Enn einu sinni sanna Björgunarsveitir tilveruréttinn

Hví er fólk að fjargviðrast yfir þessu fólki sem kom sér og sínu í þessa klípu, það er einmitt svona fólk sem sannar að þörf er fyrir öflugar Björgunarsveitir, það þurfti einhver að geta farið þarna upp á jökulinn til að bjarga þeim sem þau höfðu með sér, við megum ekki gleyma því að öll getum við gert mistök og ég er ekki í nokkrum vafa að þetta ágæta fólk sem lenti í þessum hremmingum, á jöklinum það hefur lært mikið af þessari ferð og lætur vonandi ekki koma sér í svona klípu aftur.

  


mbl.is Jeppaferðalangar komnir til byggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Magnús, maður getur gert sér það í hugarlund að þau hafi ætlað að skreppa upp á jökulinn áður en óveðrið skylli á, allt löngu planað áður og útlitið ekki svo slæmt, enda vill fólk fá að reyna eiithvað á sig, jeppagræjurnar, talstöðvarnar og GPS- tækin. Þegar fárviðrið tekur síðan við, með vindhraða upp í 360 km/klst eins og Ferrari á nítróglysseríni, í þreifandi byl uppi á jökli, þá dugir ekkert nema litlir skriðdrekar eins og snjóbílar. Eitt sinn var náð í mig við rætur jökuls eftir langa göngu og maður skammaðist sín, en hvernig átti ég að vita að hnéð gæfi sig? Björgunarsveitirnar eflast líka við hverja raun, þannig að þetta er hið besta mál, nema ef einhver fer sér að voða í björgun.

Ívar Pálsson, 30.12.2007 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 59420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband