smásaga, Þeir sem eiga bágt.

Það bankar uppá hjá þér maður sem þú þekkir frá fyrri tíð, þú veist að hann er einn af þessum sem hafa orðið undir í lífsbaráttuni.Veðrið hefur verið frekar hryssingslegt, kalt og vindasamt þennan vetur, og þú veist að þeir sem hafa ekki í nein hús að venda búa við vosbúð.Þessi firrum kunningi þinn segir sínar farir ekki sléttat, hann sé nánast alveg að krókna í hel þessa stundina, og hvort þú getir ekki hjálpað honum, þú spyrð hvort hann vilji ekki koma inn í hlýunna og orna sér. Nei ég vil ekki þrengja mér uppá fólk sko, svo þú spyrð hvort þú megir gefa honum nokkra fataleppa sem þú ert hættur að nota. Það þigg ég með þökkum segir félaginn, þú tínir saman þykkan frakka, lambhúshettu, ullarföðurland, ullarsokka og gamalt ullarteppi, félagin tekur við þessu öllu og þakkar þér kærlega fyrir með þeim orðum að þú sért að bjarga lífi hans, að svo búnu kveður hann og þú hugsar með sjálfum þér mikið var gott að geta bjargað manninum frá því að krókna í hel.Hálftíma seinna ferð þú inní eldhús til að laga þér kaffi, þér er litið út um gluggann og hvern  sérð þú sitja á gangstéttinni fyrir framan húsið þitt annan en vinin, og hann er búinn að kveikja bál á stéttinni, og þú sérð þér til furðu að hann er að setja ullarteppið sem hann fékk hjá þér á bálið, þú trúir varla eigin augum, þú sest á stól við eldhúsborðið, um hugann leik undarlegar hugmyndir um tilgang lífsins og allt það.Þú gleymir stund og stað, en allt í einu hringir dyrabjallan og þú eins og í leiðslu gengur að dyrunum og opnar þær, vinurinn stendur þarna og nuddar saman lófunum og segir, heyrðu félagi mér er aftur orðið kalt.......        

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég skil þessa sögu þína þannig, að sumum er bara alls ekki viðbjargandi. Þetta segi ég reyndar oft, að það er alveg sama hversu mikið þú réttir fólki sem vill sóa lífi sínu, þú nærð aldrei að rétta þeim nóg.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.4.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband