Púðurtuna

Hversvegna fá Kúrdar ekki landið sitt aftur (Kúrdistan), þeim var lofað því árið 1920 Tyrkir, Íranar og Írakar sviku það samkomulag og hafa ofsót Kúrda ekki bara síðan þá heldur í nokkur hundruð ár, Kúrdistan er talið vera um 190 þúsund ferkílómetrar og íbúar voru um 20milljónir 1990, þar af um helmingur í Tyrklandi, Kúrdar börðust í báðum heimstirjöldum geng loforðum um sjálfstæði, en hafa lítið annað fengið en ofsóknir frá þeim 3 löndum sem hersitja Kúrdistan, þau grimmdarverk sem til að mynda stjórn Sadam Husein í Írak stóð fyrir hafi kostað hundruðir þúsunda Kúrda lífið, og nú eru Tyrkir eina ferðina en að sína hernaðarmátt sinn með loftárásum á þorp í norður Írak, að sögn búa þar bara skæruliðar Kúrda, alþjóðasamfélagið skuldar Kúrdum og það þarf að gjalda þá skuld, sjálfstæði Kúrdistan ætti að vera á dagskrá frekar en loftárásir.

       


mbl.is Tyrkir gerðu loftárásir á Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála þér Magnús, vanefndirnar gagnvart Kúrdum er mjög undarlegt að ekki sé tekið dýpra í árina. Og ritstýring frétta er þannig farið að við fáum einungis að heyra gegnum tyrknesk augu og eyru hvað þarna er að gerast. Hvað skyldu vera „hernaðarleg skotmörk“ eins og réttlætingin nefnist? Það eru brýr og vegir sem voru væntanlega ekki byggð ekki í hernaðartilgangi heldur eins og hverjar aðrar samgöngubætur.

Mér blöskrar þessi meðferð á Kúrdum sem eru þjóð eins og við Íslendingar. Af hverju geta Íslendingar ekki ljáð máls á að viðurkenni sérstöðu þeirra og jafnvel sjálfstæði? Annað eins hefur nú gerst: fyrst fyrir nær 60 árum þegar Íslendingar voru fyrstir þjóða að veita Ísraelum viðurkenningu á sjálfstæði þeirra því Bandaríkjamamman þorði því ekki! Sama gerðist eftir fall Berlínarmúrsins og kommúnistmans í Austur-Evrópu. Aftur voru það Íslendingar sem viðurkenndu sjálfstæði Eistlands, Lettlands og Litháen því ekki voru það Bandaríkjamenn sem enn þorðu að taka þá ákvörðun.

Mér finnst eðlilegt að áfram verði haldið á þessari braut: viðurkenna ber sjálfstæði Kúrda auðvitað eftir tilteknum sjálfsögðum og sanngjörnum skilyrðum eins og að leitað verði samninga um hvar landamæri þeirra skuli ákvörðuð gagnvart öðrum löndum.

Með bestu þökkum.

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 17.12.2007 kl. 08:39

2 identicon

Áður en ég bendi þér á smá staðreyndir vil ég segja að ég stýð ekki árásina á PKK sem er í Norður Írak hreinlega vegna þess að eins og áður var gert (þetta er ekki í fyrsta skipti að tyrkneskt her gerir árás á PKK í Írak) þetta er bráðabirgðalausn á hryðjuverkamál í Tyrklandi. Tyrknesk stjórnvöld verða að betrumbæta mannréttindi og verða að stoppa útrás til fjalla.

En núna staðreyndir:

"Hversvegna fá Kúrdar ekki landið sitt aftur (Kúrdistan), þeim var lofað því árið 1920"

Þú ert örugglega að tala um Wilson Reglurnar sem einbettu sér í að skipta Ottómanaveldinu og þar af leiðandi Anatolíu (þar sem Tyrkland er viðstadd nú) í marga hluta

http://en.wikipedia.org/wiki/Fourteen_Points

12. grein er um Ottómanaveldið. Það var aldrei náð í samkomulagi varðandi þessar reglur, ekki einu sinni í Sevres sáttmálinu heldur http://en.wikipedia.org/wiki/Treaty_of_S%C3%A8vres

eftir hvað sjálfstæðisbaráttan Tyrklands byrjaði. Í raun og veru voru Kúrdar stofnaðilar þess lands og tóku helstu ákvarðanir í baráttunni.

Þú getur náð í nöfn þeirra sem komu saman í Erzurum (borg í Austur Tyrklandi), þar sem flestir þeirra voru Kúrdar, í

http://tr.wikipedia.org/wiki/Erzurum_Kongresi_Delegeleri

"Kúrdar börðust í báðum heimstirjöldum geng loforðum um sjálfstæði"

Tyrkland tóku ekki í þátt í seinni heimstyrjöld, Bretar hernumu Írak og ásamt Sovjetríkjum Íran.

"stjórn Sadam Husein í Írak stóð fyrir hafi kostað hundruðir þúsunda Kúrda lífið"

Þegar Saddam Husein gerði árás á Kúrda flúðu hundrað þúsunda Kúrda til Tyrklands til að sækja um hæli. Enn flestir þeirra búa í Tyrklandi.

Sjálfstæði Kúrdistan er mál sem á að koma fram í lýðræðislegum hætti en því miður PKK í gegnum árin sannaði alltaf að það vildi ekki nema ofbeldi. Það þaggði niður og gjöreyddi friðsamlegum samtökum á borð við PSK (Partiya Sosyalîsta Kurdistan - Sosíalistaflokkur Kúrdistans) og siðan 1984 byrjuðu þeir að drepa saklaust fólk (um 40.000) og þetta eingöngu leiðrétti alltaf árásir tyrkneska hersins í almennginsáliti. Þar sem ég er hálfur Tyrki (eða hálfur ókúrdi betra að segja) og hálfur Kúrdi og þar sem ég er alinn upp í Tyrklandi ég get alveg séð af hverju fólk byrjaði smám saman að styðja herinn. Ég man eftir að alveg frá árinu 1984 til 1999 voru jarðarfarir daglegt brauð í fréttum. Þá minnkaði þetta eftir handtöku Abdullah Öcalans en aftur náði í hámarki í síðustu tvö ár.

Þú segir "alþjóðasamfélagið skuldar Kúrdum og það þarf að gjalda þá skuld, sjálfstæði Kúrdistan ætti að vera á dagskrá frekar en loftárásir."

en ég spyr bara hvað með skuld sem alþjóðasemfélagið þarf að gjalda fyrir þá 40000 saklausa manna sem eru drepnir af PKK? Er ekki nóg komið?

Hakan (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 00:34

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Hakan: 1920 Wilson beitir sér fyrir Sévres samkomulagi , sem var eins og þú segir réttilega aldrei staðfest, en Tyrkir gera annan samning 1923 þá undir stjórn Kamal Ataturk þar sem ekkert er minnst á Kúrdistan, þessi gjörningur þíðir einfaldlega að Kúrdar voru sviknir um sitt ríki.

1974 átök brjótast út milli Íraka og Kúrda þau átök standa yfir til ársins 1988 og enda með eiturgas árásum á nokkur þorp Kúrda. tölur um manfall eru á reiki en talið er að árið 1988 hafi 200.000 Kúrdar látið lífið í ofsóknum Íraka.

1979 Íran stjórn hefur grimmilega útrýmingarherferð gegn Kúrdum sú aðgerð stóð nær linnulaust til ársins 1988 

1984 gerist tvennt,  Tyrkneski herin gerir stórfeldar árásir á Kúrda í Tyrklandi 20.000 Kúrdar falla og um 2.000.000 gerast flóttamen, PKK er stofnað er samhengi þar á milli svari hver fyrir sig.

1991 eftir Persaflóastríðið gera Kúrdar upreisn sem  Írakar berja niður með hervaldi 500.000 flýja til Tyrklands og 1.000.000 til Íran, sameinuðu þjóðirnar stoppuðu Íraka 1992 með hótunum um valdbeitingu.

1995 gera Tyrkir árás á Kúrda búseta í Írak 23-30.000 Kúrdar láta lífið.

2000 PKK tilkynnir að þeir hætti vopnaskaki, viðbrögð eru handtökur nokkra Kúrdískra bæjarstjóra.

2003 Tyrkir banna kennslu á tungumál Kúrda í Tyrklandi og banna að börn séu skírð Kúrda nöfnum.   

2007 Tyrkir aftur á ferð innrás í Írak hve marga drepa þeir í þetta skiptið, er ekki komið nóg.

Magnús Jónsson, 19.12.2007 kl. 10:53

4 identicon

"1920 Wilson beitir sér fyrir Sévres samkomulagi , sem var eins og þú segir réttilega aldrei staðfest, en Tyrkir gera annan samning 1923 þá undir stjórn Kamal Ataturk þar sem ekkert er minnst á Kúrdistan, þessi gjörningur þíðir einfaldlega að Kúrdar voru sviknir um sitt ríki."

Þetta var í Lausanne sáttmáli og aðalsamningamaðurinn var Ismet Inönu sem er Kúrdi sjálfur og 2. forseti Tyrklands. Það er rétt að það er ekki minnst á Kúrdistan ásamt hinum yfir 30 mismundandi þjóðir sem búa í Anatóliu. Aðeins Grikkir og Armenar gerðust að minnihópahlutum eftir ósk þeirra og erlendra, Gýðingar hins vegar vildu það ekki.

"1984 gerist tvennt,  Tyrkneski herin gerir stórfeldar árásir á Kúrda í Tyrklandi 20.000 Kúrdar falla og um 2.000.000 gerast flóttamen, PKK er stofnað er samhengi þar á milli svari hver fyrir sig."

Ég er nú ekki var við árás tyrkneska hersins á Kúrda sem kostaði 20.000 manns lífið, ég vil lesa heimildir ef þú ert með. PKK var stofnað árið 1978 en grunnurin þeirra var byggð árið 1973.

"1995 gera Tyrkir árás á Kúrda búseta í Írak 23-30.000 Kúrdar láta lífið."

Heimildir óskast.

"2000 PKK tilkynnir að þeir hætti vopnaskaki, viðbrögð eru handtökur nokkra Kúrdískra bæjarstjóra."

Rétt. En þegar PKK tilkynnir vopnahlé eru þeir adrei áreiðanlegir.

 "2003 Tyrkir banna kennslu á tungumál Kúrda í Tyrklandi og banna að börn séu skírð Kúrda nöfnum."

Ég verð að finna þetta á eftir en það eru lög sem kom einmitt í kringum 2000 um að Kúrdiska og öll minnihlutahópatungumála geta verið kennt í námskeiðum, allir geta skírt barnið sitt og skrifað nafnið að tyrkneskum hætti (semsagt bannað að nota erlenda stafa t.d. x,q,w, þ, ð, ú o.sv.frv), allir geta gefið út dagblöð, bækur og opnað útvarps- og sjónvarpsstöð á sínu eigið tungumáli.

En já ég vil nú forðast að þú fáir rangar hugmyndir um mig, ég er ekki að reyna að styðja stjórnvöld og her Tyrklands eða eitthvað en ég held að þessi atburðir á að vera leiðréttir.

Hakan (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 12:42

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Hakan: Ég verð að biðja þig afsökunar á að ég ruglaði saman ártölum, 1984  er PKK formlega stofnuð en átök þau sem Tyrkneski herinn stóð að voru gerðust 1992 og kostuðu um 20.000 Kúrda lífið, mín mistök .

heimildir mínar eru :http://www.bartleby.com/65/ku/Kurds.html

 ég er engin sérfræðingur um Kúrda, en af fréttum til margra ára að dæma þá hafa þrjú lönd Írak,Íran og Tyrkland, verið í bardögum við Kúrda sem hafa að  öllum líkindum kostað hátt í 1.000.000 Kúrda lífið, og líklega hrakið um 4.000.000 Kúrda á flótta frá sínum heimaslóðum.

Ekki hafa áhyggjur af ranghugmyndum mínum, endilega leiðréttu það sem er ekki rétt hjá mér, því þannig verðum við fróðari, gaman af því að fá svör frá manni sem þekkir til af eigin raun.

Magnús Jónsson, 19.12.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband