Baugsdómurinn

Líkum má að því renna að Baugsmálið eigi eftir að skila landsmönnum, ekki peningum heldur nákvæmari lagaramma um hlutafélög heldur en við búum við í dag.Menn mega ekki að leggjast í hártogannir um einstaklinga, skoða verður málið frá sjónarhóli dómstóla, það sem blasir við er að löggjöf um hlutafélög er meingölluð samanber að vísað er frá dómi liðum 2-9, ekki vegna sakleysis sakborninga heldu vegna þess að refsiheimild er ekki til staðar, hér er verið að tala um að stjórnendur hlutafélaga voru gripnir ítrekað með hendurnar í kökuboxinu ( 400 milljónir lánaðar án heimildar hlutafélaga ) en þar sem refsiheimildin er ekki til staðar þá sleppa þeir. Ekki mega menn gleyma því að sá sem tekur pening úr þínu veski ( hluthafi hlutafélags) án þíns samþykkis er að stela jafnvel þó hann skili hverri krónu til baka, það virðist hinsvegar vera í lagi að túlka lög þannig að þetta sé leyfilegt, hvað finnst þér. Allt þetta mál er frekar neyðarlegt frá sjónarhóli mínum, Alþingi setur lög um hlutafélög sem leifir mönnum sem stjórna almennings  hlutafélögum að nánast leika sér með fé hlutafélaga sem væri um einkahlutafélag að ræða, til að breiða yfir mistök sín hafa síðan þingmenn þagað þunnu hljóði um hlut Alþingis í þessu máli, og látið Gróu á leiti eftir að spinna sínar samsæriskenningar um menn tengda þessu máli, ríkissaksóknari er uppnefndur og látið er í veðri vaka að dómstólar standi í einhverjum ómerkilegum vígaferlum. Baugsmenn hafa sýnt alveg dæmalausan virðingarskort við hluthafa, en þeir hafa líka skilað þeim stórgróða, í löndum þar sem hlutafélagalögg eru minna götótt en hérlendis væru stjórnendur hlutafélags sem yrðu uppvísir að því sem Baugsmálið fjallar settir frá umsvifalaust og fangelsaðir. Hvernig ætli að Gróa á leit og hennar fylgifiskar töluðu um Baugsmálið, ef þeir hefðu tapað þeim peningum sem teknir voru að láni hjá hlutafélögum sem þeir stýrðu. Persónur Jóns Ásgeirs og Jóhannesar föðurhans hafa verið meira og minna milli tannanna á fólki þau 5 ár sem málaferli þessi hafa staðið, þessir feðgar hafa komist til metorða með dugnaði og útsjónarsemi sem á sér varla samlíkingu, og ráku eitt stærsta einkafélag landsins áður en Jón Ásgeir varð stjórnarformaður og einn af stærstu hluthöfum Baugs, honum tókst að gera baug að einu mesta stórveldi sem sést hefur á Landinu bláa og þó víðar væri leitað, enn hann hélt áfram að stjórna eins og hann ætti einn allt fyrirtækið, hann fór ekki að lögun um það vitnar dómurinn, sennilegasta skýringin á því að Jón Ásgeir fer ekki að lögum er að hann hafi hreinlega verið of upptekinn af því sem hann gerir, og það betur en flestir aðrir til að fylgjast með lögum sem Alþingi setur, og þeir löglærðu menn sem í kringum hann sátu hafa sennilega ekki viljað trufla hann með svona smámunum, þegar miljarðagróða var að hafa af athafnagleði þessa undrabarns Íslensks athafnalífs, þess í stað tóku þeir á sig að ganga á eftir og hreinsa upp það sem miður fór og því fór sem fór.       Magnús Jónsson      

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það eru allir orðnir hundleiðir á þessu yfirvegaða yfirklóri um hina hárnákvæmu réttlætiskennd Ríkissaksóknarans og að allir eigi nú að vera jafnir fyrir lögunum. Að það sé ábyrgðarhluti að bera einhverju stjórnmálaafli eða tilteknum ráðherra á brýn óeðlleg afskipti o.s.frv. Þjóðin hefur fylgst með þessu máli frá fyrstu dögum og þeim sem stjórnuðu atburðarásinni. Og allt er þetta mál ógeð frá fyrsta degi til þess síðasta. Og allir þeir sem bjuggu því farveg hafa hlotið af því virðingu við hæfi. Sú virðing mun ekki ganga til baka þó áfram verði svamlað í fúapyttinum.  

Árni Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 10:14

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Árni Hvað hefur þú fyrir þér um yfirklór ríkissaksóknara?, það hvarflar að mér að þú hafir ekki lesið þér til um hvað þetta Baugsmál fjallar yfirleit, en ert samt tilbúin að ganga erinda Gróu á leiti athugasemdalaust, þjóðin hefur fylgst með, en ekki tekið eftir, og á því er reginn munur, varðandi svaml í fúapytt þá er það nokkuð góð lýsing á því sem þú hefur til málana lagt hér í athugasemd þinni.  Kveðja Magnús

Magnús Jónsson, 5.5.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband