Tapast hafa 400-miljarðar finnandi vinsamlegast skili þeim til ESB

Dan Jörgensen formaður eftirlitsnefndar Evrópusambandsins segist ekki geta skrifað uppá reikninga Evrópusambandsins, þar sem óútskírð útgjöld eru litlir 4-miljarðar Evra eða um 400 miljarðar Íslenskar krónur, nefndar formaður þessi hefur verið núið því um nasir að hann sé að gera stórmál úr tittlingaskít?

Það hefur talist til tíðinda hingað til ef menn tína peningum, að ekki sé talað um að viðskipti eigi sér stað og engar nótur séu til, það kæmi mér ekki á óvart að einhver teldi það vera skattsvik eða glæpsamlegt athæfi, en þar sem um hið dásamlega Evrópusamband er að ræða þá er sá sem fetir fingur út í það að engar nótur sé til fyrir 400-miljarða útgjöldum sagður vera of kröfuharður?

þetta er sambandið sem sumir Íslendingar sjá varla sólina fyrir, og dreymir að komast í?, ekki er nóg að fjárlög Evrópusambandsins séu í algerum ólestri heldur er verið að lauma stjórnarskrá sambandsins framhjá lýðræðislegum kosningum, vegna þess að Frakkar og Hollendingar voguðu sér að fella stjórnarskrá þessa í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Heimild er 24 stundir 9/Feb 2008

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband