21.12.2007 | 22:45
Jólasveinnin er til...
Mikið hefur verið skrafað um það hér á blogg hvort að jólasveinnin sé raunverulegur eða ekki, að mínu mati er jólasveinninn til, og ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því.
þannig var að fyrir mörgum árum síðan þegar börnin okkar voru bara 2 og voru telpa 5ára, strákur 3ára og konan ófrísk af því þriðja, þá voru krakkarnir frekar erfiðir í háttinn kvöldið fyrir komu HURÐASKELLIS og sú ólétta fór seint í bólið og svaf illa enda stutt eftir af meðgöngunni, þegar óþekktarormarnir vöknuðu þá var ekki neitt í sokkunum sem hengdir voru upp fyrir jólasveininn, ég var í eldhúsinu að drekka kaffi og lesa moggann þegar þau koma og tjá mér að jólasveinninn hafi ekki gefið þeim neitt í sokkin, eitthvað tuðaði ég um að sennilega hefðu þau verið svona óþekk, og þau læddu sér uppí rúm til mömmu frekar svekt að því er mér fannst, ég fékk smá samviskubit og mundi þá að til var smá nammi og tók ég það og læddist á sokkaleistunum inn í stofu og setti nammið í sokkana, læddist svo að svalahurðin opnaði hana og skellti henni hraustlega var síðan snöggur inn í eldhús aftur, heyrði í litlum fótum sem komu álíka hljóðlega og fílhjörð úr svefnherberginnu, þau voru ekki lengi að leggja saman 2 og 2, fóru beint í sokkana og komu svo sigrihrósandi inn í eldhús til mín til að sína mér hvað hurðaskellir hafði skilið eftir handa þeim, ég sagði að seinlega hefði jólasveinninn bara tafist eitthvað og þau verið of snemma á ferðinni, en þá sagði sá 3ára pabbi jólasveinninn var að fela sig á bak við sófann ég sá hann.. þarf ekki frekari sönnunar við að mínu mati.
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
-
nilli
-
widar
-
vigfuspalsson
-
bjarnihardar
-
gthg
-
gudni-is
-
reykur
-
runarsv
-
lonewolf
-
fridjon
-
agbjarn
-
dullur
-
gudbjornj
-
fannarh
-
jenfo
-
valgeirb
-
hallibjarna
-
lillo
-
kristinnjon
-
brahim
-
tilveran-i-esb
-
fhg
-
baldvinj
-
vinaminni
-
bofs
-
sjonsson
-
vala
-
kolbrunerin
-
askja
-
jonmagnusson
-
joiragnars
-
jonvalurjensson
-
vilhjalmurarnason
-
halldorjonsson
-
minos
-
einarbb
-
juliusbearsson
-
aury
-
totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.