20.1.2008 | 10:56
ÆÆ bíllin hrifsaði af honum stýrið
ÆÆ bíllin hrifsaði af honum stýrið, gaf allt í botn og renndi sér þarnæst á næsta ljósastaur, það þarf að fara senda bíla sem haga sér svona til sálfræðings, eins þarf að koma upp gagnagrun, til að hægt sé að sjá hvort vandamálið er meira tengt einni tegund af bílum en öðrum, til að mynda mætti banna innflutning á bílum sem þektir eru fyrir að velta sér, og hrifsa stjórnina af bílstjórum þegar síst skildi.
Umferðaróhapp á Gullinbrú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
- nilli
- widar
- vigfuspalsson
- bjarnihardar
- gthg
- gudni-is
- reykur
- runarsv
- lonewolf
- fridjon
- agbjarn
- dullur
- gudbjornj
- fannarh
- jenfo
- valgeirb
- hallibjarna
- lillo
- kristinnjon
- brahim
- tilveran-i-esb
- fhg
- baldvinj
- vinaminni
- bofs
- sjonsson
- vala
- kolbrunerin
- askja
- jonmagnusson
- joiragnars
- jonvalurjensson
- vilhjalmurarnason
- halldorjonsson
- minos
- einarbb
- juliusbearsson
- aury
- totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað þykist þú vita hvernig þetta atvikaðist? mér þykir þú frekar frakkur gagnvart þessu.. eru menn ekki saklausir uns sekt er sönnuð eða býrðu í suðurríkjunum ennþá?
Svo þykir mér frekar gott það sem stendur um höfund "allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt.".. er ekki hægt að taka það með í jöfnuna að þetta fólk hafi hreinlega gert mistök, misst stjórn á bílnum og lent á ljósastaur.. Eigum við ekki bara að þakka fyrir það að báðir aðilar sluppu lifandi?
olli peters (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 14:16
hahaha snilldarblogg...
bitri olli? sumir hafa gálgahúmor :) greinilega ekki þú
Gísli Sigurður, 20.1.2008 kl. 14:46
Ef það er ekki búið að breyta fréttinni síðan þú skrifaðir þessa færslu þá ertu illilega úti á túni í þessari gagnrýni þinni. Ég er yfirlýstur fasisti þegar kemur að því að láta ökumenn taka ábyrgð á sínum mistökum undir stýri en þarna er einfaldlega bent á að ökumaðurinn bar ábyrgð á óhappinu.
Ertu nokkuð með sömu tegund af gleraugum og Femmarnir nota???
FLÓTTAMAÐURINN, 20.1.2008 kl. 14:51
Ég er í sama klúbb og Dóri Bjöss, en ég las þessa frétt í morgun og sá sem skrifaði hana var ekki vaknaður á báðum, það er búið að skrifa hana aftur.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.1.2008 kl. 16:11
Olli: Bílnum var ekið á staur, bílar aka ekki neitt einir og sér, ég hef valdið tveimur árekstrum um ævina, en það var ekki vegna þess að ég missti stjórn, ég einfaldlega ók eins og fífl og því fór sem fór, það var mér að kenna engu stjórnleysi þar um að kenna. Sá telst heppin sem sleppur óskaddaður úr árekstri, og lánsamur að auki hafi hann valdið árekstrinum með eigin aksturslagi, eigum við ekki að vera ánægðir með að hann ók á staur en ekki framann á þinn eða minn bíl, eða yfir gangandi vegfarenda.
Magnús Jónsson, 20.1.2008 kl. 17:55
Bíddu, ertu ekki að grínast í mér þarna Magnús Jónsson, það var ég sem lenti í þessu og ég var að keyra bílinn, ég var ekki undir neinum áhrifum né keyrði of hratt, það var rosalega mikill snjór á veginum á var að skipta um akrein, ég missti meðvitund og rankaði við mér í sjúkrabíl! Ljósastaurinn fór inní hliðina þar sem ég sat, ég var öll í glerbrotum, fékk risa stórann skurð á ennið sem blæddi og blæddi úr, það þurfti að sauma 12-20 spor.. Heppni að þetta hafi ekki verið þú Magnús Jónsson, þú átt einhvað virkilega bátt og eiga ekki allir að vera bara ánægðir með að ég hafi ekki endað framaná þinn eða einhvers annars bíl, eða yfir gangandi vegfaranda, þegar ég var ekki með bílpróf var keyrt á mig og ég var þessi gangandi vegfarandi, hefði hann ekki bara betur átt að klessa á staur heldur en mig ?? Maður segir ekki svona, ég held að þú ættir virkilega að fara að leita þér hjálpar áður en þú ferð að blogga um einhvað svona og vera með einhvað skítkast !! Hugsaðu aðeins ef þetta hefði komið fyrir þig, þú hefðir misst stjórn á bílnum á meðan þú hafir verið að skipta um akrein í blindbili liggur við! Hvernig finndist þér að þú værir nýkominn af spítalanum, alveg að drepaast og einhver svona ógeðsleg manneskja eins og þú ert, fari að blogga um að maður hafi alveg átt þetta skilið, farðu virkilega að hugsa þinn gang og skiptu þér ekki að því sem þér kemur ekki við!!
Bryndís Ósk (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 18:55
Bryndís; vonandi nærð þú þér eftir þessa óskemmtilegu lífsreynslu, það hlýtur að vera slæmt að missa meðvitund, það getur hent hvern sem er, en bílar gera einfaldlega ekki neitt sjálfir, það er það sem ég var að gagnrýna, þeim er ekið, þeim er stýrt, fréttaflutningur sem gefur í skin að bílar geri þetta eða hitt er slævandi, ekki vil ég munhöggvast við þig hér og als ekki núna þar sem þú ert sennilega ekki búin að jafna þig eftir þessa ákeyrslu, ekki vera reið vertu þaklát að hafa ekki lemt framan á bíl sem kæmi á móti, það vel kann að vera að ég sé ómerkileg manneskja, en ég stunda ekki skítkast, hugsaðu málið þú getur skrifað athugasemdir þínar hér næstu daga ef það léttir á þér.
Magnús Jónsson, 20.1.2008 kl. 20:07
Ég verð nú bara að taka undir með Bryndísi, þó ekki á jafn grófan hátt, en maður verður nú aðeins að passa hvað maður lætur út úr sér. Það vill nú svo til að ég varð vitni af þessum árekstri, ég bý þarna við gullinbrúnna og sá þetta gerast. Finnst þér það ekki skrýtið? Þú ert þegar búinn að fá heimsókn frá fórnarlambi slyssins á síðuna þína, og nú færðu vitni. Lítið land, ekki satt? Ég gat ekki séð að aksturslagið hafi verið eitthvað glannalegt, eða neitt hafi bent til þess að það hafi verið fífl undir stýri. Þú ættir að forðast að draga ályktanir út frá eigin vitleysisgangi úr fortíðinni. Auðvitað er bílum stýrt, en stundum skapast aðstæður í akstri sem eru fólki óviðráðanlegar. Og í ljósi þess hversu lítið land þetta er, og þessi furðulegi bloggheimur enn minni, þá mættirðu alveg fara að ritskoða sjálfan þig :)
Með bestu kveðju
Daði Þór (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 21:17
Bryndís og Daði Þór, ég ætla ekki að vera að verja Magnús hann getur það sjálfur, en þegar hann skrifaði þessa athugasemd í morgun við fréttina þá var hún öðruvísi skrifuð en hún er núna og þessi athugasemd hans átti þá fullann rétt á sér því að fréttin var bara bull og athugasemdin var við fréttina fyrst og fremst.
Ég skrifa einmitt oft athugasemdir við fréttir sem segja að hálka hafi velt bíl eða fleygt honum á aðra bíla.
Jú við skulum þakka fyrir Bryndís að þú lentir ekki framan á öðrum bíl/um eða gangandi fólki, þér hefði liðið enn verr með það.
Gangi þér vel að jafna þig og ná góðum bata sem fyrst.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.1.2008 kl. 01:03
Vitiði það að ég hef þekkt Bryndísi núna í svona næstum 4 ár núna! og tel mig þekkja hana mjög vel og veit alveg hvernig hún keyrir! hún er ekki einn af þessum glönnum sem að taka framm úr eða er skít sama um færð og heldur að hún séi eitthvað kongurinn á veginum! langt í frá! og það skiptir ekki máli hvernig fréttin hljómaði í morgun, útaf því að það skiptir ekki máli hvernig þetta hafði gerst þá á hún sál og það er algjör óþarfi að rakka hana niður sérstaklega þegar menn hafa bara heyrt einhverja frétt og vita akkurrat EKKERT meir heldur en slúður úr fréttunum! ég meina það á að taka mark á fréttum en samt alltaf með það í bakhuganum að þetta gæti verið eitthvað vitlaust sagt frá! og að rakka hana niður á bloggsíðu þar sem þetta land er svo lítið og þessi blogg heimur enn minni einsog var sagt áðan! hvernig myndi ykkur líða ef þið hefðuð lennt í þessu?? og bíddu voru þið sofandi þegar þetta gerðist eða?? ég var vakandi og sá að það var fárrviðri úti og púðursnjór útum ALLT!! og ég er nú bara feginn að hún Bryndíst séi á lífi og slasaðist ekki meira heldur en hún gerði! þið þurfið virkilega að fara athuga ykkar mál það er ekki beint mannlegt eða siðferðislega rétt að rakka manneskju svona niður!!
Arnar (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 15:16
Bíddu fyrirgefðu er ekki í heilaga lagi með þig þarna MARGNÚS JÓNSSON! hvað ertu eiginlega gamall? og hvað þekkir thu þessa manneskju einhvað og hvernig hun hagar ser i umferðini ekki vera að bulla og vera með skít þegar þú varst ekki viðstaddur þarna sjalfur til a'meta hvað kom virkilega fyrir fólk getur misst stjórn á bílnum eins og allir aðrir og það var bullandi snjór og halka og allt getur gerst a 0.2sek! ! Og eg held að það meigi nu bara þakkafyrir að hun se á lífi! og þetta hefði ekki farið verra þvi það hefði alveg gerst og munaði ekkert miklu í það akkuru geriru ekki frekkar komment um að henni verðii lagi og nai ser, að thu skulir virkilega hafa andlitið í þaðað verameð svona skít pæltu í þvi að þetta hefði gerst fyrir þig og folk myndi bara koma herna og vera með komment upp á svona ég bara er í sjokki heran eg vona virkilega að thu hugsir aðeins malið aðuren thu skrifar svona fyrir almennigin takk fyri! bara alveg óbjóðandi! og hugsaðu bara ert að tala herna um bestu vinkonu mina og vini aðra !
Sofía (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 17:28
Arnar, athugasemd Magnúsar var við fréttaflutninginn en ekki aksturslag Bryndísar, ég þekki Bryndísi ekki neitt, svo ég viti, vel getur verið að hún sé og vafalaust er hún góður ökumaður og eins og ég hef oft sagt þá verða slys og ekkert okkar er yfir það hafið að lenda í því, en það er nú einu sinni þannig að hálkan ein og sér eða óveður eitt og sér veldur ekki ákeyrslum eða útafkeyrslum að sjálfsögðu eru það samverkandi þættir og oftar en ekki er ekið of hratt miðað við aðstæður og við getum alveg leitt getum að því að þetta óhapp hefði að öllum líkindum ekki orðið hefði Bryndís ekið mun hægar og þá sérstaklega á meðan hún skipti um akrein það má líka leiða að því getum að hún hefði slasat mun meira ef hún hefði ekki farið eins varlega og hún gerir alltaf, það eru nokkrar hliðar á svona óhöppum sem alltaf eru leiðinleg og vont að lenda í.
Við getum samt ekki horft fram hjá því að það er ökumaðurinn sem tekur ákvarðanir og framkvæmir en hvorki bíllinn né veðrið.
En, enn og aftur, fréttin var þannig fyrst um morguninn að ætla mætti að hálkan og bíllinn hafi sameinast um að taka völdin af ökumanninum og snuast þarna og dansa saman um brúnna og það sem meira er að fréttin var eiginlega ólesanleg því að svo var hún mikil steypa og það var það sem var verið að setja út á með ágætis árangri því að fréttin var umskrifuð og er orðin mun kurteysislegri og hlutlausari en hún var.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.1.2008 kl. 17:31
Sofia! lestu nú öll kommentin aftur, rólega og sjáðu hvort að þú viljir ekki skrifa annað aftur og svolítið öðruvísi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.1.2008 kl. 17:35
Nei veistu Högni mér líður bara mjög vel !
Sofía (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 17:41
Það er nú gott Sofía mín þú ert þá búin að sjá að komment þitt er byggt á misskilningi.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.1.2008 kl. 17:48
Ja hvað skal segja: Bryndís var á ferð að eigin sögn í blindbil, Arnar segir að það hafi verið fárviðri, Daði sá þetta allt vel heiman frá sér hann sér í blimdbil og fárviðri, Arnar segir mig rakka Bryndísi niður, Daði segir að hann hafi ekki séð að það væri fífl undir stýri, Sofía segir lítið annað en vera með skít og meiri skít. Mér er helst í huga að Bryndís, Daði, Arnar og Soffía, hafi alls ekki lesið það sem skrifað hefur verið hér að framan, alla veganna ekki það sem ég skrifaði, þau skrifa eins og árás hafi verið gerð. Ég kannast ekki við að hafa ráðist á einn né neinn, hvað þá að einhver hafi verið rakkaður niður.
Ég er reyndar farin að finna verulega til með henni Bryndísi, hún á við meiri vanda að stríða en ég gerði mér grein fyrir, því með svona vini þá er ekki á hennar vandamál bætandi, að endingu Bryndís vona að þú jafnir þig sem fyrst og gæfan gangi með þér hvert sem ferð þinni er heitið, lifðu heil.
Magnús Jónsson, 21.1.2008 kl. 20:21
Högni; jájá það er alveg rétt að ökumaður ber ábyrgð af axtri. En settu þig aðeins í spor hennar þú ert að keyra niður brekkuna, fínnt grip á veginum svo einsog á íslandi þá á nokkrum sekúndum getur komið ófærð og blindbilur! og hvað þá? svo kemur hálkublettur og svo gerist slys!! en það afsakar ekki ykkar skítkast í hennar garð hvernig slysið átti sér stað! þið eruð búnir að vera að drulla yfir hana og hún lyggur heima hjá sér í kvölum!! hafiði enga samvisku???
Arnar (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 20:28
Arnar! Ég keyrði trailerbíla hér um landið þvert og endilangt í tæpa tvo áratugi svo ég veit alveg hvernig færð breytist og líka hver tekur ákvörðunina og hver framkvæmir breytingar.
Segðu mér Arnar hvar er ég með skítkast yfir hana og hvar drulla ég yfir hana, bentu mér á það og ég skal taka það allt til baka og biðja hana afsökunnar.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 21.1.2008 kl. 23:23
Æjjh er ekki komin tími bara að hætta þessu röfli bara og óska Bryndísi vel gengis og bara að hun batni :* allir hafa bara sína skoðunir það er víst
Sofía (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 07:09
Í kommentum 7, 9 og 16 erum við að óska henni góðs bata.
Mér þykir leiðinlegt þetta slys eins og öll slys, mér er annt um unga ökumenn og hef átt margar rimmurnar hér á blogginu þar sem ég hef varið unga ökumenn.
Ég skil ykkur vel sem eruð leið fyrir hönd vinkonu ykkar sem er slösuð og segi bar enn einu sinni ég óska þér Bryndís góðs bata og vona að þið jafnið ykkur öll sem fyrst.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.1.2008 kl. 10:51
Takk fyrir það !!
Bryndís Ósk (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.