Vaðlaheiðargöng eru ekki sjálfbær?

Hvernig er með um ræðu um svona framkvæmdir?, skiptir engu hve arðbær framkvæmdin er?, er aðalatriðið að framkvæmt sé í kjördæmi ráðherra?, og skiptir engu máli hve margir slasast eða láta lífið vegna of mikils álags á umferðarmannvirki?, ef Vaðlaheiðargöng eru sjálfbær þá óskar undirritaður eftir gögnum sem styðja það.

Þeir sem aka milli Hveragerðis og Selfoss geta líka stoppað og talið krossana sem eru á þeirri leið, og geta leitt hugann að því að betri vegur hefði þítt færri krossa, og geta velt því fyrir sér hversu lengi má draga úrbætur sem myndu draga úr fjölgun þeirra.

Ég fyrir mína parta segi að Vaðlaheiðargöng mega bíða, þar til Hrafnseyrarheiðin er horfin úr vegakerfinu, og þolanlegt vegasamband er er orðið milli R,vík og Selfoss fyrst og R,vík, og Akureyri svo, og göng milli Siglufjarðar og Egilstaða eru orðin að veruleika, við verðum að forgangsraða skynsamlega ekki með atkvæðaveiðar kjördæmis að leiðarljósi, og ráðherra á að haga sér eins og ráðherra fyrir heila þjóð, en ekki sem bæjarstjóri á norðurlandi eystra.


mbl.is Framkvæmdir fyrir 30 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Heyr heyr.

Sigurður Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 00:43

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Magnús Jónsson alnafni föður míns og vegna nafnsins fer ég á síðu þína og eins og fyrri daginn þá klikkar þú ekki. Auðvitað á að verða þjóðfélagsumræða um þetta finnst mér og þjóðin að gefa þetta leyfi ef hún vill vegna þess að þetta eru peningar allra þeirra sem hafa greitt í þessa sjóði.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.7.2010 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Umræðan

Höfundur

Magnús Jónsson
Magnús Jónsson

Ég aðhyllist þá kenningu að allir menn eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér öðru hverju, og það að gera mistök er mannlegt. En hvorugt má gera án þess að viðurkenna það og bæta fyrir ef nokkur kostur er.

Vil ekki hafa fólk á mínum vinalista sem ekki leifir athugasemdir við það sem það skrifar, tel það takmarka tjáningu og skoðanaskipti, sem ég tel vera einn stærsta kost við Bloggið.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • flug-bessas hugmynd
  • IMG 0361
  • Höfnin í Stikkishólmi
  • Í Grundarfyrði
  • Ólafsvíkurhöfn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband