Reykjavíkurflugvöll á Bessastaðanes.

Nú er flugvöllurinn aftur á milli tannanna á mönnum og enginn minnist á ákjósanlegasta staðinn fyrir hann ef þarf að færa hann á annað borð, það er að byggja hann á Bessastaðanesi, þar eru aðstæður ef eitthvað er betri en í vatnsmýrinni, landrími er nóg aðeins þarf að fylla lítillega út í sjó til að ná æskilegum lengdum á flugbrautir.Efni í slíkar fyllingar mætti ná með því að grafa jarðgöng frá vellinum að væntanlegri samgöngumiðstöð, slík göng yrðu sennilegast ekki nema um 3 til 4 kílómetrar.Staðsetning innanlands flugvallar á Bessastaðanesi er líklega tug milljörðum ódýrari en Hólmsheiðin eða Löngusker og þar er autt land, sem þíðir að hægt er að skipuleggja svæðið á nútímalegan hátt, eins er Bessastaðanes nánast eyja og þar af leiðandi lítil hætta á að íbúabyggð færðist nær eins og er að gerast með Reykjavíkurflugvöll. Mér finnst rétt að benda á þennan möguleika, sérstaklega þar sem nægur tími er til að skoða málið, eins fyndist mér eðlilegt að samgöngumiðstöð og hátæknisjúkrahús væru samtengd á einn veg eða annan hátt, til dæmis með jarðgöngum.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Umræðan þessa dagana tengist skýrslu frá samráðsnefnd Ríksins og Reykjavíkurborgar.  Þessi kostur er ekki nefndur þar, sennilega vegna þess að hann er ekki í landi Reykjavíkurborgar og því ekki á forræði borgarstjórnar.  Þar að auki held ég að það sé lítill vilji fyrir því á Álftanesi að fá flugvöllinn þangað.  Því skyldu þeir vilja fórna ágætu byggingarlandi undir flugvöll til þess eins að Reykjavíkurborg geti lagt flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni undir íbúabyggð?

Ég get svo fyrir mitt leyti verið sammála þér um það þessi staðsetning sé besti kosturinn á eftir Vatnsmýrinni ég tala nú ekki um ef tengingin við Reykjavík yrði leyst með jarðgöngum.  En hvað skyldi forsetanum finnast um þetta?

Helgi Viðar Hilmarsson, 19.4.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Magnús Jónsson

Sæll Helgi Viðar Hilmarsson 

Tel að Forsetin hver sem hann hún er á hverju tíma ætti ekki vera á móti neinu því sem snýr að almannaheill, því við megum ekki gleyma því flugvölur í næsta nágreni höfuðborgar landsins er lands mál ekki bara sveitafélaga á svæðinu, öryggissjónarmið ættu að spila stóran þátt í þessu máli, það stóran að eignarnám í þágu almannaheilla teldi ég koma sterklega til greina, fyrir utan að það sameining sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu er ekki bara nauðsinleg heldur skynsamleg og með tilkomu almennilegra jarðgangna frá Bessastaðanesi til samgöngumiðstöðvar í Reykjavík myndi fasteignaverð hækka verulega á Álftanesi til hagsbóta fyrir þá sem þar búa.   

Magnús Jónsson, 19.4.2007 kl. 02:20

3 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Sæll Magnús,

Ég leitaði eftir umfjöllun um flugvallarkost á netinu og komst í fundargerð frá borgarstjórn dagsetta 20. september 2005. Þar kemur fram að megn andstaða er við þessa hugmynd hjá ráðamönnum í Álftanesbæ eða eins og segir í fundargerðinni.

"Það hefur verið að skýrast í umræðunum um flugvallarmál höfuðborgarsvæðisins að undanförnu að forráðamenn annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en Reykjavíkur skoða málið þröngt út frá skammtímahagsmunum síns sveitarfélags. Það er vandamál sem myndi vera tiltölulega auðleyst ef sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu sameinuðust og samvinna og heildarhagsmunir leystu hrepparíg og

sérhagsmuni af hólmi. Þannig vilja forráðamenn í Álftaneshreppi með sína rösklega tvö þúsund íbúa undir engum kringumstæðum taka við flugvellinum úr Vatnsmýrinni þó að það kynni að vera æskileg niðurstaða fyrir meirihluta íbúa höfuðborgarsvæðisins. Margt bendir til að flugtæknilega væri Álftanes besti staðurinn fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu með aðflugslínum yfir minni byggð en núverandi flugvöllur í Vatnsmýri og laus við þau sjávarseltuvandamál sem líklega myndu hafa truflandi áhrif ef flugvelli yrði valinn staður á Lönguskerjum."

Ég held að þessi tilvitnun skýri afhverju þessi kostur er ekki til umræðu.

Stefán Jón Hafstein hefur talað fyrir því að Álftarnes og Vatnsmýrin yrðu gerð að einu skipulagssvæði sem þýðir að sjáfsögðu sameiningu þeirra sveitarfélaga sem um ræðir. Ég gat ekki séð að flugvöllur á svæðinu væru inn í myndinni í þeim hugmyndum.

Ég held að vandamálið við þenna kost fyrir utan hreppapólitíkina sé það sama og í Vatnsmýrinni, nefnilega að landið er að margra mati of verðmætt fyrir flugvöll þó ekki sé það endilega mín skoðun.

Svo er því við að bæta að líklegast á ríkið þetta land sem um ræðir.

Helgi Viðar Hilmarsson, 21.4.2007 kl. 15:59

4 Smámynd: Magnús Jónsson

Þakka þér innleggið Helgi Viðar, ég tel að forráðamenn Álftaneshrepps geri þarna úlfalda úr mýflugu, og vafasama verður að telja slíka yfirlýsingu frá stjórnmálamönnum einum saman, saman ber deilu eins þeirra við lögskráðan eigenda sjáfarlóðar, sem vel að merkja er sennilega að verða Íslandsmet í misbeitingu á lýðræðislegu valdboði, þetta síðasta var reyndar útúrdúr.Stærsta vandamálið í sambandi við sameiningu sveitafélaga er smákónga vandinn fækkun sveitstjórnamanna og als kyns afætna á borð við bygginganefndir, skipulagsnefndir, og svo framvegis, eins þarf ekki að undrast að Stefán Jón Hafstein tali ekki fyrir þeim kost sem ódýrastur og bestur væri, þar liggja pólitískar skoðanir hans í veginum eins og sennilegast er ástæða sveitarstjórnarmanna Álftanes.Landið er í raun einskins virði eins og reyndar nesið allt ef ekki kæmi til lóðaskortur nágrannasveitfélaga undir þau hús sem Íslendingar vilja byggja, og eins og ég benti á þá myndi flugvöllur með jarðgöngum í samskiptamiðstöð gerbreyta íbúðaverði á Álftanesi.Eina leiðin til að fá ákveðið svar, er að landsmen kjósi um það hvar flugvöllurinn eigi að vera, Keflavík, Löngusker, Hólmsheiða, Bessastaðanes, og í framhaldi af því eignarnám á því svæði sem til þyrfti, eins og ég sagði áður tel ég flugvöll í nánasta nágreni við sjúkrahús, háskóla, stjórnsýslu og síðast en ekki síst Djammið.    

Magnús Jónsson, 21.4.2007 kl. 22:31

5 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ég hef verulegar efasemdir um að staðseting flugvallar eigi erindi í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna hinna mögu þátta sem þarf að taka tillit til.  Mun þjóðin t.d. taka tillit til hagsmuna flugrekenda?  Ég er ekki vissum að þjóðin myndi velja Bessastaðanes ef það væri einn af kostunum.  Hvað ef Hólmsheiðin yrði fyrir valinu, en það er staðsetning sem flugrekendur eru lítt hrifnir af vegna nálægðar fjalla, hæðar yfir sjávarmáli og þar af leiðandi lakari verðurskilyrða en þeir nú búa við.  Ljóst er að fella yrði niður fleiri ferðir þar vegna veðurs en í Vatnsmýrinni.  Hvaða áhrif hefði það svo á flugrekstur og flugsamgöngur í landinu?

Helgi Viðar Hilmarsson, 29.4.2007 kl. 22:28

6 Smámynd: Magnús Jónsson

 Líklega hefur þú rétt fyrir þér hvað varðar Þjóðaratkvæði um staðsetningu, pólitíkin setti sennilega moldviðrismaskínuna í gang öllum til tjóns, eins og venjan er með slík mál. Varðandi flugrekendur þá hefur helsta hættan af flugi stafað af staðsetningu vallarins í miðborginni, eins og Flosi Ólafsson skrifaði einusin um að stórslys gæti skeð ef Fokker vél fullhlaðin hnekktist á í flugtaki og hrapaði í miðbænum, hefur ekki skeð en gæti. Að mínu mati eru aðeins 2  staðir fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu sem uppfylltu þær kröfur sem gera þarf og önnur er mjög dýr framkvæmd og það eru Löngusker, uppfylling er rándýr framkvæmd ef vel á að takats ekki er bara hægt að sturta efni út og byrja svo að byggja, fyrst þarf að moka burt allri drullunni sem er á botninum síðan þarf að fylla í og ekki er verið að tala um neina smáfyllingu, og hana þarf að þjappa og verja fyrir ágangi sjáfar með hleðslum, það bara borgar sig varla að hugsa um það, hin er Bessastaðanes þar er landrími á lausu því eins og þú veist er ekki nóg að hægt sé að lenda það þarf svæði til athafna, vatnsmýrin er í raun ekki skinsamleg staðsetning, í fyrstalagi er búið að byggja ofaní völlinn og svo eru flugbrautir í stystalagi vegna pláss leysis aðflug er allt yfir byggð, Kópavogur er að fara að byggja háhýsi sín megin við enda flugbrautar, svo það er bara Bessastaðanes sem hefur flesta kostina með sér. Varðandi Hólmsheiðinna þá held ég nú að menn séu þar að gera heiðarlega tilraun til að skjóta sig í fótinn, mér finnst það frekar fyndið heldur en skynsamlegt af sömu ástæðum og þú nefnir Helgi.Kveðja Magnús  

Magnús Jónsson, 1.5.2007 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband