsbiblíu er brandari hjá þér, eða var það ekki, ég gæfi glaður upp nokkra þúsundkalla úr eigin vasa ef um skip Ingólfs væri að ræða en ekki krónu í aflóga þotu frá Bandaríkjunum.
Magnús Jónsson, 2.3.2008 kl. 09:54
Smá leiðrétting Magnús, margir af þeim flugvöllum sem á íslandi eru voru upphaflega byggðir af áhugamönnum og þar koma almannafé hvergi nærri. Hinsvegar nota flestir landsmenn þessa flugvelli, í það minnsta millilandaflugvöllinn í Keflavík, sem var nú aldeilis ekki byggður fyrir íslenskt almannafé, nema rétt flugstöðin. Nú er loks búið að endurbyggja Reykjavíkurflugvöll, en hann var nánast í sínu upphaflega formi og ástandið á honum eftir því frá því að bretar byggðu hann í seinni heimstyrjöld.
Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 11:52
Eitt annað, á flugi hvíla gríðarlegar opinberar álögur. Til dæmis hefur einkaflug nánast verið skattpínt í gröfina. Það væri ekki fráleitt ef eitthvað af öllum þeim milljónum færi til þess að varðveita söguna!
Heimir Arnar Birgisson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 11:56
Heimir: takk fyrir leiðréttinguna, flestir flugvellirnir gömlu eru reyndar stríðsmenjar, og þeir melar sem men hreinsuðu og notuðu sem flugvelli og nota suma en eru sárafáir, þeir flugvellir sem notaðir eru í dag eru allir á opinberu framfæri og hafa verið lengi, Keflavíkur flugvöllur væri ef hann væri gerður í dag af okkur sjálfum svo dýr framkvæmd að þjóðarbúið stæði varla undir þeim kostnaði, reyndar er viðhaldið á honum, til að hann standist kröfur sem gerðar eru til alþjóðlega flugvalla, það dýrt að allar álögur sem eru á flugi duga vart til ef þær duga þá, Reykjavíkurflugvöllur var lagfærður fyrir almannafé það var ekki til króna frá skattpíndum flugrekstraraðilum í það, Egilsstaðaflugvöllur er orðin að varaflugvelli, einnig fyrir almannafé, það hefur í raun verið mokað fé í flugvelli á undanförnum árum, og var reyndar ekki vanþörf á vegna þess hve illa var og er komið fyrir þeim flestum vegna fjárskorts, því flug mun seint standa undir sér hér í fámenninu nema með stuðningi frá hinu opinbera því miður, þannig að það eru ekki til meinar milljónir afgangs til að kaupa þetta og hitt til að gleðja þá sem langar að hafa allt á kostnað annarra, flug þurfum við að hafa og kostnaðinn við það greiðum við öll, en söfnu á gömlum flugvélum verður að kosta á annan hátt en að skattpína okkur meira en gert er.
Magnús Jónsson, 2.3.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.