Endurgreiðið mér námskostnaðinn fyrst.

Á meðan ég var að vinna voruð þið að læra, og ég greiddi námskostnaðinn ykkar, ég gerði það ekki einn, það gerðu allar vinnufærar hendur þessa lands.

Í USA kostar kandídatsnám um 30 til 40,000 dollara( þar sem það er ódýrt)=um það bil 35 til 50 miljónir Íslenskar, og ef þeir sem læra á minn kostnað telja að þeir skuldi mér ekki neitt, þá vil ég ekki að þeir læri frítt á minn kostnað, hækkum námsgjöld í það sem námið kostar og hættið að rukka mig í gegnum skattana mína, fyrir námið ykkar, því ég hef það skítt eins og allir aðrir þegnar þessa lands.

En ég er hér enn og ætla að byggja það upp enn einisinni, og í þetta sinn ætla ég að vona að betur verði farið með það sem ég legg til þjóðarinnar en hingað til.


mbl.is „Ekki taka læknana okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Vísa til ummæla á vef DV.

María Róslaug Kristinsdóttir · Virkur í athugasemdum · Reykjavík, Iceland

Sem nemar eru læknanemar skyldaðir til að vinna frítt. Sem kandídatar eru þeir skyldaðir að vinna í eitt ár á lágmarkslaunum og fá ekki krónu fyrir yfirvinnu. Yfirvinnan engu að síður eru samtals 20-40 milljónir á ári sem kandídatar vinna fyrir en fá ekki borgað. Læknananám kostar 10,5 milljónir. Hver læknakandídat er því búinn að borga upp sína menntun og vel rúmlega það þegar kandídatsárinu lýkur.

Kostnaður við nám í Háskóla Íslands í læknisfræði er víst um 10,5 miljónir.

Laun lækna án sérhæfingar er rétt yfir 300 þús á mánuði. Námið er 6 ár auk verðtryggðra námslána á vöxtum.

Raunar er grunnnám í læknisfræði kennt á mörgum stöðum m.a. í Póllandi, Ungverjalandi, í Tékklandi og Slóvakíu auk annara landa.

Sem hún María Rósa bendir skuldar fólk ekkert þegar það er tekið saman ókeypis vinnuframlag á námstímanum enda hefur Landspítalinn verið einstaklega duglegir að nota sér ókeypis starfskrafta læknanema ef með er talið kandídatsárið. Þeir hafa verið að reyna að koma uppp sérmenntun á Íslandi en það er í raun að hrynja þegar áhuginn er orðinn víst ákaflega lítill.

Menntun sérfræðinga á Íslandi sem er oftast 5-15 ára nám og sérþekking er erlendis kemur þessu til viðbótar. Fólk er sérmenntað ókeypis fyrir íslenskt samfélag. Þetta fólk er ekki að skila sér aftur enda fólk í vinnu.

Léleg aðstaða, léleg laun, langur vinnutími vegna fámennins í mörgum undirgreinum læknisfræðinnar.

Við höfum í raun fengið sérmenntaða lækna fyrir ekki neitt. Íslenska ríkið hefur ekki viljað borga fyrir sérmenntun lækna og raunar missir fólk sín réttindi þegar það er í sérnámi fyrir íslenskt þjóðfélag og þarf kanski sjálft á sjúkrahúsaðstoð að halda.

Menn hafa gert þetta þegar nóg var af fólki sem vildi koma tilbaka en núna er 1/3 íslenskra lækna starfandi erlendis nú þegar og sá hópur fer að óbreyttu stækkandi.

Gunnr (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 06:25

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Maður rekst alltaf á svona yfirlýsingar um að heilbrigðisfólk skuldi þjóðinni. Af hverju á fólk í heilbrigðisgeira að vera í eigu og einokun ríkisins með miklu lægri laun á tímaeiningu en sambærilega eða minna menntað fólk í öðrum geirum? Þarna liggur vandinn, það er mjög fráhrindandi að vera í eigu hins opinbera með óréttmætar kvaðir samfélagsins. Af hverjueru ekki gerðar sömu kröfur til menntaðra hagfræðinga, viðskiptafræðinga eða bara sagnfræðinga? Það sem þarf að gera er að auka samkeppni innanlands og skapa tekjur í geiranum svo að Ísland verði samkeppnishæft. Ríkið þarf einungis að setja lög um forgang á lágmarksverði miðað við kostnað. Þannig skapast sveigjanleiki, frelsi og tekjumöguleikar. Ríkið myndi fá sveigjanleika til að draga saman eða auka kaupin eftir þörfum. Það þarf að horfa til landa sem hafa endurskipulagt kerfi sín með góðum árangri.

Námslán á Íslandi eru lán en ekki styrkur, og fólk skuldar þjóðinni ekki neitt að námi loknu nema síður sé.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 8.7.2011 kl. 07:29

3 identicon

um 30 til 40,000 dollara( þar sem það er ódýrt)=um það bil 35 til 50 miljónir Íslenskar

Þú hefðir kannski átt að vinna minna og læra meira. Hér munar einu góðu núlli!

K (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 08:52

4 identicon

Verknám er margt dýrara en bóknám og spurning hvernig þetta reiknidæmi kæmi út. Á að skyld pípulagningamenn og múrara eða aðra að vera. Leggja auka átthagafjötra tilviðbótar skuldaklöfum. Margt nám borgar sig ekki fjárhagslega þegar kostnaður við námið er veginn á móti lágum launum. Gæti þar týnt margt til fóstrunám, sjúkraliðanám og margt fleirra.

Já það er verið að dásama "krónuparadísina" Ísland. Helsta útflutningsafurð okkar er orðin skttagreiðendur og bók- og verkmenntað fólk og bráðlega fer fólk að streyma úr fiskvinnslu til Noregs enda er vant fólk þar eftirsótt.

Að vera skikkaður í að greiða í lífeysissjóð, en það er nærri 15% af heildarlaunum (hluti atvinnurekenda þar inni) og fá væntanlega ekki nema brotabrot til baka. Fyrir ungt fólk er þetta eins og keðjubréf það fær væntanlega ekkert í sinn hlut þegar það eldist ella þarf að lækka gríðarlega eftilaun þeirra sem þiggja það núna eða á næstu árum.

Ein mesta hættan fyrir íslensk samfélag er fólksflótti og atgerfisflótti sem læknaskorturinn er einn angi af. Hann er kanski sýnilegri en margt annað.

Þeir sem sitja eftir verða íslenskir stjórnmálamenn, lögfræðingar og hagfræðingar, íslenskir blaðamenn ásamt eftilaunaþegum og styrkþegum ásamt hlunnindafólkinu, þeun sem eiga kvóta eða fá pening á bók fyrir að hafa kindur á fjalli eða kýr í fjósi.

Gunnr (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 10:29

5 Smámynd: Yrsa Björt Löve

Þessi ummæli eru auðvitað ekki svara verð og dæma sig sjálf. Þegar hefur verið bent á að læknanám (6 ár) kostar 10,5 milljónir á hvern læknanema og er margfalt ódýrara en í öllum þeim löndum sem nálægt okkur standa.

Læt þó fylgja með neðangreindar staðreyndir:

Brúttólaun (laun fyrir skatta) sérfræðilæknis sem kominn er í hæsta launaþrep eftir 14 ára starfsreynslu (í allra fyrsta lagi um 47 ára aldur því miðað er við starfsaldur á spítalanum og ár sem unnin eru annars staðar teljast ekki með) fyrir 100% dagvinnu (8-16 alla virka daga) á spítala eru 553.000 ISK á mánuði. Sérfræðingur sem er nýkominn heim frá námi fær um 480 þús brúttó. Þetta er fyrir skatt. Brúttólaun nýútskrifaðs læknis eru tæp 306.000 ISK á mánuði.

Þar sem hér að ofan var vísað í vanþakklæti lækna fyrir sína dýru menntun vil ég benda á eftir farandi:

1. Hver læknanemi kostar íslenska ríkið nokkrum sinnum lægri fjárhæð heldur en læknanemi í löndunum í kringum okkur. Læknadeildin hefur alltaf verið fjársvelt.

2. Læknanemar þurfa að framfleyta sér á námslánum (verðtryggð lán með vöxtum) í sex ár sem getur verið veruleg fjárhæð að loknu námi.

3. Læknir þarf sjálfur að standa straum af sínu sérnámi, en það er ekki fyrr en að því loknu sem hann er orðinn sérfræðingur. Læknar eru yfirleitt komnir yfir þrítugt þegar þeir flytjast út til sérnáms, þá flestir með fjölskyldu. Flutningur til útlanda er kostnaðarsamur. Gjarnan þarf að selja fasteign hérlendis (2,5% sölulaun), gámaflutningar út kostar um hálfa milljón, kaup á húsi úti kostar v. lántöku í kringum milljón, auk þess sem það fellur alltaf til töluverður kostnaður vegna hluta sem þarf að kaupa/selja svo sem bíla o.fl. Þannig allt að 2-2,5 milljónir í kostnað.

4. Álagið er mikið á fjölskyldu læknisins, sem fylgir nær undantekningalaust með, þar eru maki og börn sem öll þurfa að koma sér fyrir í nýju landi, finna nýja vini, byrja í nýjum skóla, læra nýtt tungumál og makinn þarf að koma sér upp nýjum "carrier", eða, eins og gjarnan vill verða, fá ekki einu sinni vinnu, heldur fórna sínum tíma til að vera heimavinnandi.

5. Svo þarf að flytja heim aftur = selja hús (kostnaður), flytja gám (kostnaður) og kaupa hús (kostnaður). Aðlögun barna upp á nýtt á Íslandi, nýir vinir, nýr skóli, makinn þarf að leita sér að vinnu og byrja sinn carrier - loksins. Aftur um 2-2,5 milljónir.

6. Á meðan sérfræðinámi stendur er læknirinn á lágum launum læknis sem ekki hefur sérmenntun.

Allt ofangreint, að fyrsta liðnum undanskildum, er kostað af lækninum og engum öðrum.

Íslenska ríkið greiðir fær lækna landsins menntaða til sérfræðings algjörlega ókeypis! Það hefur notið góðvildar landanna í kringum okkur (Norðurlöndin, USA o.fl.) sem hafa tekið fagnandi á móti íslenskum læknum, enda þykja þeir með eindæmum duglegir, þrátt fyrir að vita að flestir þeirra hverfi til síns heima að námi loknu. Íslenska ríkið hefur ekki greitt sjúkrahúsum erlendis krónu í menntunarkostnað og læknirinn fær engan styrk vegna útlagðs kostnaðar.

Læknir kemur heim úr sérnámi, gjarnan um fertugt, með fjölskyldu í fullri stærð, slippur og snauður og byrjar baslið. Hann á þá nánast engin lífeyrisréttindi. Þá hafa bekkjarfélagar hans úr barnaskóla sem völdu að læra til smiðs t.d., unnið fyrir launum í 15 ár eða meira. Laun sérfræðingsins eru svona 480 þús brúttó fyrir fulla dagvinnu. Hann fær auk þess greitt fyrir þær vaktir sem hann stendur, frá 900-4700 kr á tímann fyrir skatt, í kvöld/nætur/helgarvinnu.

Skoðið samningana ef þið trúið ekki ykkar eigin augum.

Það er auk þess ekki sjálfgefið að læknirinn/fjölskylda hans vilji koma heim, enda börnin yfirleitt komin á unglingsaldur.

Ríkið hefur lítið "gefið" læknum, en þess meira þegið, enda vart til sá læknir sem ekki á fleiri hundruð ef ekki þúsund yfirvinnutíma inni hjá sjúkrastofnunum þessa lands, því það hefur aldrei tíðkas að greiða læknum fyrir yfirvinnu. Það er auk þess ekkert til hjá læknum sem heitir óunnin yfirvinna.

Þá er þessu komið á framfæri.

Yrsa Björt Löve, 8.7.2011 kl. 12:52

6 Smámynd: Magnús Jónsson

K: þakka fyrir þarfa ábendingu þarna vantaði 0, átti að vera 300 til 400,000 dollarar, kann vel að reikna en þarna yfirsást mér takk fyrir.

Magnús Jónsson, 8.7.2011 kl. 22:03

7 Smámynd: Magnús Jónsson

Ég vil þakka öllum sem nenntu að skrifa athugasemdir hérna hjá mér, og afsaka það ef rangt hefur verið farið með, bent er á að námið kosti aðeins 10,5 milljónir?, og að unnið sé launalaust í eitt ár?.

Ég leifi mér að efast um að talan 10,5 milla sé rétt, og að unnið sé þetta ár, það sem kallað er að vinna er í rauninni nám, og sú vinna sem innt er af hendi er öll gerð undir handleiðslu annarra, nema eitthvað mikið sé að í þessari námsgrein, sem ég efa vegna þess að heilbrigðisstéttin hérlendis hefur hingað til skarað frammúr að mörgu ef ekki öllu leiti.

Það að þurfa að vera með nema er skíring á nafninu Háskólasjúkrahús, það gefur augaleið að þeir nemar sem vinna þar eru að læra og það eru kennarar sem segja þeim fyrir verkum, svo kostnaður við þeirra nám og störf á spítölum landsins hlýtur að vera sambærilegur við það sem gerist annarstaðar, þess vegna leifi ég mér að efast um að talan 10,5 sé rétt, hallast en að mínum tölum.

Verð að játa að þekking mín á námsgjöldum er takmörkuð, en 160,000 kr pr önn gefur Reykjavíkur skólinn upp það sinnum 12 anir gerir 1.920.000 kr á 6 árum, skuld við okkur hin miðað við 10,5-1,9=8,6 , en miklu meira ef ég nota mínar tölur.

Magnús Jónsson, 8.7.2011 kl. 22:26

8 identicon

Það er klárlega spurning hvort setja eigi lausnargjald á íslenska ríkisborgara eða á þetta eingöngu við um læknanám. Raunar er háskólanám í USA tengt uppihaldi það gistingu og fæði á "campus" en það sjá námsmenn um sjálfir í gegnum verðtryggð og vaxtabundin lán en ekki styrki eins og td. í mörgum nágrannalöndum okkar.

Á þetta "lausnargjald" eða átthagafjötrar einungis að varða lækna eða á það að snerta alla, á að reikna grunnskólamenntun inn í þetta og kostnað við dagheimili? Á að reikna verknám inn í þetta?

Þú gerir þér væntanlega grein fyrir að nánast öll sérþekking og sérmenntun íslenska heilbrigðiskerfisins kemur erlendis frá og það er langtum dýrari menntun en grunnmenntuninn. Raunar byggist mikið af rannsóknarstarfsemi Háskóla Íslands á þessu. Frumulíffræði, tilvist nútíma heilbrigðiskerfis fyrir Íslendinga er í raun undir þessu komin.

Á td. sænska, norska, danska, enska, kanadíska eða ameríkanska heilbrigðiskerfið að leggja tugmiljónakróna lausnargjald fyrir íslenska lækna fyrir að sækja þangað sérnám? Á þetta að verða kostnaður sem íslenska ríkið ætli að leggja í eða á þetta að verða borgað af einstaklingum.

Mér skilst að íslensk stjórnvöld hafi þráfaldlega neitað að taka þátt í sérmenntun lækna sem hafi verið farið fram á við okkur.

Raunar eru margir læknar sem ílendast eða fara aftur til þeirra landa sem þeir sóttu sérmenntun til að fara "heim". Þeir hafa þar oft vinnufélaga og vini þanning að íslenskt heilbrigðiskerfi hefur í árattugaraðir verið háð innflutningi hámenntaðra íslenskra lækna og síðan 2008 er fólk hætt að skila sér tilbaka og ef þetta helst hefur það gríðarleg áhrif á þekkingu í íslenska heilbrigðiskerfinu. Sem virðist hafa lítið annað að bjóða en gríðarlega vinnu/vaktaálag, afburða lélega aðstöðu og tækjakost og léleg laun bæði miðað við íslenska og erlenda staðla jafn vel norðulöndin sem hafa verið álitin láglaunasvæði fyrir hámenntað fólk.

Vandamál Íslands er í raun að við erum ein verst menntaða þjóð Evrópu og langt að baki okkar frændum á Norðulöndum enda sést það að mörgu í íslenskri stjórnmálaumræðu. Við eigum gríðarlegan fjölda af hagfræði-/viðskiptafræði og lögfræðimenntuðu fólki sem er verið að unga út úr 4 svökölluðu Háskólum á Íslandi. Það hefur engin þjóð sérstakan áhuga á því fólki eða því síður íslenskum stjórnmálamönnum eða öryrkjum eða fólki sem hefur litla starfreynslu og enga menntun það verður á Íslandi.

Gunnr (IP-tala skráð) 9.7.2011 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband