15.4.2007 | 01:27
áður birt í morgunblaðinnu 2 mar 2006 Hvað er að þér mín íslenska Þjóð
Hvað er að þér mín íslenska Þjóð. Hvað veldur því að þjóð sem haldið hefur verið frá frjálsu aðgengi að lánsfé eins og þú hefur verið alla tíð sturlast nær því alveg við það eitt að geta fengið nær ótakmarkað lánað á ofurvöxtum ?Hvers vegna þarft þú að kaupa spánían bíl á 2 ára fresti, því þarft þú að eiga einn bíl á næstum því hvern íbúa landsins, hversvegna þurfa sumir þegnar þessa lands að eiga bíla sem kosta meira í innkaupum en nokkrir verkamenn íslenskir hafa í árslaun, og hver er í raun munurinn á bíl sem kostar 2 milljónir og bíls sem kostar 8+milljónir báðir taka fjóra farþega + bílstjóra-báðir verða ónýtar járnhrúgur eftir 15 ár. Báðir eiða kringum þeir kringum 30 krónum á hvern ekinn kílómeter, hvers vegna þarft þú að eiga svona dýra bíla mín arma þjóð.Hvað fær þig til að halda að það sé skynsamlegra að skulda meira enn minna, eða að halda að með því að skulda lengur gegn vægari vöxtum en grimmari verðbótum sért þú að græða eða að létta þér byrðarnar.Í nær verðbólgu lausu tíðarfari 2-4% þegar Íslenska krónan er alt að því að vera einn sterkasti gjaldmiðill heims og evran fellur úr 85 í 75 miðað við krónu og dollarinn fellur úr 105 niður í 60 miðað við krónu þá finnst þér ekkert eðlilegra en að nær allar vörur hækki 8-10% á ári vegna innlendar verðhækkana ???? og að bílverð hækki með hverri nýrri árgerð meira að segja frá ameríku landi dollarsins??Og manst þú mín skuldglaða þjóð hvað lóð undir einbýlishús kostaði 1996 ? skiptir ekki máli í dag kostar hún 20 og eitt kvað milljónir-já ein lóð undir einbýlishús kostar 20 milljónir, árið 2000 var selt ekki alveg fullbyggt 250 fermetra einbýlishús í grafarvogi fyrir 20 miljónir og það þótti mjög gott verð þá hvað hefur breyst mín sjúka þjóð, hvað veldur því að þú ert tilbúinn að greiða í dag 60 milljónir fyrir þetta sama hús, húsið er ekki meira virði, árinn eru ekki nema tæplega 6 og verðbólgan á tímabilinu er ekki nema um 20% +- eitthvað hvað hefur komið fyrir verðskinið hjá þér ertu orðinn vitskert eða er geðveiki að ganga sem einhver umrenningspest.Hví veður þú út í banka til að veðsetja sjálfan þig þegar vel gengur, vinna er nóg og skattar fara lækkandi, liggur þér á að verða skítblankur aftur um hver mánaðarmót vegna nokkurra auka fermetra, nýrri bifreiðar eða sólbrúnku á rándýrri sólaströnd.Vaknað þú mín þjóð verðlag er eitthvað sem þú getur stjórnað, og það sérstaklega þegar vel gengur ekki kaupa eitthvað sem sífellt hækkar ekki taka lán ef þú getur safnað og ekki koma náægt neinu sem margfaldast í verði á nokkrum árum án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, eins og lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur gert á síðustu árum. Magnús Jónsson
Um bloggið
Umræðan
Bloggvinir
-
nilli
-
widar
-
vigfuspalsson
-
bjarnihardar
-
gthg
-
gudni-is
-
reykur
-
runarsv
-
lonewolf
-
fridjon
-
agbjarn
-
dullur
-
gudbjornj
-
fannarh
-
jenfo
-
valgeirb
-
hallibjarna
-
lillo
-
kristinnjon
-
brahim
-
tilveran-i-esb
-
fhg
-
baldvinj
-
vinaminni
-
bofs
-
sjonsson
-
vala
-
kolbrunerin
-
askja
-
jonmagnusson
-
joiragnars
-
jonvalurjensson
-
vilhjalmurarnason
-
halldorjonsson
-
minos
-
einarbb
-
juliusbearsson
-
aury
-
totibald
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.