Klaufaskapur

Það verður að teljast klaufaskapur í besta falli, hvernig ungu fulltrúarnir í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna tókst að koma sjálfum sé úr stjórnarsetu í borgarstjórn Reykjavíkur, í vikunni sem nú er að líða.Hvert upphlaupið á fætur öðru hefur dunið yfir, en það sem stendur uppúr er að reynsluleysi kjörinna fulltrúa yngri sjálfstæðismanna kom þeim sjálfum í koll, og þess vegna glutruðu þeir niður meirihlutasamstarfiðnu í borgarstjórn.Málefni Orkuveitu Reykjavíkur eru búinn að vera svo mikið á milli tannanna á fólki að ekki er á það bætandi, en það verður að segja eins og er að allur gjörningurinn í kringum sameiningu REI og GGE er meira og minn á skjön við vandaða stjórnunarhætti, flýtimeðferð, óðagot og það sem mætti kalla virðingarleysi við lýðræðisleg vinnubrögð, eru meðal hugsana sem upp koma, að því viðbættu að sumt af því sem menn hafa látið bendla sig við í þessum samruna stenst ekki lög um hlutafélög, hvað þá reglugerðir um stjórnhætti opinberra aðila.Andstæðingar okkar Sjálfstæðismanna hafa hvað eftir annað ásakað flokksmenn um að stuðla að græðgisvæðinu fyrirtækja í eigu Ríkis og Bæja, með gerðum sínum í málefni REI hafa fulltrúar okkar í Borgarstjórnarflokkinum, nánast staðfest þann áróður, eða með öðrum orðum sá ávinningur sem er mögulega í tæknikunnáttu OR á ekki að skila sér nema að litlum hluta til OR, hann á að selja nánast fyrir smáaura núna strax, í upphafi einnar mestu útrásar sem um getur Íslandssögunni ef vel tekst til.Til að kóróna kunnáttuleysið þá róta þeir upp slíku moldviðri í kringum sameiningu tveggja hlutafélaga, að á erlendum markaði hefði slíkt þítt riftun á samningum, og rúið fyrirtækið trausti hins almenna hluthafa, þannig að alvarlegt verðfall hefði verið afleiðingin í bestafalli.Því ekki má gleyma því að REI stendur í samningaumleitunum um allan heim núna og er sennilega á hvað viðkvæmasta stigi hvað traust varðar, tímasetning og klaufaskapur er það sem einkennir allt þetta mál allt frá a-til-ö og það að keyra pólitíska valdabaráttu áfram á því gönuhlaupi sem Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna varð uppvís að er því miður í bestafalli klaufaskapur.        

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Sauðsháttur borgarstjóra í þessu máli er með eindæmum og helsta ástæða þess að svona fór. Hann ofmentur stöðu sína innan borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna og lætur hafa sig að fífli sameiningarmálinu þar sem kænir menn vöfðu honum um fingur sér.  Síðan þegar hann verðu uppvís af afglöpum sínum og málið orðið allt hið vandræðalegasta í fjölmiðlum, missa samherjar hans trú á honum og þá er voðinn vís.  Brestir komu í samstarfið og Björn Ingi forðaði sér í meira öryggi með hjálp frá Don Alfredo.

Helgi Viðar Hilmarsson, 14.10.2007 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband